Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Síða 44
56 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Helgin PV Leikkonan Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir elskar að prófa sig áfram í matargerðinni. Guðlaug fær æði fyrir ákveðinni matargerð um tíma en snýr sér svo að öðru. Þessa stundina er það sushi. Guðlaug bauð DV í heimsókn. „Mér finnst ofsalega gaman að búa til góðan mat þegar ég fæ gesti en eins og aðrar húsmæður fæ ég stundum leið á hvunndagsmatnum," segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona. Guðlaug segist afar sérvit- ur þegar kemur að matargerð og að hún hafi gaman að prófa sig áfram. „Maður er náttúrulega bara mann- legur," segir hún brosandi en bæt- ir við að hún taki oft upp á að fylgja allskyns tískustraumum í matargerð. „Stundum elda ég bara eitthvað ægi- lega ítalskt en aðra daga er ég með indverskt í gangi. Þessa dagana er það sushi." Heilluð af blóðflokkamataræði Guðlaug segist notast við upp- skriftir en þar sem hún noti til dæmis ekki mjólkurvörur reyni hún að finna eitthvað annað sem passar í staðinn. „Ég get verið mjög sérvitur og mér finnst gaman að breyta uppskriftum. Ég nota til dæmis mikið af baunum, belgjurtum og linsum í stað kjöts þótt ég borði alveg kjöt og fisk," seg- ir hún og bætir við að hún hafi eitt sinn lesið bók um blóðflokkamatar- æði og hafi alveg heillast af þeim vís- indum. „Þegar mér hefur tekist að fara eftir bókinni finn ég hvað ég er mun hraustari, heilbrigðari og glað- ari svo þetta virkar í mínu tilviki. Það er ágætt að átta sig á því af hverju manni líður vel og hvað gerir manni ekki gott." Með syninum út að borða Aðspurð segist Guðlaug fara reglulega út að borða. „Ég hugsa að ég fari mik- ið út að borða þótt það fari eftir við hvern mað- ur miðar. Ég fer mun oft- ar en mamma og hennar kynslóð en það er ábyggi- lega mikið af fólki sem fer mun oftar en ég," segir hún en bætir við að hún og sonur hennar fari sam- an einu sinni í mánuði. „Þá fær hann að ráða og velur alltaf Ruby Tuesday. Mér finnst voðalega gott að borða á Vegamótum og næ ég mér reglulega í súpur á tælenska staðn- um í Tryggvagötunni." Naglakjúklingaréttur Guðlaugar: Marinering: Fullt af engiferi rifið niður Sojasósa Sykur eða eitthvað sem ger chutney rir sætt, jafnvel nrangc „Kjúklingabringur eru látnar tiggja í marinering- unni í nokkra tínia. Steiktar á pönnu í smástund en svo er kókosmjólk liellt yfir og látið malla. Það grænmeti sem finnst í ísskápnutn sett út í. Það fer eftir stemningu hvert skipti. Stundum á ég austur- lenska grænmetiblöndu í frystinum, það er voða gott. Stundum nota ég fullt at gulrótum og brokkólí. Hrtsgrjón með," segir GuðlaUjg Elísabet að lokum. Grillsumarið mikla Guðlaug hefur aldrei átt grill en þykir grillmatur góð- ur. „Ég hef verið að spá hvort þetta sumar verði griilsumar- ið mikla og þar sem ég býst við að hafa smá tíma fyrir svona hluti er ég svei mér þá að spá í að setja upp grillsvuntuna og fjárfesta í grilli," segir hún og bætir við að hún hafi aðgang að ágætum garði. „Garðurinn er fínn en þarfnast viðgerðar. Ég er ekki með neitt æðislega grillaðstöðu en það er á listan- um að búa til lítið kósí hom." indiana@dv.is Stefán Baldvin Guðjónsson vínsmakkari mælir meö rétta víninu meö grillmatnum Þyngri vín með krydduðum grillmat „Ef við ætíum að grilla fituríkt lamb sem er fyrirfram kryddað, mæli ég með rauðrdni í þyngri kantinum," segir Stefán Baldvin Guðjónsson vínsmakkari sem heldur úti heima- síðunni smakkarinn.is. „Með fyrir- fram krydduðu lambakjöti mæli ég til dæmis með Cabernet Sauvignon frá Ástralíu eða Bandaríkjunum en með góðu kjöti eins og lambalund- um er gott að fá-sér fínlegri vín eins og Bordeaux eða ítalskt Chiantí." Að sama skapi segir Stefán krydd- magnið skipta máli þegar velja skal vín með kjúklingi. „Ef þú kaup- ir kryddaðan kjúkling eða barbique kjúkling velurðu þyngri vín og þá mæli ég með góðu rauðvíni frá Suð- ur-Frakklandi. Ef þú ert hins vegar með venjulegan ókryddaðan kjúkl- ing sem þú kryddar sjálfur geturðu valið létt rauðvín eða jafnvel farið yfir í hvítvín og þá mæli ég sérstak- lega með Alsace frá Frakklandi og sér í lagi með Pinot gris-vínþrúgunni." Stefán segir áhuga íslendinga hafa aukist stórlega þegar kemur að vínmenningu. „Það er gríðarlegur áhugi á vínum og mikill munur frá því sem var fyrir fimm árum og ég tala nú ekki um fyrir tíu árum. í dag eru menn farnir að drekka skynsam- lega og njóta vínsins til að lyfta matn- um upp í stað þess að drekka sig fulla. Við hugsum öðruvísi um vínið í dag. Nú erum við frekar að sitja og njóta matarins, félagsskaparins og vínsins í stað þess að drekka okkur full." indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.