Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 46
58 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006 Helgin DV BUBBUFIM Bubbi Morthens er ekki kallaður kóngurinn fyrir ekki neitt. Þessi konungur íslenskrar tónlistarsögu verð- ur fimmtugur á þriðjudaginn. Bubbi er án efa einn stórbrotnasti karakter þjóðarinnar og einn farsælasti tónlistarmaðurinn. Lífsskeið Bubba hefur verið ansi skrautlegt á köflum og einkenndist um tíma af sukki. Bubbi tók sig saman í andlitinu og eftir hann liggja margar af söluhæstu plötum íslands en enginn íslensk- ur tónlistarmaður hefur selt fleiri plötur en Bubbi Morthens. Fréttir af skilnaði Bubba og Brynju Gunn- arsdóttur komu eins og þruma úr heiðskýru lofti enda hafði hjónaband þeirra verið sveipað dýrðarljóma hamingjunnar frá fyrstu tíð og Bubbi sjálfur lagt sitt af mörkum með textum sínum til að festa þá ímynd í sessi. í dag er Bubbi í ástarsambandi við unga og efnilega fegurðardís, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Konungur' íslenskrar tónlist- arsögu á stórafmæli um þessar mundir. Bubbi Morthens verð- ur fimmtugur á þriðjudaginn og heldur upp á afmælið með risatón- leikum í Laugardalshöll á sjálfan afmælisdaginn. Á tónleikunum mun Bubbi líta yfir farinn veg með þeim tónlistarmönnum sem hafa verið honum samferða í gegnum tíðina og búist er við frábærum tónleikum og hefur eftirspurn eft- ir miðum verið mikil. Bubbi hef- ur verið einn farsælasti tónlistar- maður íslands og selt fleiri plötur en nokkur annar tónlistarmað- ur. Á tónleikunum á þriðjudaginn koma fram með honum yfir þrjá- tíu tónlistarmenn, eða flestir með- lima þeirra hljómsveita sem Bubbi hefur spilað með, en sveitir eins og Utangarðsmenn, Egó, Das Kapital og GCD eru án efa nokkrar af vin- sælustu hljómsveitum íslandssög- unnar. Flestir þekkja sögu Bubba Morthens enda gaf hann út ævi- sögu sína árið 1990 og hefur ver- ið á síðum dagblaðanna frá 1980. Saga hans verður þó rakin hér í tilefhi afmælisins þar sem stiklað verður á stóru og áherslan lögð á ástirnar í lífi Bubba. Leikir og prakkaraskapur Bubbi Morthens, eða Ásbjörn Kristinsson Morthens, fæddist þann 6. júní árið 1956. f bókinni „Bubbi" eftir Silju Aðalsteinsdótt- ur 6g Bubba sjálfan kemur fram að hann muni fjrst eftir sér í risinu á Barónsstígnum þar sem fjölskyld- an bjó fyrstu árin. Bubbi er yngst- ur í hópi systkina sinna en eignað- ist yngri fósturbróður þegar hann var sex ára þegar foreldrar hans tóku að sér son frænda hans. Móð- ir Bubba, Grethe Skotte Pedersen, var dönsk og faðir hans, Kristinn Morthens, var af norskum ættum. Fyrstu árin bjó Bubbi á Baróns- stígnum en síðar fluttist fjölskyld- an í Gnoðarvoginn. f ævisögu Bubba er vel farið yflr uppvaxtar- árin sem einkenndust af leikjum og prakkaraskap bræðranna. Fjöl- skyldan fór reglulega til Danmerk- ur í heimsókn til fjölskyldunnar og þar var Bubbi þegar móðir hans tilkynnti honum að foreldrar hans hygðust skilja. Það var árið 1969 og Bubbi því 13 ára. Brennivín og stelpur Bubbi var mikill lestrarhest- ur sem barn. Hann hefur þó við- urkennt opinberlega að vera les- blindur. Tónlistin átti alltaf hug hans og var Bubbi ekki nema þriggja ára þegar hann söng í fyrsta skiptið opinberlega í Tívolí í Kaup- mannahöfn. Átta ára fékk hann svo sinn fyrsta kassagítar. f bók- inni Bubbi kemur fram að helstu áhrifavaldarnir hafi verið Bob Dyl- an, Bítlarnir, Rolling Stones, Jimi Hendrix og The Doors. Árið 1971, þegar Bubbi var 15 ára, fluttist hann til Danmerkur með móður sinni þar sem hann hélt brösóttri skólagöngu sinni áfram. Honum hafði gengið vel í skóla sem barn en á unglingsár- unum fór að halla undan fæti. í Danmörku kynntist Bubbi einn- ig brennivíninu og fór að hafa áhuga á stelpum. Ári seinna hélt Bubbi aftur heim til íslands og hafði þá sagt skilið við menntaveg- inn og fór að starfa hjá Vatnsveit- unni í Reykjavík. Á svipuðum tíma kynntist hann tónlistarmanninum Megasi sem átti eftir að hafa mikil áhrif á tónlistarferil hans. Næst lá leiðiníverbúð. Ástin bankar upp á f verbúð á Hornafirði árið 1974 kynntist Bubbi Ingu Sólveigu Frið- jónsdóttur og varð ástfanginn upp fyrir haus. Samband þeirra rann hins vegar út í sandinn en þau áttu eftir að hittast aftur seinna. í Vestmannaeyjum féll Bubbi fyr- ir fallegri stúlku, Bogey að nafiii. f bókinni lýsir Bubbi Bogeyju sem arabískri fegurðardís og hörku- duglegum kvenmanni. Bubbi og Bogey fóru að búa saman á Ljós- vallagötunni. Ástin gufaði þó fljótt upp og í bók sinni segir Bubbi að þau hafi verið afar ólík. Bogey og móðir Bubba urðu miklar vin- konur og svo fór að Bogey hugs- aði um Grethe síðustu árin en hún lést eftir baráttu við MS-sjúk- dóminn. Bubbi og Bogey tóku síð- ar upp sambandið aftur og keyptu sér íbúð saman en sambúðin hélt ekki. Næstu kærustu kallar Bubbi Margréti í bók sinni. Sú var rauð- sokka en það samband mátti sín lítils þegar stóra ástin í lífi hans, Inga Sólveig, birtist honum aftur. Spangólandi kvenfólk Bubbi og Inga Sólveig gengu í það heilaga þann 1. ágúst 1980. í viðtali við DV þann 14.10.2004 segir Inga Sólveig frá fyrstu kynn- um þeirra. „Ég var flutt að heiman þegar foreldrar mínir fluttu aust- ur en kom á eftir þeim. Átti raun- ar ekkert val. Pabbi var harður. Ég skil það vel nú því ég hafði ekki gott af því að vera í bænum og um- gangast það fólk sem ég var kom- in í félagsskap við. Pabbi gerði sér grein fyrir því og vildi mig austur til að geta fýlgst með og haft áhrif," segir Inga í viðtalinu. „Bubbi var reyndar á Hornafirði af svipuð- um ástæðum en Tolli bróðir hans sendi hann burtu til að losa hann úr vondum félagsskap í bænum. Hann var drjúgur að koma sér í vanda og lenda í slagsmálum og veseni. Við vorum því þarna á svipuðum forsendum." Inga Sólveig segir í viðtalinu að fáir hafi vitað hver Bubbi var þegar þau fóru að vera saman og að þeim hafi komið vel saman í nokkra mánuði en sambandið hafi end- að með mikilli dramatík. Fimm árum síðar hafi leiðir þeirra legið saman aftur og þau tekið ákvörð- un um að gifta sig en gengið hafi á ýmsu enda Bubbi á kafi í dópi á þessum tíma. „Pönktímabilið var í algleym- ingi og við létum ekki okkar eft- ir liggja; klæddumst leðurjökkum og vorum með gaddaólar, bleikt hár og nælur þar sem við átti," seg- ir hún í viðtalinu í DV en bætir við að þrátt fyrir vinsældir og dóp hafi Bubbi verið henni trúr. „Sviðs- ljósið var farið að skína á hann og hann fékk ekki frið fyrir öðr- um konum en ég varð aldrei vör við að hann væri að halda fram hjá mér. Hann sýndi mér heldur aldrei óvirðingu hvað það varðar. Hins vegar var oft hrikalegur ágangur- inn af kvenfólki. Það var stundum setið um heimilið og stelpur span- gólandi fyrir utan; alveg ótrúlegt en svona var þetta. Það hafði ekki nein áhrif á Bubba; hann er mjög trúr í eðli sínu og ég er sannfærð um að hann sé einnar konu mað- ur," sagði Inga Sólveig í viðtalinu. Hjónaband þeirra fjarðaði út þeg- ar Inga Sólveig hélt út til Banda- ríkjanna í nám í ljósmyndun. Brynja, ég elska þig! Eftir að hafa kynnst Mike og Danna Pollock í Kassagerðinni fóru hjólin að snúast í tónlistinni og árið 1980 spilaði hljómveit- in Utangarðsmenn í fyrsta skipti opinberlega. Á þessum tíma voru margar sveitir að gera það gott og Bubbi og félagar juku hægt og ró- lega vinsældir sínar en á sama tíma sökk Bubbi lengra niður í sukk- ið. Þegar samstarfið í Utangarðs- mönnum sprakk varð til sveitin Egó og þar á eftir Das Kapital en sú hljómveit lagði upp laupana þegar Bubbi fór í sína fýrstu meðferð. Árið 1985 hitti Bubbi Brynju Gunnarsdóttur. Brynja starfaði þá sem þjónn á Hótel Borg þang- að sem Bubbi vandi komur sínar í kaffi. Hann hreifst strax af þessum fallega þjóni sem sveif um gólf Hót- els Borgar og var augnayndi gesta til jafiis við gamlar innréttingar staðarins. Síðar lýsti Brynja því að einn af fastagestunum á Borginni, Guðmundur heitinn jaki, hefði varað hana við Bubba eða í það minnsta að stíga varlega til jarðar ef hann á annað borð væri að stíga í vænginn við hana. Guðmund- ur vildi vel enda orðspor Bubba á þeim tíma samofið gömlu sukki hans sjálfs sem þó var fýrir löngu á enda. Brynja lét hjartað ráða og úr varð eitt þekktasta hjónaband síðari ára hér á landi og jafnvel þótt víðar væri leitað. Bubbi hafði fundið hamingjuna og var upptek- inn af því eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Skilnaður skekur landann Næstu árin lýstu textar Bubba ást hans á eiginkonunni og því komu fréttir um skilnað þeirra eins og þruma úr heiðskýru lofti. Vissulega höfðu kjaftasögur geng- ið manna í millum en sögurnar höfðu alltaf fylgt Bubba. I viðtali við DV þann 27.11.2004 staðfesti Brynja skilnaðinn. „Eg get staðfest að við Bubbi erum skilin. Það gerðist nú ný- lega. Við erum búin að vera sam- an í 19 ár og eigum þrjú börn en nú er þetta búið," sagði Brynja en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Hjónaband Bubba og Brynju var frá fyrstu tíð sveipað dýrð- arljóma hamingjunnar og hafði Bubbi sjálfur lagt sitt af mörkum til að festa þá ímynd í sessi. í þeim efnum hefur Brynja þó að mestu haldið sig til hlés. Bubbi hefur gert heilu plöturnar um Brynju og ort til hennar ástarljóð sem eru með þeim fegurri í seinni tíð. Um tíma kom Bubbi vart fram á tónleikum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.