Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Side 50
62 FÖSTUDAGUR 2. JÚNl2006
Helgin PV
„Þar vinnast litlir og stórir sigrar á hverjum degi sem að mínu mati
eru svo miklu mikilvægari en sigrar á verðbréfamarkaðnum... Það
ræður sig enginn sem starfsmann á geðdeild í von um að verða ríkur.
Þar ráða hugsjónir og manngæska frekar ferðinni...“ Þessi orð mátti
lesa í athyglisverðri grein eftir Hönnu Ruth Ólafsdóttur í Morgun-
blaðinu í vetur; grein sem bar yfirskriftina „Heyr kjarasmiður“.
Ung og ákveöin Bera meiri virðingu
fyrir heiöarlegum öryrkjum en
spilltum pólitlkusum og forstjórum.
iBif 1
jSm f' 11
Það er haust í höfuðborginni. Samt er vor samkvæmt dagatalinu.
Veðrið gerir það sem því sýnist og lætur ekki stjórnast af því sem
almenningi finnst. Það hvín í gluggum þótt júní sé að heilsa. Það
hvín ekki beinlínis í viðmælendum mínum, en þau hafa ákveðn-
ar skoðanir á þjóðfélaginu og er nákvæmlega sama þótt þær stríði
gegn almenningsáliti. Þau eru orðin langþreytt á neikvæðri um-
ræðu um „ófaglært starfsfólk á sjúkrahúsum".
„Ófaglærðir eru ekki að fara að
fjölmenna í litlar leiguíbúðir eins og
Einar Oddur Kristjánsson lagði til í
Kastljósi í vetur," segja þau brosandi.
„Við erum orðin langþreytt á nei-
kvæðri umræðu í okkar garð."
Þau eru Hanna Ruth Ólafsdóttir,
27 ára, sem stefnir á hjúkrunarfrœði
og Vésteinn Valgarðsson, 25 ára,
» sem hyggur á MA-nám í sagnfrœði
í haust. Þau hafa valið sér að starfa
með geðfötluðum á langlegudeild á
Kleppsspítala:
„Einu deildir sjúkrahúsanna sem
ráða ófaglærða eru geðdeildir og
öldunardeiidir," segja þau til útskýr-
ingar. „Það er vegna þess að það er
erfitt að manna þessar deildir. 1 raun
vinnum við sömu verk og sjúkralið-
ar; skiptum á sárum, aðstoðum við
að baða og sjá um almennt hreinlæti,
skömmtum mat, förum í gönguferðir
og á kaffihús - reynum að gera fólki
lífið léttbærara. Við erum nánasti
tengiliður þeirra við samfélagið."
Sorglegur hugsunarháttur
Samfélag sem þau eru ekki stolt
að vera hluti af. Samfélagþar sem þú
ert „öðruvlsi" efþúfellur ekki ífyrir-
fram ákveðið mót:
„Hér á Islandi er ætlast til að all-
ir séu í sama mótinu," segir Hanna
Ruth. „Við eigum að fara í grunn-
skóla, menntaskóla og háskóla, vera
með BA-gráðu um 25 ára aldur, eiga
' jeppa, stofna fjölskyldu og eiga ein-
býlishús og hund. Ef þú fellur ekki
,nn í þetta mynstur er litið niður á
þig. Þá ertu ekki fullgildurþjóðfélags-
þegn í augum „hinna". Þessi hugsun-
arháttur er svo sorglegur. Við erum
jafn misjöfn og við erum mörg."
Vésteinn tekur undir þetta og bœt-
_ ir við: „Það er talað um mikilvægi
nýs hátæknisjúkrahúss. Við erum
með hátæknisjúkrahús, það er fjár-
svelt, og ég veit ekki hvað við höfum
að gera við annað fjársvelt hátækni-
sjúkrahús. Skórinn kreppir ekki að
hvað varðar hátækni. Vandamál-
in eru á gólfinu. Þau felast í fjölda
sjúkrarúma og rými fyrir aldraða og
geðsjúka."
Heimurinn sem þau hafa valið sér
að starfa í er allt annaren heimurinn
sem flestir þekkja. Þau starfa á lang-
legudeild, þar sem sumir sjúkling-
anna hafa dvalið áratugum saman:
„Flestir sjúklinganna eru á miðj-
um aldri, eða frá hálffertugu og upp-
úr. Mörg þeirra eiga ekkert endi-
lega heima á þessari deiid, en önnur
úrræði eru ekki í boði. Það er svo
mikið úrræðaleysi í gangi að fólk
er hjá okkur í einhvern tíma með-
an það bíður eftir plássi á elliheim-
ili eða sambýli. Þegar við byrjuðum
að vinna þarna fyrir nokkrum árum
hafði sama fólkið verið á deildinni
í tugi ára. Ástandið er að skána að-
eins þar sem elliheimilin eru loksins
reiðubúin að taka á móti þessu fólki
á gamals aldri. Því verður að segjast
að það hafa orðið miklar framfarir á
okkar deild á síðustu árum."
Fordómar starfsfólks
heilbrigðisstofnana
Ogfordómar að hverfa?
„Tja, fordómarnir fara sem bet-
ur fer minnkandi, en þeir eru ennþá
við lýði. Við finnum fýrir fordómum
gagnvart geðsjúkdómum ogþað ekki
bara frá fáfróðum almenningi, held-
ur líka innan heilbrigðiskerfisins."
Sem lýsirsér hvernig?
„Ég get nefnt sem dæmi að ein-
hverju sinni fór ég með fólk af deild-
inni út í sólbað, enda finnst mér þau
eiga jafn mikinn rétt á að njóta sól-
ardaganna og aðrir," segir Hanna.
„Við reynum að láta líf þeirra verða
eins eðlilegt og gott og unnt er. Sjálf-
um finnst okkur sjálfsagt að fara út
og njóta sólarinnar þegar hún er, en
það er ekki sjálfsagt fýrir sjúkling-
ana. Við starfsfólkið þurfum að eiga
frumkvæði að því. Eg sat með þau
fyrir framan Kleppsspítala þegar
starfsmaður kom til mín og bað mig
að vera bak við húsið, því þau gætu
fælt frá fólk sem væri að koma í við-
töl inn á Klepp! Það fólk gæti hald-
ið að það myndi enda eins... Þess
má geta að umrætt fólk er merkt af
sínum sjúkdómi og aukaverkunum
gamalla geðlyfja."
„Slíkar fullyrðingar eru fáfræði
og fordómar og sárt að þær skuli
koma frá starfsfólki sjúkrahússins,"
segir Vésteinn. „Það er með trega
sem ég horfi upp á hvernig fordóm-
ar gagnvart geðsjúklingum viðgang-
ast innan heilbrigðiskerfisins. Þeir
eiga erfitt uppdráttar og þeir fá ekki
eins skjóta og góða þjónustu og aðr-
ir sjúklingar. Maður hefur séð hvern-
ig aðrar deildir taka á móti geðveiku
fólki þegar eitthvað amar að því lík-
amlega. Starfsfólk almennu deifd-
anna setur sig stundum í annan gír
eins og það sé að taka á móti hættu-
legri manneskju eða vanvita. Það er
ekki komið eins fram við geðsjúk-
linga og aðra."
Skyrdós og samloka í stað
svefnlyfja
Starfsfólk deildarinnar gerir sér
grein fyrir einangrun heimsins innan
hennar. Þess vegna gera þau allt sem
hœgt er til að lífga upp á lífið:
„Það var kona sem hafði verið
farlama árum saman en af einhverj-
um ástæðum aldrei fengið hjóla-
stól. Einhverju sinni fórum við með
hana í hálfgerðum hægindastól á
hjólum út í Ikea," segir Hanna Ruth
brosandi. „Þetta var mikil lífsreynsla
fýrir okkur - og hvað þá hana; að sjá
heiminn allt í einu allt öðruvísi en
þegar hún hafði síðast farið út. Sum-
ir horfðu á okkur eins og við værum
einhver viðundur, en aðrir brostu
hlýlega. Mér finnst við hafa mikið að
segja með það hvort fólkið fer út úr
húsinu eða ekki. Læknarnir eru að
sinna öðru, eins og lyfjagjöfunum."
Starf Vésteins er ekki síður mikil-
vœgt en Hönnu. Hann er nœturvörð-
ur á deildinni og hans hlutverk er að
sjá um að þar ríki ró:
„Mitt starf felst aðallega í að fólkið
geti sofið rólega," segir hann. „Það fer
eftir-atvikum hvernig það gengur og
lyfin eru ekki alltaf lausnin. Stund-
um hefur fólk þörf fyrir að spjalla,
stundum er það svangt. Það er metið
í samráði við hjúkrunarfræðing hvað
gera skal. Þykk samloka eða skyrdós
gerir í mörgum tilvikum svipað gagn
og svefntafla."
„Já, það er ekkert neyðarástand
þótt fólk geti ekki sofið," bendir
Hanna Ruth á. „Það gerist á bestu
bæjum."
Bæði höfðu kynnst fólki með geð-
sjúkdóma áður en þau hófu störf á
Kleppi enda benda þau á að einhvers
konar geðræn vandamál komi fram
í einhverri mynd hjá einum afhverj-
umfjórum:
„Ég var spennt fyrir að læra hjúkr-
un og ákvað að prófa þetta sem sum-
arstarf," segir Hanna. „Ég kunni strax
mjög vel við mig og ákvað að vinna
með skóla. Hjúkrunardraumurinn
er þó síður en svo dáinn og ég gæti
jafnvel hugsað mér að starfa við geð-
hjúkrun."
Vésteinn var nýbyrjaður í námi
í sagnfræði þegar honum var bent
á að geðdeild Landspítalans væri
áhugaverður vinnustaður:
„Ég var fyrst að hugsa um að
sækja um vinnu á elli- og hjúkrunar-
heimili, en þegar mér var bent á geð-
deildina álcvað ég að sækja um þar.
Síðan hef ég verið á Kleppi."
Kleppur í dulúð fordóma
Talandi um Klepp. Orð sem hefur
mismunandi skilgreiningu í hugum
fólks og miklir fordómar ríktu gegn:
„Ég hafði heyrt alls konar ruglsög-
ur um Klepp, og orðið „Kleppari" var,
og er jafnvel enn, notað í neikvæðri
merkingu..."
„Ég vissi svo sem ekkert um Klepp
fyrr en ég kom þangað til að vinna,"
segir Vésteinn. „í mínum huga var
þetta fjarlægur, allt að því fjarstæðu-
kenndur staður, sveipaður dulúð
fordóma."
Hvernig upplifið þið neikvœða
ímynd nafnsins núna þegar þetta er
vinnustaðurinn ykkar, staður sem
ykkur þykir vænt um?
„í rauninni vorkenni ég fólki fyrir
fáfræðina," segir Vésteinn. „Það eru
svo margir sem hvorfd vita neitt um
Klepp né geðsjúkdóma. Því fólki er
vorkunn - og reyndar um leið sam-
félaginu."
Hanna segir að sér finnist einna
erfiðast þegar hún finnur andúð frá
fólki þegar hún segir hvar hún vinn-
ur:
„Sumum finnst ekki nógu fi'nt
að vinna á Kleppi! Ég hitti gamlan
kennara minn úr grunnskóla um
daginn og sagði henni hvar ég væri
að vinna. Hún sagði, næstum því af-
sakandi: „Já, Hanna mín, eins og svo
margir aðrir meðan þeir vita eldd
hvað þeir vilja gera." Eg sagði henni
að ég væri mjög ánægð þar í vinn-
unni og gæti allt eins hugsað mér að
vera þar áfram."
En fordómarnir eru ekki síðri
meðal aðstandenda sjúklinganna:
„Sumir á langlegudeildinni hafa
misst öll tengsl við ættingja sína, en
aðrir eiga ættingja sem sinna þeim
óskaplega vel. Það er leiðinlegt að
heyra í fólki sem finnst skömm að
því að einhver úr fjölskyldunni dvelji
á Kleppi. Ein stórkostieg kona sem
dvaldi hjá okkur fékk pláss á hjúkr-
unarheimili og ég ætla bara ekki að
lýsa léttinum sem systir hennar upp-
lifði. Hún hreinlega grét af gleði yfir
því að þurfa ekki að segja að systir
hennar væri á Kleppi. Konan er enn-
þá sama manneskjan og alveg jafn
veik. Eini munurinn er að hún er
ekJd á Kleppi!"
Enginn mætir með milljónir
Hafa þau skoðun á því hvort og
hvernig er mögulegt að útrýma for-
dómum ígarð geðsjúkra?
„Það þarf að halda áfram að opna
umræðuna. Geöhjálp hefurlyft grett-
istaki á undanförnum árum og von-
andi að það góða starf blómstri enn