Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2006, Page 51
PV Helgin FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ2006 63 frekar. Geðsjúkir eru olnbogabörn þjóðfélagsins; óhreinu börnin henn- ar Evu. Fáfræði fylgja fordómar og með aukinni fræðslu hef ég trú á að ástandið geti lagast á næsm árum,“ segir Vésteinn. „Geðsjúkir hafa of fáa málsvara og við þurfum að bíða lengi eftir að einhver gangi þarna inn með milljónir til að gefa í þetta málefni." Hanna samsinnir þessu og bœt- ir við: „Ef þú hefur fengið þá greiningu að þú sért með geðsjúkdóm, þá ertu ekki verri manneskja en aðrir. Þú getur haft upp á svo margt annað að bjóða með því að vera þú sjálfur." Ungtfólk eins og þið eruð líka að gera gagn og vinna gegn fordómum. Þið eruð að ryðja brautina fyrir kom- andi kynslóðir... „Já, vonandi erum við að því. Það er svo mikill misskilningur í kringum þetta starf. Fólk flokkar allt ófaglært starfsfólk sem hálfmisheppnaða ein- staklinga, en raunin er sú að það er ótrúlega mikið af kláru, metnaðar- fullu og duglegu fólki í þessu starfi, hvort sem það er til langframa eða í styttri tíma." Það sem Vésteinifinnsteinna mest ógnvekjandi er stéttaskiptingin innan heilbrigðisgeirans: „Mér finnst stéttaskiptingin inn- an heilbrigðiskerfisins vera alvarlegt mál," segir hann. „Þar er stéttaskipt- ing á fleiri en einn hátt. Geðsjúkling- ar og fíklar eru lægra settir en aðrir sjúklingar, sem dæmi krabbameins- sjúkiingar og hjartasjúklingar. Þó eru geðsjúkdómar og fíkn ekkert eðlilsó- líkhverju öðru heilbrigðisvandamáli. Svo er það stéttaskiptingin, hvernig ófaglært starfsfólk í heilbrigðiskerf- inu er meðal lægst launuðu vinn- Þau eru á þrítugs- aldri og hafa starfað á Kleppi í nokkur ár. Þau eru í starfi þar sem þau sjá fólk fast í sitj- andi stellingu, bundið í hjólastól; fólksem fær ekki sjúkraþjálfun. Þau deila á heilbrigðiskerf- ið, félagsmenn stéttar- félaga og pólitíkusa í viðtali við DV. BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ sími 553 3366 - wvw oo.is KeramiK fyrir alla Gæsun Gæsun-Brúðargjöf. Tvær flugur í einu höggi. Málið flott stell og gæsið í leiðinni. Keramik fyrir alla, sími 5S2 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: wwyvMramikis andi manna í landinu. Hjúkrunar- fræðingar eru með miklu hærri laun en við en hafa samt ástæðu til að kvarta." Mikilvægt starf Laun Hönnu Ruthar eftir fimm ára starferu um 130 þúsund krónur á mánuði - innifalið kvöld- og helg- arálag: „í svona lágt launuðu starfi flokk- ast gott sjampó og tannkrem undir munaðarvöru!" segir hún hlæjandi. „Ég næ aldrei endum saman. Ég er í þessu starfi af hugsjón. Ég myndi aldrei vilja skipta á þessu starfi og hundleiðinlegri skrifstofuvinnu." „Já, það er þetta með hugsjón- ina..." segir Vésteinn. „Það eru þó nokkuð margir af þeim sem vinna þarna sem maður hefur á tilfinning- unni að séu þarna af tómri hugsjón. Mér finnst hins vegar ekld í lagi að borga fólki skítalaun fyrir að vinna eitthvað sem höfðar til þeirra." „Mér finnst að það verði að koma fram að þetta er mjög mikilvægt starf," bætir Hanna Ruth við. „Að mínu mati er þetta með mikilvæg- ari störfum sem til eru. Við erum að vinna með veikt, ósjálfbjarga fólk. Áherslurnar í samfélaginu eru svo vitlausar að það hálfa væri nóg. Af hverju eru umönnunarstörf svona lítils metin? Við eigum að fá þau iaun sem við eigum skiiið." Þau geta vissulega tekið auka- vaktir og hafa gert. Til dcemis á bráðadeild geðdeildar - þar sem von er á öllu: „Fílefldur karlmaður í mam'u er til dæmis ekkert lamb að leika sér við," segir Hanna Ruth og bendir á að ófag- lært starfsfólk sé ekki tryggt gegn lík- amsmeiðingum eða óhöppum. „Sum- ir þjást af smitsjúkdómum, eins og lifrarbólgu C og HlV-veirunni. Sumir þeirra eiga tif að bíta og klóra..." Náin og óvenjuleg fjölskylda Vésteinn er hins vegar hcettur að taka að sér aukavaktir af einfaldri ástceðu: „Maður fær hærri útborgun, en er um leið að sýna meðvirkni með kerfinu; léttir af því þrýstingi um að hækka grunnlaunin. Þótt fólk sé að vinna þarna af hálfgerðri hugsjón, þá er varla hægt að ætlast til að það sé í sjálfboðavinnu. Ef við tækjum grunnlaun ófaglærðs starfsmanns á geðdeild og drægjum frá þeirri upp- hæð það sem við fengjum ef við hefð- um enga vinnu - atvinnuleysisbætur - þá sætum við uppi með mjög lága tölu. Hvatinn til að vinna þarna kem- ur frá okkur sjálfum og fólkinu sem við önnumst, ekki frá kerfinu." „Já, þetta er ótrúlega lifandi starf," segir Hanna Ruth, „manneskjulegt og mér finnst ég vera að gera eitt- hvað sem skiptir máli. Ég hef unnið á kaffihúsi og í verslun, en þetta starf er svo miklu innihaldsríkara og fjöl- breyttara. Maður kynnist fólki svo vel, eins og á deildinni okkar. Þau verða eins og náin, en frekar óvenju- leg fjölskylda! Manni stendur ekki á sama." Vésteinn brosir; „Mér finnst þetta vel að orði komist hjá Hönnu: „Manni stendur ekki á sama." Eftir nokkurra mánaða vinnu á stað þar sem hópur fólks býr, þá verður þetta einmitt eins og önnur fjölskylda manns Þau segja að heimurinn þeirra á Kleppi sé sérstakur: „Þar er oklcur vel tekið þegar við mætum til vinnu og við finnum svo vel að fólkið kann að meta okkur. Stórhátíðir geta verið skemmtilegur tími á deildinni, sérstaklega þegar Ótrúlegt tilboð til Mexikó Síðustu sætin 7.júní, 13 nætur á aðeins 99.900 kr. tmmg í boði Ævintýraferð til þriggja landa á slóð Maya indíána í Mexíkó, Blelize og Guatemala. Stórkostleg náttúra og dýralíf. Töfrandi regnskógasvæði. Hverfum aftur í tíma og Heillandi Maya menning, óviðjafnaleg endalaus hvít strönd og kristaltær sjórinn, kóralrif, næturlíf, verslanir, ævintýraferðir og frumskógur. Á Real Playa Del Carmen hótelinu með allt innifalið; ótakmarkaður matur og drykkir, óáfengir og áfengir, öll afþreying, skipulögð skemmtidagskrá og stórsýningar (show) á hverju kvöldi. Nær endalausir möguleikar á skipulögðum ferðum og ýmis konar afþreyingu. Nánari upplýsingar: www.transatlantic.is Trans-Atlantic Sími 588 8900 • www.transatlantic.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.