Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 40
52 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006
Helgin DV
Tvisvar á ári sæmir forseti íslands fólk hinni íslensku fálkaorðu, á nýársdag og 17. júní. Oft hafa
heyrst óánægjuraddir almennings vegna þeirra sem fá orðuna fyrir störf sín og fólk telur að orðu skuli
aðeins veita fyrir starf af hugsjón en ekki launað starf. En hvaðan kemur þessi orðuveiting?
Ertu orðulaus?
„Sögu fálkaorðunnar má rekja 85 ár aftur í tímann, þegar Krist-
ján konungur tíundi og Alexandrine drottning heimsóttu Island.
Þá var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálka-
orðu, undirritað í Reykjavík 3. júlí 1921. Er fálkamynd einkenn-
ismerki orðunnar eins og nafn hennar bendir til.
í konungsbréflnu segir meðal
annars svo: „Oss hefur þótt rétt, til
þess að geta veitt þeim mönnum
og konum, innlendum og útlend-
um, sem skarað hafa fram úr öðr-
um í því að efla heiður og hag fóst-
urjarðarinnar að einhverju leyti,
opinbera viðurkenningu, að stofna
íslenska orðu, sem Vér viljum að sé
nefnd „íslenski fálkinn".
Konungur íslands var fyrsti
stórmeistari fálkaorðunnar.
Hina upprunalegu orðu teikn-
aði Hans Christian Tegner, pró-
fessor við Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn, í samvinnu við Jón
Hjaltalín Sveinbjörnsson konungs-
ritara og Poul Bredo Grandjean
skjaldamerkjafræðing. Frumteikn-
ingar þeirra eru í vörslu forseta-
embættisins.
í konungsbréfmu voru settar
fram hinar fyrstu reglur um fálka-
orðuna. Jón Hjaltalín Sveinbjörns-
son konungsritari samdi frum-
drögin en Jón Magnússon forsæt-
isráðherra lagði margt til þeirra í
endanlegri gerð. Reglurnar byggja
að mestu á norskum og dönskum
fyrirmyndum en þó var þar að
finna nýmæli: þannig var fálkaorð-
an frábrugðin dannebrogsorðunni
dönsku að hana mátti veita kon-
um.
Já, það má veita konum Fálka-
orðuna og það hefur verið gert.
Segja tölurnar 25 á móti 12 ykkur
eitthvað? En 29 á móti 11? Þetta
eru hlutföll milli karla og kvenna
sem voru sæmd fálkaorðunni árin
2000 og 2001.
Lítum á orðuveitingar til
kvenna síðustu árin í ljósi þess við
hvað þær störfuðu:
Árið 2000 voru tólf konur sæmd-
ar fálkaorðunni og riddarakrossi.
Tvær þeirra fyrir störf í þágu mann-
úðarmála, aðrar fyrir fræðslu í þágu
ferðamála, ein fyrir að vinna að
kvikmyndagerð, önnur fyrir að
starfa að jafnréttismálum og ein
fyrir að vinna í þágu menningar og
lista. Þá var formaður sólcnarnefnd-
ar í kirkju sæmd orðu, einn kven-
prestur fyrir störf í þágu kristni og
kirkju, ein fékk riddarakross fyrir
kristilegt starf, ein fyrir tónlistar-
starf og svo fékk Sólveig Pétursdótt-
ir kirkjumálaráðherra stórriddara-
kross fyrir störf í opinbera þágu.
Tólfta konan var Vilborg Dagbjarts-
dóttir, kennari og rithöfundur fyrir
ffæðslu og ritstörf.
Ef þessi óánægja um að það sé
verið að „orða“ konur á fullum
launum, en ekki þær sem starfa af
hugsjón, þá eru þær því miður ekki
margar á listanum sem fengu orð-
una á síðustu fimm árum af þeirri
ástæðu. Spyrja má: Af hverju á að
heiðra læJcni í fullu starfi, ráðherra,
rektor, leikkonu eða skólastjóra,
sem voru að sinna sínu starfi á full-
um launum?
Mörgum finnst eðlilegra að fólk
sem hefur gefið af tíma sínum og
orku við að sinna mannúðarmál-
um sé sæmt slíkri orðu. Þar má
nefna Auði Guðjónsdóttur, sem
ótrauð hélt áfram starfi sínu í þágu
mænuskaddaðra þrátt fyrir mikinn
mótbyr, Unni Jónasdóttur, fyrrver-
andi formann Mæðrastyrksnefnd-
ar, Maríu Th. Jónsdóttur, formann
félags AJzheimersjúklinga og Drífu
Kristjánsdóttur á Torfastöðum
sem sinnt hefur velferðarmálum
unglinga og gert þá að góðum og
gegnum þjóðfélagsþegnum.
Hversu margar konur skyldu
verða tilnefndar ef við byggjum til
lista yfir þær hvunndagshetjur sem
ættu skilið að fá fálkaorðuna? Þeir
sem hafa hlotið hana, hafa nefni-
lega allir fengið tilnefningar og það
þarf ekki tilskilinn fjölda einstak-
linga til að bera upp nafn þess sem
ætti skilið að fá orðu. Eins og segir
í reglunum:
„öllum er frjálst að tilnefna ein-
staklinga sem þeir telja verðuga
orðuþega. Sérstök nefnd, orðu-
nefnd, fjallar um tilnefningar til
orðunnar og gerir tillögur til for-
seta um hverja skuli sæma henni.
Nánari upplýsingar um starfsemi
orðunefndar veitir orðuritari og
hann veitir einnig viðtöku tillögum
um orðuveitingar. Orðuritari er nú
ávallt starfandi forsetaritari.Tillög-
ur með tilnefningum verða að ber-
ast með formlegum hætti, skrifleg-
ar og undirritaðar. Þar skal rekja
æviatriði þess sem tilnefndur er og
greina frá því starfi eða framlagi til
samfélagsins sem talið er að sé
þess eðlis að heiðra beri viðkom-
andi fyrir það með fálkaorðunni.
Fleiri en einn geta undirritað til-
nefningarbréf en aðalreglan er að
Viö hátíðlega athöfn á Bessastöð-
um 17. júní sæmdi forseti islands
ellefu islendinga heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:
Anh-Dao Tran, kennslufræöingur og
verkefnisstjóri, Kópavogi. Riddarakross
fyrirstörfiþágu nýrra Islendinga og ís-
lensks fjölmenningarsamfélags.
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta,
Reykjavlk. Riddarakross fyrirstörfaö vel-
ferö og réttindum kvenna.
Gunnar Kvaran, prófessor og sellóleikari,
Seltjarnarnesi. Riddarakross fyrir fram-
lag til Islenskrar tónlistar.
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur,
Reykjavlk. Riddarakross fyrirstörfl þágu
kirkju og samfélags.
Jóhannes Bergsveinsson, fyrrverandi yf-
irlæknir, Reykjavlk. Riddarakross fyrir
störfíþágu áfengis- og vimuefnasjúk-
linga.
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörö-
ur, Reykjavik. Riddarakross fyrirstörfað
vörslu og kynningu íslenskra þjóðminja.
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og
framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar,
Hafnarfirði. Riddarakross fyrirfrum-
kvæði I menntamálum.
Ólafur Ragnarsson, útgefandi, Reykja-
vlk, riddarakross, fyrir framlag til Is-
lenskrar bókaútgáfu
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir,
Reykjavik. Riddarakross fyrir störfl þágu
dýralækninga og sjúkdómavarna.
Vilhjálmur Einarsson, ólympíumethafi
og fyrrverandi skólameistari, Egitsstöö-
um. Riddarakross fyrir framlag I þágu
iþrótta og uppeldis.
Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Reykja-
vi. Riddarakross, fyrir störfí þágu menn-
ingar og leiklista.
undirskrift eins nægir. Orðunefnd
berast á hverju ári um 80-100 til-
nefningar. Við andlát þess er fálka-
orðuna hefur hlotið ber erfingjum
hans að skila orðuritara orðunni
aftur."
Tilnefningar sendast orðu-
nefnd:
Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík
Langar þig að jafna hlutfallið
milli karla og kvenna sem fá
orðu/riddarakross; láta það breyt-
ast á næstu fimm árum úr því að
vera 136 orða til karlmanna á móti
64 til lcvenna - þótt ekld væri nema
að fá algjörlega jafnt hlutfall
þannig að af 200 orðuveitingum
fari 100 til kvenna og 100 til karla?
Sendu okkur tilnefningar yfir þær
konur sem þér finnst verðskulda
að fá Fálkaorðuna! falki@dv.is