Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006
Fréttir DV
Sandkorn
Jakob Bjarnar Grétarsson
• í nýrri Gallupkönnun, þar sem
mældur er lestur prentmiðla, er skýrt
tekið fram að Séö og
heyrt hafi fýlgt með
Morgunblaðinu i frí-
dreifingu þegar mæl-
ing fór fram. Með öðr-
um orðum: Ekkert er
að marka mælingar á
lestri Séðs og heyrðs
að þessu sinni. Engu
að síður gerir blaðið Blaðið sér mat
úr því að lestur á Séðs og heyrðs hafi
aukist um heil 55 prósent og skilur
ekkert í því að ritstjóri sem skiiar slíkri
aukningu, Bjami Brynjólfsson, hafi
verið látinn fara. Velta menn því nú
fýrir sér hvaða hag Blaðið hefur af því
að hampa Bjama á fölskum forsend-
• Reyndar þykir Mikael Torfasyni
aðalritstjóra Fróða það einnig henta
að horfa fram hjá þessari augljósu
staðreynd og virðist
nú hafa tekið þá ein-
dregnu afstöðu að fólk
sé fífl. Hann birtir nú
víða heilsíðuauglýs-
ingu með fýrirsögninni
„íslendingar kunna
ekki að meta eftirlík-
ingar" þar sem segir
að lestur Séðs og heyrðs sé helmingi
meiri en eftirlíkingarinnar Hér&nú.
Er það fróðlegt í ljósi þess að Mika-
el sjálfur er aðal hugmyndafræðing-
urinn á bak við Hér&nú, barðist fyrir
því, stofhaði blaðið og teiknaði...
• Blaðamannafélag íslands hélt
Pressukvöld í vikunni og var yfirskrift-
in: „Mega blaðamenn hafa skoðanir?"
Yfirskriftin ein og sér er líklega ávísun
á vitleysu — meira vit væri í: „Er hægt
að koma í veg fýrir að
blaðamenn hafi skoð-
anir?" í það minnsta
gerir blaðamaðurinn
Páll Ásgeir Ásgeirs-
son sér mat úr fúndin-
um í grein á síðu sinni
og verður ekki betur
séð en hann geri grín að öllu saman.
Segir hann til dæmis tvo framsögu-
manna hafa frætt fundarmenn ítar-
lega um atvinnuferil sinn og upplif-
un af honum án þess að það kæmi
beinlínis málinu við. Framsögumenn
voru Birgir Guðmundsson, G.Pétur
Matthíasson, Guðrún Helga Sigurð-
ardóttir og Þór Jónsson...
• Svavar HaUdórsson á NFS kvaddi
sér hljóðs á Pressukvöldi og varpaði
ffarn þeirri spumingu hvort ekki væri
rétt að hafa félagsfundi
lokaða. Menn litu í
kringumsigog sáu
ekki betur en Mörður
Ámason alþingismað-
ur væri sá sem Svavar
beindi spjótum sínum
að með hugleiðing-
um sínum um iokaða
• Nýjasta stjaman í blaðamannastétt
var mætt á Pressukvöldið — ungkrat-
inn Andrés Jónsson sem heldur úti
vefridnu Orðið á götunni. Glöggir
Netverjar komu auga
á að þetta sama kvöld
hafði verið sett upp
fyrirsögnin „Starfsfé-
lagar Jóhanns Hauks-
sonar ræða uppsögn
hans" á vefritið en
ekkert varð úr að frétt
fýlgdi. Er nú talið að
Andrés hafi þama orðið fórnarlamb
sjálfsritskoðunnar sem (x) G. Pétur
Matthíasson gerði reyndar að um-
ræðuefni á Pressukvöldinu. G. Pét-
ur upplýsti að hann læsi helst aldrei
síðu Bjöms Bjamasonar dómsmála-
ráðherra svo hann hefði ekki áhrif á
fréttamennsku sína...
fundi...
Lögmannsstofan Logos hefur skotið ágreiningi sínum við Samkeppniseftirlitið til Hér-
aðsdóms. Logos vill að gögn frá stofunni, sem hald var lagt á í húsleit Samkeppniseftir-
litsins í höfuðstöðvum VISA ísland í siðustu viku, verði ekki notuð. Gunnar Sturluson
hjá Logos segir að um trúnaðarupplýsingar sé að ræða.
Húsleit hjá VISA
Halldór Guðbjarnarson, frai
hérsvara blaðamönnum ef
hafði gert húsleit I höfuðstö
sfðustu viku.
óri VISA, sést
opniseftirlitið
’.kisins I
H‘ÍiÉfíkims
'á milSs lögi
fítæðings:
Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit í höfuðstöðvum VISA í
síðustu viku vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Starfs-
menn þess höfðu á brott með sér aragrúa af skjölum og meðal
þeirra voru greinargerðir og álit sem lögmannsstofan Logos hafði
unnið fyrir VISA. Lögmannsstofan hefur nú farið fram á að Sam-
keppniseftirlitið fái ekki að nota gögn frá stofunni við rannsókn á
meintu broti VISA á samkeppnislögum og hefur skotið málinu til
Héraðsdóms.
„Við teljum að ráðgjöf lögmanns
við skjólstæðing
njóti trúnað-
ar samkvæmt
>v, lögmanna-
lögum, siða-
reglum lög-
manna og
lögum um
meðferð
opinberra
mála og því
telj-
H
| Páll Gunnar Pálsson
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill
ekkert segja fyrr en dómur I málinu
| gegn Logos hefur verið kveðinn upp.
DV-mynd Páll Bergmann I
um við að Samkeppniseftirlitinu sé
óheimilt að leggja hald á gögn sem
innihalda trúnaðarupplýsingar af
þessu tagi. Það er hluti af grundvall-
arréttindum í réttarríkinu að það ríki
trúnaðar á milli lögmanns og skjól-
stæðings. Við teljum að Samkeppnis-
eftirlitinu beri að virða þann trúnað,"
sagði Gunnar Sturluson, hæstarétt-
arlögmaður hjá Logos, aðspurður
um ástæður þess að stofan viU neita
Samkeppniseftirlitinu að nota gögn-
in við rannsókn málsins hjá VISA.
Málið brennur á Gunnari
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Gunnar tjáir sig um húsleit-
ir Samkeppniseftirlitsins. Á
fúndi Verslunarráðs íslands
í september 2002 sagðist
Gunnar telja afar brýnt
að settar yrðu regl-
ur um fram-
kvæmd húsleitar samkeppnisyfir-
valda líkt og raunin væri hjá embætti
skattrannsóknarstjóra sem hann
sagði til fyrirmyndar. Gunnar gekk
reyndar svo langt að hann taldi að
Samkeppniseftirlitið ætti sjálft að
hlutast til um að slíkar reglur yrðu
settar. Gunnari hefur ekki orðið að
ósk sinni því ekki er minnst einu orði
á húsleit í samkeppnislögum frá ár-
inu 2005.
Geymum okkar rökstuðning
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, sagði í sam-
tali við DV að málið yrði að hafa sinn
vanagang. „Við óskuðum eftir hús-
leitarheimild í höfuðstöðvum VISA
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og feng-
um þá heimild. Við framkvæmdum
hana og hún var fýrirvaralaus um
þau gögn sem við kynnum að finna
þar. Logos hefur beint kröfu til Hér-
aðsdóms og þar verður hún útkljáð.
Við teljum það ekki skynsamlegt að
flytja málið annars staðar en þar.
Lögmaður flytur málið fyrir oMcur
þar og við geymum frekari rökstuðn-
ing þangað til í þeim málflutningi,"
sagði Páll Gunnar.
Dómur fellur fljótt
Samkvæmt lögum um meðferð
Gunnar Sturluson Lögmaður á Logos sem
segir trúnað á milli lögmanna og skjólstæð-
inga vera grundvallaratriði I réttarrlkinu.
opinberra mála er Logos heimilt að
skjóta ágreiningi stofunnar við Sam-
keppniseftirlitið til Héraðsdóms.
Málið verður flutt í dag og er búist
við því að dómur falli fljótt. Aldrei
áður hefur reynt á slíka kröfu fyrir
dómi og því er málið fordæmisgef-
andi. oskar@dv.is
Agnar Þórarinsson dæmdur í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Agnar Þórarinsson, öryrki á fimm-
tugsaldri var á dögunum dæmdur
til tveggja ára óskilorðsbundinnar
fangelsisvistar fýrir að hafa flutt inn
ríflega kíló af amfetamíni ásamt tæp-
urm þremur og hálfu kílói af hassi.
Efnin flutti hann inn í drifskafti Ford
Econline-bifreiðar í desember síð-
astliðnum. „Ég veit ekki hvað myndi
bíða mín þegar ég kæmi úr fang-
elsi og óttast hefndaraðgerðir," sagði
Agnar við aðalmeðferð málsins að-
spurður um hver íraki, sem hann
sagðist flytja efnin fyrir, væri.
Agnar sagðist hafa hitt írakann á
kaffihúsi í hippakommúnunni Thyl-
eren, sem er eins konar útibú hinn-
ar sálugu Kristjamu, staðsett á Jót-
landi í Danmörku. Með þeim hafi
tekist samningar. Skömmu síðar
hafi hann látið hann fá drifskaftið af
bílnum. frakinn hafi verið með drif-
skaftíð í nokkra daga og afhent Agn-
ari það fullt af dópi. Eftir afhend-
ingu drifskaftsins sendi Agnar félaga
sinn með bílinn til fslands og kom
hann um miðjan desember til lands-
ins. Nokkrir aðilar voru handteknir í
upphafi en Agnar sá eini sem ákærð-
ur var.
Héraðsdómarinn Ásgeir Friðriks-
son skeytti engu um framburð Agn-
ars og dæmdi hann til tveggja ára
fangelsisvistar. Saeði hann í dóms-
Drifskaft
Agnar var dæmdur fyrir aö flytja efnin inn I
drifskafti Ford Econoline bifreiðar.
orðum að ekkert
værikomiðfram
í máliu sem
styddiframburð
Agnars: „Þvert
á móti er ýmis-
legt í hans fram-
burði sem ekki
er trúverðugt."
Verjandi Agnars
Jón Einar Jak-
obsson,
sagðií
samtali við DV í gær að ekki hefði
verið tekin ákvörðun um hvort
dómnum yrði áfrýjað. Kolbrún
Sævarsdóttir flutti málið fýrir
hönd ákæruvaldsins.
gudmundur@dv.is
Ótrúverðugur
Dómara þótti Agnar ótrúverðugur I
framburði og dæmdi hann I
tveggja ára
fangelsi.