Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 1 7 Eitraður Beckham Greenpeace hef- ur prófað rakspír- ann Instínct sem David Beckham hefur lagt nafit sitt við. I ljós kemur að rakspírinn inni- heldur eitruð efni, þar á meðal DEHP, sem grunur leikur á að dragi úr sæðisframleiðslu hjá karl- mönnum. Instínct kom á markaðinn í fyrra og í sölu- herferðinni segir Beckham meðal annars: „rakspírinn hefur uppvekjandi, erótíska, glamúrlega og stílörugga fykt sem gefi viðkomandi innri styrk." Fótboltastjarn- an gleymdi bara að nefna að rakspírinn er einnig eitraður. Herinn í stríð viðfroska Ríkisstjórií Vestur-Ástral- íu hefur beðið herinn í landinu um aðstoð við að hefta froskaplágu sem herjar þar um slóðir. Um er að ræða eitraða froska af teg- undinni Bufo Marinus. Þeir voru upphaflega fluttir inn tíl Queensland á millistríðs- árunum á síðustu öld til að berjast við bjölluplágu sem var að leggja sykurreyrakra í auðn. En nú er vöxtur og viðgangur þeirra algerlega kominn úr böndunum og allar tilraunir tíl að hemja þessa plágu hafa mistekist. Hús Hróa hattarfundið Fomleifafræðingar segja að þeir hafi fundið hús Hróa hattar í Sheffield. Þessi þekktasti útlagi sögunnar hefur ávallt verið talinn vera írá Nottingham en nú er tahð að hann hafi kom- ið íf á Bolsterstone í Yorks- hire. Fornleifafræðingar eru nú að grafa upp kastala frá 11. öld í þorpinu þar sem Waltheof jarlinn af Hunt- ington bjó. Talið er að sag- an um Hróa hött sé byggð á æfi sonar Waltheofs, Robert Fitzwalter, en báðir voru ákafir andstæðingar irmrás- ar Normanna í landið. Stefnir á núll í prófunum Stúdent í Tyrklandi von- ast til að komast í metabæk- ur eftir að hann svaraði öll- um spurningum vitlaust á inntökuprófi í háskóla. Sefa Boyar, frá Ankara, svaraði öllum 180 spurningunum vitlaust með vilja því hann vildi mótmæla inntöku- prófinu. Flókin inntökupróf þykja alger pína fyrir stúd- enta í Tyrklandi. Samt und- irbjó Sefa sig vandlega fyrir prófið því hann segist hafa þurft að vita réttu svörin við spurningunum tíl að geta svarað þeim rangt. Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa vaxandi áhyggjur af eyðnismiti meðal danskra ferða- manna sem sækja á framandi slóðir. Á stöðum eins og Indlandi, Sri Lanka, Suður-Afríku, Víetnam, Dóminíska lýðveldinu og Jamaíku fer eyðnismituðum nú fjölgandi samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um málið. Og ekki hefur dregið að ráði úr eyðnismiti í löndum eins og Taílandi undanfarin ár þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda í þá átt. Taíland Fallegar strendur og veðurbllða lokka marga á framandi slóðir. Helmingur gagnkynhneigðra Dana sem árlega smitast af eyðni fær sjúkdóminn í ferðum til ffamandi landa. Um karlmenn er að ræða í flestum tilvikum. Og ástæða smitsins er oftast kynlíf án smokks. Jan Fouchard, yfirlæknir á Forvarnastofnun heilbrigðis- ráðuneytisins í Danmörku, segir að aukning í ferðum á þessa staði muni hafa aukningu á eyðnismiti í för með sér. Á síðustu fimm árum hefur ekki dregið úr fjölda eyðnismita með- al danskra ferðamanna sem fá sjúk- dóminn í ferðum erlendis. Og nú þegar áhuginn á ferðum til framandi staða á borð við Indland, Sri Lanka, Víetnam og Jamaíku, hefur stórauk- ist hvetur Jan Fouchard yfirlæknir landa sína tíl að muna eftir að taka smokka með sér í ferðalagið og ekki tapa áttum þegar þeir fá freistandi tilboð um kynlíf hjá staðarbúum. Eykst um fjórðung f umfjöllun Ekstra Bladet um málið í vikunni kom meðal annars fram að samkvæmt upplýsingum frá Star Tour, einni stærstu ferða- skrifstofunni, munu 25% fleiri Dan- ir en áður ferðast tíl framandi landa næsta vetur. Þá er átt við lönd á borð við Indland, Sri Lanka, Suður-Afr- íku, Víemam, Dóminíska lýðveld- ið og Jamaíku. Sökum þessa mun Star Tour bæta við ferðum tíl þess- ara staða til að anna eftirspurninni. „Danskir ferðamenn þekkja ekki smitmynstrið hjá staðarbúum og áhættuna á að smitast," segir Stíg Elling sölustjóri Star Tour. „Því sjúk- dómar eru ekki það fyrsta sem fólk hugsar um þegar það ferðast." Asía efst á blaði Samkvæmt opinberum upplýs- ingum í Danmörloi er Asía sá heims- hluti þar sem flestír Danir hafa smit- ast af kynsjúkdómum undanfarinn áratug, einkum Taíland. í öðru sætí er Evrópa, í þriðja sætí Afríka og síð- ast koma Norður- og Suður-Ameríka. Hvað Evrópu varðar er aukningin hvað mest í löndum Austur-Evrópu eins og Búlgaríu þar sem kynh'fsiðn- aður hefur blómstrað í kjölfar frelsis- ins frá gömlu Sovétríkjunum. Ekki ástæða til að aðvara Stíg Elling segir að það sé ljóst að vændi og kynh'fskaup séu hlutí af ferðamunstri margra Dana og hann er mótfahinn slíku. Á sama tíma seg- ir hann að Danir séu upplýst þjóð og telur ekki að sérstök ástæða sé tíl að aðvara viðskiptavini ferðastofunn- ar. „Við seljum upplifanir og viljum ekki leika lögreglu gagnvart kúnn- um okkar," segir Stíg. „Því teljum við það ekki okkar hlutverk að upplýsa kúnna okkar." Barstúlkur Barstúlkur á Pattaya-ströndinni I Tallandi sem stundum hefur verið kölluð stærsta hóruhús I heimi. tUT'sy Þjóðsögn lætur af störfum í bandarísku sjónvarpi Dan Rather hættir eftir 44 ára feril Ferli hins þjóðsagnakennda fréttamanns Dans Rather er lok- ið hjá CBS-stöðinni. „Það er ver- ið að ganga frá starfslokasamningi mínum sem bindur enda á 44 ára langt starf mitt hjá CBS News," segir Rather í samtali við New York Daily News fyrr í vikunni. Rather er raun- ar samningsbundinn CBS fram í nóvember en allt fór í háaloft ný- lega þegar ónafngreindur stjórn- andi CBS sagði við Washington Post að það væri ekkert pláss fyrir Rather í þættinum 60 Minutes. Að hætta á þessum nótum bind- ur enda á hálfs annars árs tíma- bil sem verið hefur mjög erfitt fyr- ir Rather. Honum var bolað í burtu sem aðalfréttalesara í kvöldfréttum CBS (CBS Evening News) í mars í fyrra. Þetta gerðist eftir að þáttur- inn „60 Minutes II" birti ranga frétt um feril Bush forseta í þjóðvarð- liðinu. Jafnframt þessu var sagt að Rather myndi eftir sem áður vinna við 60 Minutes II en sá þáttur var síðan tekin af dagskrá skömmu síð- ar. Eftir það hafði Rather aðeins vinnu við 60 Minutes aðalþáttinn en fékk lítið að gera þar. Sem dæmi er nefnt að frá áramótum hafi þeir sem vinna við þáttinn átt að jafnaði 18-20 innslög í hann. Rather hefur aðeins átt 8 slík. „Vinnan við 60 Minutes hefur ekki reynst eins og ég vonaðist til," segir skúffaður Rather í samtali við NY Daily News. Kate Couric mun taka við stöðu Rathers í kvöldfrétt- um CBS og 60 Minutes í haust og er talið að stjórnendur CBS vilji Rath- er úr húsinu áður en hún mætir. Rather er samt ekki dauður úr öllum æðum og segir að ýmislegt sé í pípunum hjá sér. „Ég er ekki persóna sem slappar af hvílist," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.