Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Side 44
56 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006
Menning DV
Bækur eru farartæki siðmenn-
ingar. An bóka er mannkynssagan
þögul, bókmenntir orðlausar, vís-
indi bækluð, hugsanir og vanga-
veltur staðnaðar. Ég held það sé
ekkert, ekki einu sinni glæpir, sem
standa í meiri andstöðu við ljóð-
list, heimspeki og lífið sjálft en
þessi eilífu viðskipti.
Henry David Thoreau
Bandarískur hugsæisstefnu rit-
höfundur.
• ■ v
Skarfur og
brennaáJóns-
messu
Mikið verður um dýrðir á Reyk-
hóladeginum sem haldinn er í
annað sinn á laugardag, á Jóns-
messunni. Skipulögð hefur verið
gönguferð frá Miðjanesi að Heyár-
fossi og þaðan niður að Skerðings-
stöðum. Á fornbátasýningu verða
gamhr bátar frá Breiðafirði og víð-
ar að. Kristján Arnarsson frá Stór-
holti í Saurbæ leikur tónlist íyrir
gesti og Freyja Ólafsdóttir kokkur
í Bjarkalundi matreiðir skarf og
fleira góðgæti. Um kvöldið verður
hlaðborð, brenna og ball á Jóns-
messuhátíð í Bjarkarlundi.
ActAlone hefstá
fimmtudag
Act Alone-leiklistarhátíðin
verður haldin í þriðja sinn dag-
ana 29. júní til 2. júlí á ísafirði. Að
sögn Elfars Loga Hannessonar,
eins skipuleggjenda hátíðarinn-
ar er dagskráin afar glæsileg. Elf-
ar Logi segir að sýndir verði tólf
einleikir, þar af níu íslenskir. „Það
sem ber hæst er koma banda-
ríska leikarans Eric Bogosian
sem er ein mesta stjama einleikj-
alistarinnar," segir Elfar Logi og
bætir við að alls verði haldin tvö
leiklistarnámskeið á meðan á há-
tíðinni stendur.
íslendingurinn Grímur Thorkelín fann Bjólfskviðu á ofanverðri átjándu öld. Eflaust
hefði þessi texti fyrr eða síðar uppgötvast þar sem hann lá gleymdur í bókasafni sir Ro-
berts Cotton en það kom semsagt í hlut íslendings að átta sig á mikilvægi textans og
gefa hann út fyrstur. Síðan þá hefur Bjólfskviða almennt verið álitin höfuðverk engil-
saxneskra bókmennta og þvílík bólga er í fræðilegum skrifum um þetta eina kvæði að
enginn núlifandi maður kemst yfir að lesa allt sem um Bjólf er ritað.
Skrímslið talar
Kvæðið snýst um hetjuna Bjólf
og viðureign hennar við þrjú
skrímsl, óskilgreindu ófreskjuna
Grendel, móður Grendels og að
lokum dreka nokkurn sem verð-
ur Bjólfi að aldurtila. En Grend-
el hefur áður riðið húsum við hirð
Hróðgeirs konungs. Fram kemur í
kvæðinu að þessi skuggavera sé af-
komandi sjálfs Kains, bróður Abels.
Hefur viðureign Bjólfs við skrímslið
þótt minna á baráttu Grettís við
drauginn Glám.
°g
11
mmi
Grendel er annarleg vera
því dirfska að
skrifa skáldsögu
um þessa at-
burði út frá sjón-
arhorni dýrs-
ins. Að vonum
vakti því skáld-
sagan Grend-
el mikla athygli
þegar hún kom út
árið'T971. Og nú
er hún komin út
á íslensku, í þýð-
ingu Þorsteins Antonssonar. Þetta
er kiljuútgáfa og lætur lítíð yfir sér.
Hins vegar er óhætt að líta á þýð-
inguna sem bókmenntaviðburð því
að skáldsagan Grendel markar nýja
tíma í bókmenntum sem engan
veginn er lokið, þ.e. þegar höfund-
ar réðust til atlögu við þekkta sögu-
lega atburði og sögufrægar skáld-
sögur, og sneru merkingu þeirra á
hvolf.
Það var aldrei hlutverk skrímsla
í bókmenntum að hafa orðið. Þvert
á mótí eru þau hinn algjöri ann-
arleiki. Öfugt við mannlega and-
stæðinga þótti óhugsandi að líta á
málin frá sjónarhorni skrímslisins.
Enn reyna menn að gera andstæð-
inga sína að skrímslum þegar þeir
vilja alls ekki að tvær hliðar heyr-
ist á málum. En Gardner og fleiri
höfundar hafa grafið undan þessu
með því að gefa skrímslunum orð-
ið. Þess vegna þurfa allir sem lesa
Bjólfskviðu að lesa síðan Grendel.
John Gardner (1933-1982) er tal-
inn til mikilvægustu höfunda póst-
módernískra bókmennta sjöunda
og áttunda áratugarins. Þessir höf-
undar voru umdeildir og stund-
um sagt að hér skrifuðu háskóla-
kennarar bækur
%: fyrir aðra háskóla-
kennara og há-
skólanema og væri
tíl marks um rofið
samband höfunda
og almennra les-
enda. Gardner var
vissulega háskóla-
kennari og kenndi
r JP*!vT,iT7-- m.a. Raymond Car-
ver við Chicagohá-
skóla. Og Grend-
el er lært rit sem varla er hægt að
njóta til fulls án lágmarksþekkingar
á Bjólfskviðu. En ekki skyldu þó les-
endur láta það hrekja sig frá. Langt
má komast á kjalfræðinni.
Grendel er ekki löng bók en hún
er þrungin merkingu og krefst þess
að vera lesin oft. Tilvísanirnar eru
í ótal áttir og persónur sögunn-
ar minna stundum á heimspek-
inga sem fara með almenn sann-
indi. Það gætí orðið leiðingjarnt en
er það ekki í þessum texta, eink-
um þar sem bókin er laus í formi,
stundum ljóðræn en stundum
snýst hún upp í leikrit. Og allt hæfir
það efninu furðuvel.
r . FE i; \ R Ð
jfjiym sjp matUlMi i „«1s; t -i* I • n
tí.nn rnm íi ení 'U m. . uit mcfAj- Ttttl IV
n|^Mali «*.«)»! • .ijrt’tV y
.tfuset \V.ívsi^iljk. ftxiMtitfi'js-.
jjfícwy )niKi< •»«»«• jyM'.A'.»ivíi.Vum ]»>'á
)uttl -ttylipyl c f»~"5TU’n Í |» .» j
oJU.il. IiV»j<ul»i jcc’liTje rr;,-ivjí». »r»* !
* |»|i.ry* s^?i» >;v*t»»i!^« t'.rtii <u|:i;w j <>í |i
i(V.fSp- it*- piiLCt. ártiuftr c:*'
■j-Ai/* .ci< ííi«..*.j*«,i» x. .. .. -1• ‘-intn ■'
Jtirtt j'ir.lj* 1 »)* LlV»' *
í JloiKih .1 *<«>)«* cötoCVFi !(•>***’ *»»«** > •*
j jT ! ^4
$V't♦•atWWp1-4 ífe*- ► »- ít
áttiii 11 *£• *|V * Á - ' **'«*>'
Þýðing Þorsteins Antonsson-
ar er vönduð en frjálsleg. Stund-
um finnst mér allverulegur mun-
ur á enska textanum og þeim
íslenska. Þannig verður „I create
the whole universe, blink by blink"
að „Ég skapa alheiminn jafnóð-
um og ég ber hann augum". „My
own bloodthirsty ways" verður að
„dreyrlitum ferli mínum" Setn-
ingin „I had become, myself, the
mama I’d searched the cliffs for
once in vain" verður svona: „Ég var
sjálfur orðinn að móðurinni sem
ég hafði það sinnið skimað eft-
y'
ir árangurslaust í björgunum". Og
að lokum verður „Only in a world
where everything is patently being
lost" að „aðeins á veraldarvegum í
glötunarátt". Islenski textinn stend-
ur fyrir sínu en munurinn er þó svo
mikill til þess að frumtextinn mætti
að ósekju vera auðfundnari hér á
landi. Er ekki kominn tími til að
Landsbókasafnið eignist eintak af ]
þessari sögufrægu skáldsögu?
Armann Jakobsson.
John Gardner, Grendel. Þorsteinn
ALDREl STÆRRi
OG VlNSÆLUl
Langöflugasti miðili unga
f ólksins er enn að vaxa.
-m
TlínV9 Lrlr
ií . : .
Auglýsingasími: 550 5000