Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 Fréttir DV • Óvissa ku ríkja um framtíð Halldórs Guð- bjarnasonar, framkvæmda- stjóra VISA ísland, eftir frammistöðu hans í fjölmiðlum að lokinni húsleit Samkeppniseftir- litsins í höfuðstöðv- um VISA í síðustu viku. Haildór þótti ekki koma vel út úr viðtölum eftir húsleitina og er óhætt að segja að frammistaða hans hafi ekki verið vatn á myllu VISA. Þvert á móti gaf hann um- ræðu um meint brot fyrirtæksins á samkeppnislögum byr undir báða vængi... • Viggó Valdemar Sigurðsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari í hand- bolta, er mikill keppnismaður og gefst yfirleitt ekki upp fýrr en í fulla hnefana. Viggó er að byggja parhús í Grundarhvarfi og seldi þess vegna hús sitt í Lind- arseli fyrir áramót. Hann stend- ur nú í málaferlum við fasteigna- söluna sem sá um sölu hússins. Viggó hefur aðeins borgað rétt rúman helming þeirra sölulauna sem fasteignasalan Stjörnueign- ir fór fram á fyrir söluna á húsinu og neitar að borga rest á þeim for- sendum að hann hafi ekki fengið nægilega góða þjónustu við söl- una. Fasteignasalan sá þann eina kost að höfða mál gegn Viggó til að fá afganginn af sölulaunun- um sem hún telur sig eiga inni hjá landsliðsþjálfaranum fyrrver- andi... • Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, gæti orð- ið næsti formað- ur Framsóknar- flokksins en eins og kunnugt er tilkynnti Halldór Ásgríms- son, núverandi for- maður flokksins, að hann hygðist hætta í haust. f Bjarna ku renna framsóknarblóð en eins og menn muna þá-var hann ráðinn til FBA á sínum tíma af Finni Ing- ólfssyni, framsókn- armanni og þáver- andi viðskipta- og iðnaðarráðherra. Er talið að Bjarni geti með sínu flekklausa mannorði sam- einað framsókn- armenn til sjávar og sveita en staða hans innan Glitnis hefur veikst eftir því sem FL Group undir for- ystu Hannesar Smárasonar hefur aukið við hlut sinn í bankanum... • Jón H. B. Snorrason, yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, fór mik- inn í fjölmiðlum á miðvikudaginn þar sem hann tilkynnti að embættið hefði meint skattalaga- brot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, til rannsóknar. Jón sagði við fjölmiðla að embættið hefði haft málið á sínu borði í ár og taldi vel af sér vikið að vera að hefja yfirheyrslur eftir þann stutta tíma. Hið rétta er þó að Jón H. B. fékk málið inn á borð til sín 12. nóvember 2004, fyrir rúmu einu og hálfu ári... Þeim sem undanfarið hafa átt leið fram hjá Höfðabóli, húsi athafnamannsins Árna Johnsen í Vestmannaeyjum, hefur heldur betur brugðið í brún. Árni hefur komið átta af grjótlistaverkum sínum fyrir í túninu við húsið og segist vona að þau geti orðið gestum og gangandi til ánægju. Árni með nokkur tonnaf grjóti í túnfætinum ftúnfætinum Á þessum myndum sést hvar grjótlistaverk Árna standa við hús hans I Vestmannaeyjum. DV-mynd Jóhann Ingi hornr meira á þær heldur en steina við veginn," sagði Árni og hló en hús hans stendur við Stórhöfða. Árni Johnsen Vantaðistað tilað geyma listaverkin sln. DV-mynd Pjetur Athafnamaðurinn Árni Johnsen þurftí stað til að koma öllum grjótlistaverkum sínum fyrir á. Verkin vann hann meðan hann dvaldi í fangelsinu á Kvíabryggju og fyrir sýningtí sem hann hélt í Reykjanesbæ. Árni leitaði ekld langt yfir skammt heldur kom þeim fyrir í túnfætínum við Höfðaból í Vestmannaeyjum þar sem þau setja svip sinn á umhverfið. „Ég setti þetta upp fyrir um tveimur vikum síðan. Eg á þessi verk og vildi halda þeim til haga. Þessi verk geta verið úti," sagði Árni John- sen aðspurður um grjótlistaverkin átta sem standa fyrir utan hús hans í Vestmannaeyjum. Vona að þetta meiði engan Árni sagðist ekki hugsa neitt sér- staklega mikið um þessi verk dags daglega. „Þau eru bara þama í tún- fætinum og ég vona að þau meiði engan. Fólk stoppar og kíkir á þetta, ég get ekki neitað því," sagði Ámi, en bætti við að engin truflun hefði orð- ið á umferð vegna verkanna. „Suður- eyjamar eru það fallegar að maður Sýningar út um allt Árni byrjaði að vinna við grjót þegar hann afplánaði fangelsisdóm á Kvíabryggju fyrir þremur árum. Hann sagði að nokkur verkanna sem standa í túnfætinum við Höfða- ból hefðu verið unnin á Kvíabryggju en önnur fyrir sýningu í Reykjanes- bæ í febrúarmánuði árið 2004. „Ég hef haldið sýningar í Keflavík, á Stokkseyri og í Smáralind þar sem 200 þúsund manns komu og sáu verkin. Það hafa margir haft gaman afþessum verkum." oskar@dv.is Ný rödd í símkerfi Og Vodafone Sjónvarpsstjóri út fyrir útvarpsmann „Það var hlaupið í að taka þetta upp annað slagið og hefur verið kannski einn vinnudagur þegar allt er saman tekið," segir útvarpsmað- urinn Kristófer Helgason sem lands- menn heyra nú sem hina nýju rödd OgVodafone. Hann tók við hlutverki Og Vodafone-raddarinnar af Magn- úsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra SkjásEins sem hljómað hefur síð- ustu sjö ár. Það hefur komið mörgum á óvart að heyra nýja þjónusturödd tala þeg- ar hringt er í eða úr kerfi Og Vod- afone enda hafa landsmenn van- ist Magnúsi Ragnarssyni, „Magnús gerði þetta alveg einstaklega vel og það er ekki auðvelt að feta í hans fót- spor," segir Kristófer. Kristófer er einn stjórnenda Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni og segist hafa lent í því að þurfa að hlusta á sjálfan sig. „Ég hef lent í því að vera í tímaþröng fyrir þáttinn og er að hringja í fólk. Heyri svo í sjálf- um mér í símanum að tilkynna mér að ég nái ekki í viðkomandi," seg- ir Kristófer í gamansömum tón og vísar í skilaboð Og Vodafone-radd-. arinnar: „I augnablikinu er slökkt á símanum." Skiptin marka tímamót hjá lands- mönnum. Sem kunnugt er tilheyrir SkjárEinn Landssímanum og var því sjónvarpsstjórinn Magnús í held- ur óþægilegri stöðu - með því að ljá samkeppnisaðilanum rödd sína í þessi sjö ár. „Þetta var óþægilegt fyr- ir báða aðila. Þetta eru breyttar for- sendur eins og þetta er í dag," segir Magnús og vísar í að hann hafi upp- haflega gert þetta þegar Tal var og hét. „Þetta frelsar báða aðila." En Magnús sættir sig vel við arf- taka sinn: „Þetta er afskaplega mikill prýðispiltur hann Kristófer og hann gerir þetta örugglega vel," segir hann. Aðspurður segist hann ekki ætla að sækjast eftir því að verða Símarödd- in en rödd hans ómar þó í símsvara SkjásEins. gudmundur@dv.i: Inni Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason hefurtekiöviðhinu göfuga hlutverki af Magnúsi. Hann Ijærslmkerfi OgVodafone rödd sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.