Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 Fréttir DV • Óvissa ku ríkja um framtíð Halldórs Guð- bjarnasonar, framkvæmda- stjóra VISA ísland, eftir frammistöðu hans í fjölmiðlum að lokinni húsleit Samkeppniseftir- litsins í höfuðstöðv- um VISA í síðustu viku. Haildór þótti ekki koma vel út úr viðtölum eftir húsleitina og er óhætt að segja að frammistaða hans hafi ekki verið vatn á myllu VISA. Þvert á móti gaf hann um- ræðu um meint brot fyrirtæksins á samkeppnislögum byr undir báða vængi... • Viggó Valdemar Sigurðsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari í hand- bolta, er mikill keppnismaður og gefst yfirleitt ekki upp fýrr en í fulla hnefana. Viggó er að byggja parhús í Grundarhvarfi og seldi þess vegna hús sitt í Lind- arseli fyrir áramót. Hann stend- ur nú í málaferlum við fasteigna- söluna sem sá um sölu hússins. Viggó hefur aðeins borgað rétt rúman helming þeirra sölulauna sem fasteignasalan Stjörnueign- ir fór fram á fyrir söluna á húsinu og neitar að borga rest á þeim for- sendum að hann hafi ekki fengið nægilega góða þjónustu við söl- una. Fasteignasalan sá þann eina kost að höfða mál gegn Viggó til að fá afganginn af sölulaunun- um sem hún telur sig eiga inni hjá landsliðsþjálfaranum fyrrver- andi... • Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, gæti orð- ið næsti formað- ur Framsóknar- flokksins en eins og kunnugt er tilkynnti Halldór Ásgríms- son, núverandi for- maður flokksins, að hann hygðist hætta í haust. f Bjarna ku renna framsóknarblóð en eins og menn muna þá-var hann ráðinn til FBA á sínum tíma af Finni Ing- ólfssyni, framsókn- armanni og þáver- andi viðskipta- og iðnaðarráðherra. Er talið að Bjarni geti með sínu flekklausa mannorði sam- einað framsókn- armenn til sjávar og sveita en staða hans innan Glitnis hefur veikst eftir því sem FL Group undir for- ystu Hannesar Smárasonar hefur aukið við hlut sinn í bankanum... • Jón H. B. Snorrason, yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, fór mik- inn í fjölmiðlum á miðvikudaginn þar sem hann tilkynnti að embættið hefði meint skattalaga- brot Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, til rannsóknar. Jón sagði við fjölmiðla að embættið hefði haft málið á sínu borði í ár og taldi vel af sér vikið að vera að hefja yfirheyrslur eftir þann stutta tíma. Hið rétta er þó að Jón H. B. fékk málið inn á borð til sín 12. nóvember 2004, fyrir rúmu einu og hálfu ári... Þeim sem undanfarið hafa átt leið fram hjá Höfðabóli, húsi athafnamannsins Árna Johnsen í Vestmannaeyjum, hefur heldur betur brugðið í brún. Árni hefur komið átta af grjótlistaverkum sínum fyrir í túninu við húsið og segist vona að þau geti orðið gestum og gangandi til ánægju. Árni með nokkur tonnaf grjóti í túnfætinum ftúnfætinum Á þessum myndum sést hvar grjótlistaverk Árna standa við hús hans I Vestmannaeyjum. DV-mynd Jóhann Ingi hornr meira á þær heldur en steina við veginn," sagði Árni og hló en hús hans stendur við Stórhöfða. Árni Johnsen Vantaðistað tilað geyma listaverkin sln. DV-mynd Pjetur Athafnamaðurinn Árni Johnsen þurftí stað til að koma öllum grjótlistaverkum sínum fyrir á. Verkin vann hann meðan hann dvaldi í fangelsinu á Kvíabryggju og fyrir sýningtí sem hann hélt í Reykjanesbæ. Árni leitaði ekld langt yfir skammt heldur kom þeim fyrir í túnfætínum við Höfðaból í Vestmannaeyjum þar sem þau setja svip sinn á umhverfið. „Ég setti þetta upp fyrir um tveimur vikum síðan. Eg á þessi verk og vildi halda þeim til haga. Þessi verk geta verið úti," sagði Árni John- sen aðspurður um grjótlistaverkin átta sem standa fyrir utan hús hans í Vestmannaeyjum. Vona að þetta meiði engan Árni sagðist ekki hugsa neitt sér- staklega mikið um þessi verk dags daglega. „Þau eru bara þama í tún- fætinum og ég vona að þau meiði engan. Fólk stoppar og kíkir á þetta, ég get ekki neitað því," sagði Ámi, en bætti við að engin truflun hefði orð- ið á umferð vegna verkanna. „Suður- eyjamar eru það fallegar að maður Sýningar út um allt Árni byrjaði að vinna við grjót þegar hann afplánaði fangelsisdóm á Kvíabryggju fyrir þremur árum. Hann sagði að nokkur verkanna sem standa í túnfætinum við Höfða- ból hefðu verið unnin á Kvíabryggju en önnur fyrir sýningu í Reykjanes- bæ í febrúarmánuði árið 2004. „Ég hef haldið sýningar í Keflavík, á Stokkseyri og í Smáralind þar sem 200 þúsund manns komu og sáu verkin. Það hafa margir haft gaman afþessum verkum." oskar@dv.is Ný rödd í símkerfi Og Vodafone Sjónvarpsstjóri út fyrir útvarpsmann „Það var hlaupið í að taka þetta upp annað slagið og hefur verið kannski einn vinnudagur þegar allt er saman tekið," segir útvarpsmað- urinn Kristófer Helgason sem lands- menn heyra nú sem hina nýju rödd OgVodafone. Hann tók við hlutverki Og Vodafone-raddarinnar af Magn- úsi Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra SkjásEins sem hljómað hefur síð- ustu sjö ár. Það hefur komið mörgum á óvart að heyra nýja þjónusturödd tala þeg- ar hringt er í eða úr kerfi Og Vod- afone enda hafa landsmenn van- ist Magnúsi Ragnarssyni, „Magnús gerði þetta alveg einstaklega vel og það er ekki auðvelt að feta í hans fót- spor," segir Kristófer. Kristófer er einn stjórnenda Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni og segist hafa lent í því að þurfa að hlusta á sjálfan sig. „Ég hef lent í því að vera í tímaþröng fyrir þáttinn og er að hringja í fólk. Heyri svo í sjálf- um mér í símanum að tilkynna mér að ég nái ekki í viðkomandi," seg- ir Kristófer í gamansömum tón og vísar í skilaboð Og Vodafone-radd-. arinnar: „I augnablikinu er slökkt á símanum." Skiptin marka tímamót hjá lands- mönnum. Sem kunnugt er tilheyrir SkjárEinn Landssímanum og var því sjónvarpsstjórinn Magnús í held- ur óþægilegri stöðu - með því að ljá samkeppnisaðilanum rödd sína í þessi sjö ár. „Þetta var óþægilegt fyr- ir báða aðila. Þetta eru breyttar for- sendur eins og þetta er í dag," segir Magnús og vísar í að hann hafi upp- haflega gert þetta þegar Tal var og hét. „Þetta frelsar báða aðila." En Magnús sættir sig vel við arf- taka sinn: „Þetta er afskaplega mikill prýðispiltur hann Kristófer og hann gerir þetta örugglega vel," segir hann. Aðspurður segist hann ekki ætla að sækjast eftir því að verða Símarödd- in en rödd hans ómar þó í símsvara SkjásEins. gudmundur@dv.i: Inni Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason hefurtekiöviðhinu göfuga hlutverki af Magnúsi. Hann Ijærslmkerfi OgVodafone rödd sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.