Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 Helgin DV Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona Eldhúsið hennar Margrétar er lltið en dugar henni vel. W Ji sjjj V/ j i.’fl ■ * W i , HL! m-‘ /■ M Borða léttari mat yfir sumarið Smokkfiskur fyrir fólk á hlaupum: „Smokkfiskurinn erskolaður og hreinsaður. Ég nota soðn- ar grisiur til að þerra hann. Klippa fískinn mðurl mjóar ■ ræmur með skærum. Krydda með hvltlaukspipar, maldonsalti og eftirlæti hafmeyjunnar frá Pottagoldrum. Ein matskeið afhveiti Iplastpoka. Setja fískmn ofao I og hrista þangaö til hann erekki lengur blautur. Setja salt- laust smjör og olfu á pönnu og berja 5 hvltlauksnf meö buffhamri á pönnuna. Steikja augnablik á hvorri hlið. Setja matreiðslurjóma eða sojamjólk og stemselju ut á og bera fram með þvígrænmeti sem er til hverju smm. Notar lífrænt hráefni Margrét segist alltaf spá meira og meira I hollustunni og hún not- ar lífrænt krydd til að bragðbæta matinn. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona heldur mest upp á sjávarþang og villibráð. Margrét segist oft óa við að horfa á toppkokka í sjónvarpinu saxa niður grænmeti án þess að skola það og ítrekar nauðsyn þess að hugsa um hreinlætið þegar kemur að hráfæði. „Ég hef mjög gaman af því að elda og ég hugsa alltaf meira um hollust- una eftir því sem ég eldist," segir Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- kona og bætir við að það hafi orðið mikil hollustuvakning í þjóðfélaginu. „í dag er mun meira úrval af öllu grænmeti og maður er að kaupa vikulega eitthvað sem maður vissi ekki hvað hét fyrir 25 árum eins og avókadó, kúrbít og eggaldin," segir Margrét Helga og bætir aðspurð við að hún noti mikið af lífrænt ræktuð- um matvörum. „Ég nota h'ffænt eins og ég get og kaupi til dæmis lífræn krydd og teninga til að bragðbæta matinn en ég kaupi yfirleitt aldrei pakkamat og aldrei unnar kjötvörur." Sjávarþang og villibráð í uppáhaldi Aðspurð segist Margrét Helga borða frábmgðinn mat á sumrin en veturna. „Ég borða alltaf miklu léttari mat á sumrin en þá minnkar þörfin í kjötið. Á sumrin borða ég mun meiri fisk og miklu meira grænmeti og „Ég hlakka til á hverju sumri að keyra upp í Mosfellssveit og fá nýtt íslenskt græn- meti enda borða ég mjög mikið afþví." suma daga borða ég mjög htið af öðm en grænmeti og ávöxtum en fæ mér svo kannski túnfisk eða egg til að fá prótein." Uppáhaldsmaturinn hennar Mar- grétar er sjávarþang og villbráð. „Vihifuglar em í sérstöku uppáhaldi en maður fer að verða smeykur við gæsimar," segir hún en bætir við að hún borði helst ekki svínakjöt né nautakjöt. „Mér verður einfaldlega ekki gott af því," segir hún en bætir svo við að allt úr sjónum sé einnig í uppáhaldi, hvort sem það sé kol- krabbi, smokkfiskur eða sjávarfangið okkar eins og silungurinn eða laxinn. „Vtð erum með svo gott hráefni hér á íslandi og í rauninni má segja að lambakjötið okkar sé líffænt þar sem það hefur hvorki verið á pensilíni né homónabættu fæði." Nauðsynlegt að skola græn- meti Eins og fram kemur borðar Mar- grét Helga mikið af grænmeti. Hún segir mikilvægt að skola grænmetið afar vel þegar það sé matreitt. „ Við verðum að hugsa um hreinlætið þegar við emm með hráfæði og mig óar oft þegar ég horfi á sjónvarps- þætti með toppkokkum sem taka græmetið einfaldlega úr umbúðun- um og saxa það niður án þess að skola það. Við erum að borða mikið af útlensku grænmeti sem er með- höndlað á annan hátt en það ís- lenska," segir hún og bætir við að henni þyki það íslenska mun betra „Ég hlakka til á hverju sumri að keyra upp í Mosfellssveit og fá nýtt íslenskt grænmeti enda borða ég mjög mikið af því.“ indiana@dv.is Hrefna Rósa kokkur notar allskyns exótíska ávexti í matargerð. Ávextir steiktir upp úr sykri í eftirrétt „Það er svo miklu meira fram- boð af allskyns ávöxtum en hér áður fyrr. Núna er þetta ekki bara epli, appelsínur og tómatar," seg- ir Hrefna Rósa kokkur sem mælir með að fólk prófi sig áfram þegar kemur að matreiðslu ávaxta. „Núna í sumar eru allir að borða svo mikið af grillkjöti sem er mjög þungt í maga og þá er gott að vera með ferska ávexti í salöt. Einnig er hægt að frysta ávextina og nota sem íspinna," segir Hrefna Rósa og tekur dæmi um vatnsmelónur og drekaávexti. „Það er gott að leyfa þeim að vera í frysti í smá tíma svo þeir verði svalandi og góðir en samt ekki frosnir í gegn." Hrefna Rósa segir einnig gott að steikja allskyns exótíska ávexti upp úr sykri og nota sem eftirrétt. „Með því að steikja ávextina upp úr sykrinum myndast einhvers- konar karlmelluhúð á ávextinum og þá er gott að bera hann fram með ís sem desert." Hrefna Rósa „Núna isumar eru allir að borða svo mikið afgrillkjötisem er mjög þungt i maga og þá er gott að vera með ferska ávexti f salöt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.