Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.12.1966, Blaðsíða 4
Bls* 4 - BJ^BABMpiS;- 12.tbl. M56 Tvær systur eiga ekki heimangengt. Þetta er góður og samstilltur hópur, sera er mjög þakklátur fyrir að fá starfsmenn í nágrenniö. Einn trúbróöir sagöi nýlega;"Við höfum þráð þetta í mörg, mörg ár." Við kunnum vel að meta hlýjuna og velviljann, sem stafar frá trú- systkinunum hér. Síðasta þriðjudag hvers mánaðar hittast konurnar til þess að sauraa, þrjóna og kynnast hver annarri betur. Eru þaö systrafundir í orðsins fyllstu merkingu, þótt þær séu fáar. Lítið fer enn fyrir opinbem starfi. Pyrst þarf að undirbúa jarðveginn raeð því aö efna til persónulegra kynna, dreifa ritum, afla nýrra nemenda fyrir Biblíubréfaskólann o.s.frv. Þó hö'fðum viö Sigfús samkomur á Dalvik og í Hrísey 13. nóvember s.l., en þá nutum við góðrar aðstfrðar Jóns Hj.Jónssonar og Sólveigar konu hans. Þann dag var slæmt veður, sérstaklega þegar komið var til Hríseyjar um kvöldið. Urðum við þar veðurteppt um nðttina, en nutum mikillar gestrisni frænku Jóns, sem búsett er £ Hrísey. Aösókn var ekki mikil. Sumpart vegna veðurs - surapart vegna þess aö andlegur áhugi fólks er lítill hér eins og víða annars staðar. Þessar sa.nkonur voru þó mikilvægur áfangi £ sögu starfsins hér á landi, þar sem þær voru hinar fyrstu á þessum stöðum á vegum safnaðarins. Viku s£ðar héldum við Sigfús aðra samkomu £ Hr£sey. Þar höfum við kynnst ýmsu góðu fólki. Það er bersýnilegt að áhugi manna á Orði Guðs verður ekki vakinn £ einni svipan. Mikið verk er fyrir höndum, sem vinna verður að £ kyrrþey. Með tilkomu nýrra lexia Bibliubréfaskólans, fáum viö ný hjálpargögn i hendurnar. Hugsum við gott til þess að dreifa þeim á meöal fólksins. Fyrst er aö sá, siðan gefur Guð uppskeruna. Viljic þið biðja fyrir okkur og starfinu hér Norðanlands? Með bróöurkveðju, Steinþðr Þórðarson Sannur mikilleiki Andi raunverulegs mikilleika endurspeglast í einlægum áhuga á ðskum og velferð annarra, og sjálfsgleyminni þjðnustu fyrir þá. Innan fárra daga mun ábyrgð safnaðarstjórnar færast á herðar ný- kjörinna einstaklinga og hópa. Mætti hver og einn, sem tekur á sig slfk helg skylduverk, ákveöa með hjálp Drottins að sýna anda raunvcru- legs raikilleika. Þeir, sera kjörnir verða til að stjðrna málum safnaðarins, eru ekki kallaðir til að drottna, heldur til að þjöna. Meö hliösjón af þeim útbreiddamanr.Iega veikleika, að l£ta á opinbert starf sem tækifæri til sjálfsupphefðar og að drottna yfir öðrum, sagði Jesás við lærisveina sína:"En eigi sé það svo, yöar á meðal." Kosning til starfs £ sö'fnuðinum veitir einstaklingnum ekki umboð til að drottna yfir safnaðarsystkinum sinum, heldur kallar hán hann til aö gleyma sjálfum sér en láta þarfir annarra sitja i fyrirrámi.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.