Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2006, Qupperneq 56
76 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
Siðast en ekki síst DV
• Framsóknarflokkurinn mun
á næstunni ákveða með hvaða
hætti fólki verður raðað upp á lista
flokksins í Reykjavíkurkjördæm-
unum. Jón Sigurðsson ætlar sér
að erfa sæti Halldórs Ásgríms-
sonar í Reykjavík norður og Jón-
ína Bjartmarz vill leiða flokkinn f
Reykjavík suður. Sennilega verður
um lokað prófkjör að ræða, það
er aðeins fyrir flokks-
bundna. Hins vegar
er ekki mikill áhugi á
þátttöku í sh'ku enda
ekki eftir neinu að
slægjast. Tvö þing-
sæti í Reykjavík er
ekki eitthvað sem
Framsókn hefur
í hendi sér mið-
að við skoðana-
kannanir und-
anfarið...
• Pétur Gunnarsson bloggar um
það á heimasíðu sinni að Bjarni
Harðarson, blaðamaður, ritstjóri
Sunnlenska fréttablaðsins, sé að
íhuga að bjóða sig fram í 2. sæti á
framboðslista Framsóknarflokks-
ins í Suðurkjördæmi. Bjarni hafi
undanfarna daga talað við fjöl-
marga framsóknarmenn og kann-
að undirtektir við framboð sitt.
Ekki er búið að ákveða með hvaða
hætti verður stillt upp á lista
flokksins en reikna má með að við
ramman reip verði að draga fyrir
Bjarna því fyrir eru Guðni Ágústs-
son landbúnaðarráðherra
og Hjálmar Árnason
þingflokksformaður í
tveimur efstu sætun-
um og ísólfur Gylfi
Pálmason sveit-
arstjóri á Flúð-
um mun einn-
ig örugglega
blanda sér
í barátt-
una...
• Óttar Sveins-
son rithöfund-
ur er nú staddur
á bókamess-
unni í Frankfurt
í Þýskalandi að
kynna Útkalls-
bækur sínar.
Sú þrettánda
sem Óttar skrif-
ar mun koma
út núna í byrjun næsta mánað-
ar. Að þessu sinni fjallar Óttar um
flugslysið á Sri Lanka árið 1978,
þar sem Flugleiðavél í pílagríma-
flugi til Indónesíu brotlenti í milli-
lendingu. Af þeim 183 sem létust
í slysinu voru átta íslendingar en
fimm íslendingar komust lífs af.
Mun Óttar leita víða fanga í heim-
ildaröflun sinni, ekki bara er rætt
við þá sem komust lífs af heldur
einnig þá sem staddir voru á vell-
inum er slysið var. Án efa spenn-
andi bók í jólabókaflóðið...
» Sú saga geng-
ur fjöllum hærra
innan raða
Samfylkingar-
innar að Guð-
mundur Stein-
grimsson ætli
að blanda sér í
prófkjörsslaginn
I hjá flokknum í
Kraganum. Guð-
mundur er kunnur fyrir blaða-
skrif sín í gegnum tíðina og veru
sína í hljómsveitinni Ske. Guð-
mundur er sem kunnugt er sonur
Steingríms Hermannssonar og
því genetískur framsóknarmaður.
Skilgreiningin á þeim er að þetta
er fólkið sem hatar flokkinn en
kýs hann samt. Greinilega ætlar
Guðmundur að vera hér undan-
tekingin sem sannar regluna...
Sjónvarpsdrottningin Inga Lind Karlsdóttir hefur sagt upp hjá 365-fjölskyldunni
Ætlar ekki að flytja til Akureyrar á
Inga Lind Karlsdóttir, sem hefur
undanfarið verið einn af umsjónar-
mönnum íslands í dag á Stöð 2, hef-
ur sagt upp störfum. Inga Lind sagði
í samtali við DV að þetta væri gert
að vel athuguðu máli og hefði legið
nokkuð lengi í loftinu.
„Ég er ekki að hætta í fússi en við-
urkenni þó að það sem hefur gerst
nýverið hér hjá okkur hefur auðveld-
að mér þessa ákvörðun," sagði Inga
Lind.
Hún hóf feril sinn í íslandi í bít-
ið fyrir fjórum árum og hefur vax-
ið mikið sem fjölmiðlakona á þeim
tíma. Hún hefur undanfarin miss-
eri verið ofarlega í kjöri á kynþokka-
fyllstu konum Islands í hverri könn-
uninni á fætur annarri og ljóst að það
er mikill sjónarsviptir að henni.
„Það er einfaldlega kominn tími
til að breyta aðeins til. Mér finnst það
vera rétti tíminn núna," sagði Inga
Duggufjara 6 Þetta glæsilega húsá Akureyri
keyptu Inga UndogÁrni Hauksson, eiginmaður
hennar, á dögunum. Inga Lindsegist ekki ætla
aö flytjast búferlum tilAkureyrar.
sem segist ekki hafa hugmynd um
hvað tekur við og hvort hún hverfur
algjörlega af sviði fjölmiðla.
„Það er ekkert í hendi," sagði Inga
Lind sem gerir ráð fyrir því að hætta
störfum á næstu vikum. „Ég er með
nokkur mál sem ég þarf að klára en
síðan er ég hætt."
Inga Lind og eiginmaður henn-
ar Árni Hauksson keyptu nýver-
ið eitt glæsilegasta einbýlishús-
ið á Akureyri, við Duggufjöru,
en hún sagði það ekki á dag-
skrá að flytja til Akureyrar.
„Það er ekki á döfinni. Mér líð-
ur afar vel í Garðabænum og
ætia að vera þar áfram," sagði
Inga Lind en þau hjónin eiga
einnig fallegt einbýlishús við
Tjaldanes á Arnarnesinu.
oskar@dv.is
Inga Lind Karlsdóttir
Hættl sjónvarpinu en
veitekki hvaðhún
gerirnæst.
næstunni
Homminn í Nördunum
Kom út úr skápnum á Gay Príde
Sign fær frábæra dóma í Kerrang!
Rokkhljómsveitin Sign lauk
þriggja vikna tónleikaferð sinni um
Evrópu á Mean Fiddler í London í
gærkvöld. Sign-liðum var boðið að
hita upp með Wednesday 13 sem
er hljómsveit fyrrverandi söngv-
ara Murderdolls, en hljómsveitirn-
ar spiluðu 17 tónleika á 20 dögum
í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi,
Frakklandi og Belgíu. Tónieika-
ferðin gekk vonum framar og fyr-
irtæki í Þýskalandi hafa sýnt þeim
áhuga.
í tónleikagagnrýni tímaritis-
ins Kerrang! er farið hástemmd-
um orðum um frammistöðu sveit-
arinnar á tónleikum í Birmingham.
Blaðamaður telur Sign vera á hrað-
ferð upp metorðastigann í rokk-
heiminum og telur líklegt að hljóm-
sveitin muni sjálf fylla tónleikasali
eins og Birmingham Academy og
miklu stærri staði.
Blaðamaður lík-
ir Sign við hljóm-
sveitina Vain en
hljómurinn sé nú-
tímalegri og meiri
metall. Jafnframt
bætir hann við
að Sign hafi allt
til að bera og að
í söngvaranum
Zolberg með sír-
enuröddina felist
stjarna sem sé
reiðubúin til að
hafa sömu áhrif og Valo (söngvari
HIM).
Sign heldur til íslands um helg-
ina þar sem við tekur fimm daga
hljómleikaferð 13.-20. október
áður en hún spilar á Kerrang!-
kvöldi Iceland Airwaves-hátíðar-
innar. I tilefni af
tónleikaferð-
inni sendir Sign
frá sér nýja smá-
skífu sem nefnist
So Pretty. Lag-
ið er að finna á
plötunni Thank
God for Silence
en hefur ver-
ið endurunnið af
hljómsveitinni
og breska hljóð-
upptökustjóran-
um Chris Sheldon
en Chris hefur unnið með bönd-
um á borð við Foo Fighters, Biffy
Clyro og Feeder.
Smáskífan verður fáanleg í nið-
urhali á tonlist.is frá 16. október.
Hommar eru líka
gæðablóö Óhætter
að segjaað þaðeigi
við Kára sem er afar
velliðinn affélögum
hans i liðinu.
I göngunni Kári skellti sér
ÍGay Pride-gönguna.
Kári Gunnarsson, sem er einn af
sextán leikmönnum knattspyrnu-
liðsins KF Nörd í samnefndum
sjónvarpsþætti á Sýn, er hommi.
Þrátt fyrir að Kári hafi komið út úr
skápnum árið 1998, þá 18 ára gam-
all, vissi enginn félaga hans í lið-
inu að hann væri samkynhneigður
þegar upptökur á þættinum hóf-
ust. Forsvarsmenn þáttarins vissu
það og spunnust umræður um
það hvort Kári ætti að koma út úr
skápnum gagnvart félögum sínum.
Hann sagði við DV í gær að hann
hefði verið í vafa um að gera þetta
en hefði síðan látið slag standa.
1 þættinum sem sýndur var í gær
kom Kári síðan aftur út úr skápn-
um. Hann skellti sér í Gay Pride-
gönguna og sagði félögum sínum
að því loknu að hann væri hommi.
„Ég kom út úr skápnum árið
1998 eftir að hafa verið á leiðinni út
úr honum í tvö ár. Núna var þetta
öðruvísi. Þetta var farið að spyrjast
út og þegar ég kom aftur úr göng-
unni sagði ég strákunum frá þessu.
Þeir tóku þessu alveg frábærlega,"
sagði Kári.
Það hefur hingað til farið lítið
fyrir hommum í knattspyrnunni
en Kári segist þekkja mrga homma
sem spila knattspyrnu. „Er ekki sagt
að einn af hverjum tíu sé hommi?
Ég þekki marga sem spila fótbolta
og eru hommar," sagði hann.
Róbert Douglas gerði mynd um
hommafótboltalið, Strákarnir okk-
ar, en Kári hefur ekki séð hana. „Ég
ætla samt að sjá hana," sagði Kári.
Aðspurður hvort hann sæi eftir
því að hafa komið út úr skápnum í
annað sinn í sjónvarpsþætti sagði
Kári svo ekki vera. „Ég get ekki séð
eftir neinu sem er búið og gert. Ég
má ekki sjá eftir neinu. Er það ekki
þannig sem maður verður að
hugsa?" sagði háskólaneminn,
homminn og sjónvarpsstjarn-
an Kári Gunnarsson að lok- ^
um.
oskar@dv.is
Karl Gunnarsson Kom
skápnum í annað sinn á
í þáttunum um KFNörd.
utur
ævinni