Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Herbjörn ákærður Herbjöm Sigmarsson, sem var handtekinn í Stóra BMW-málinu en ekki ákærður, hefur nú verið ákærður fyrir margvísleg fíkni- efnabrot og þjófnað. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur en Herbirni er meðal annars gefið að sök að hafa smyglað 535 grömmum af amfetamíni í um- slögum frá Hollandi ásamt Selmu Björk Gunnarsdóttur. Auk þess hafa margoft fundist fíkniefni f fórum Herbjörns. Cameron Diaz veiddi í Vatnsdalsá Cameron Diaz var við veiðar í Vatnsdalsá í sumar og veiddi meðal annars fallega hrygnu sem hún sést sleppa svo alúð- lega á myndinni. Sagt er að Diaz hafi verið hin alþýðleg- asta og gersamlega laus við alla stjörnustæla. Unað sér best í fé- lagsskap leiðsögumannanna þar sem hún fræddist um fluguveið- ar milli þess sem hún reytti af sér brandara og fékk sér jafnvel í tána. Frétt fengin af vefnum Votnogveidi.is. Ökuskírteini í trollið Á Norð- urlandi veiðist fleira en fiskur. Skip- verjar á Kleifabergi ÓF 2 fengu ökuskírteini í trollið og reynd- ist eig- andi þess vera Isfirðingurinn Ólafur Helgi Ólafsson. f viðtali við bb.is segir Ólafur að veskinu hans hafi verið stolið fyrir 13 árum og auðsýni- Iega hefur þjófurinn hent inni- haldi þess í sjóinn. Skírteinið var orðið velkt eftir allan þenn- an tíma en er samt enn í gildi og rennur ekki út fyrr en árið 2041. Sveitarfélagið ÁRBORG Áborg tekur 370 milljón króna lán Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt að taka tvö ný lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga og eru bæði lánin til 10 ára. önnur lán- takan hljóðar upp á þrjár millj- ónir evra, liðlega 250 milljónir króna, en hin upp á 1,8 milljón- ar dollara eða rúmar 120 millj- ónir króna. Bæði lánin eru með tryggingum í tekjum sveitarfé- lagsins, eins og tíðkast við lán- tökur hjá Lánasjóði sveitarfé- laga, og bæði eru þau vegna byggingar skóla, íþróttamann- virkja og til að standa straum af kostnaði við gatnagerð. Jón Ásgeir Jóhannesson og nokkrir vinir hans brugðu undir sig betri fætinum um helgina og skelltu sér til Brasilíu með einkaflugvél sem Jón Ásgeir hefur afnot af. Þar fylgdist vinahópurinn með síðustu Formúlu 1 keppni ársins í Sao Paulo. Jón Ásgeir og félagar kvöddu Schumacher í Sao Paulo Jón Ásgeir Jóhannesson og nokkrir æskuvina hans gerðu sér lít- ið fyrir og .skelltu sér til Sao Paulo í Brasilíu um helgina. Þar fylgdust þeir með síðustu keppninni í Formúlu 1 kappakstrin- um í ár - keppninni þar sem þýski meistarinn Michael Schu- macher kvaddi. Þeir flugu út í einkaþotu á vegum Jóns Ásgeirs og gistu á flottasta hótelinu í borginni. Stoltur styrktaraðili JónÁsgeir stillirsér upp við bíl Williams- liösins I Formúlunnien Hamley's, dótturfyrirtæki Baugs, er einn af styrktaraðilum liösins. Kvöddu Schumacher Keppnin um helgina var merkileg fyrir þær sakir að sigur- sælasti öku- maðurinn í Formúlu 1 kapp- akstrin- um frá Það varþví vel við hæfi að þessir miklu Formúluáhugamenn skyldu vera á síðustu keppninni tilað kveðja þennan mikla meistara REUTERS I& með viðeigandi hætti. Michael Schumacher Þýski meistarinn ók sinn sfðasta hring f Sao Paulo og fylgdustJón Ásgeir og vinir hans grannt með. vera Það hefur löngum verið ljóst að Jón Ásgeir Jóhannesson og æsku- vinir hans eru miklir áhugamenn um bíla og bílaíþróttir. Jón Ásgeir hefur farið út á fjölmargar Formúlu 1 keppnir og hefur samkvæmt heimildum DV verið fasta- gestur á Formúlunni í Mónakó á hverju ári. Nú um helgina 1 skelltu Jón Ásgeir og félagar hans sér | til Sao Paulo í Bras- ilíu þar sem síðasta Formúlukeppni árs- ins fór fram. Michael Schumach- er, ókþáísíð- asta sinn. Það var því vel við hæfi að þessir miklu Formúlu- áhugamenn skyldu á síðustu keppninni til að kveðja þennan mikla meistara með við- eigandi hætti. Einkaþota og flott hótel Jón Ásgeir og vinir hans flugu til Brasil- íu á einkaþotu sem er ávallt til taks fyr- ir forstjóra Baugs og gistu á flottasta hótelinu í Sao Paulo. Svo skemmtilega vildi til að Michael Schumacher og Felipe Massa, ökumenn Ferrari-liðs- ins, aukfleiri ökumanna gistu á sama hóteli og má því segja að Jón Ásgeir og vinir hans hafi dottið í lukkupottinn. Ekki er þó vitað hvort ökuþórarnir borðuðu morgunmat með íslendingunum. Styrkir Williams Jón Ásgeir er þó ekki aðeins mikill áhugamaður um Formúlu 1 kappaksturinn því eitt af dótturfyr- irtækjum Baugs, breska leikfanga- verslanakeðjan Hamley's, er einn af styrktaraðilum Williams-liðsins og auglýsir á bíl liðsins. Ástralinn Mark Webber og Finninn Nico Ros- enberg óku fyrir Williams-liðið á nýafstöðnu tímabili. Þeir náðu sér ekki á strik og fengu aðeins 11 stig samanlagt í keppnum ársins. oskar@dv.is Dr. Mister og mamma handsome Svarthöfði trúði vart sínum eigin augum þegar hann opnaði sunnu- dagsblað Moggans um síðustu helgi. Þar gaf að líta viðtal við móður tón- listarmannsins Ivars Arnar Kolbeins- sonar, annars helmings Dr. Mister & Mr. Handsome. ívar Orn, sem geng- ur einnig undir nafninu Dr. Mistér, er orðinn frægur að endemum fyrir að vera einhver mesti rugludallur sem tónlistarbransinn á Islandi hefur alið af sér. Hann var í viðtali í blaðinu Sirkus um daginn og þar lýsti hann því fjálglega yfir að hann ætlaði að djamma þar til hann dræpist. Svarthöfði getur svo sem viður- kennt það að hann er ekki mikill að- dáandi þessa unga manns. En eft- ir að hafa lesið viðtalið við móður hans og séð hana síðan í Kastljósinu kvöldið eftir skilur Svarthöfði betur hver bakgrunnur fvars Amar er. Hann hefur ekki farið leynt með kókaínfikn sína og í viðtölunum vildi móðir hans ekki taka neina ábyrgð á því. Það var ekki uppeldinu að kenna að litli drengurinn hennar væri veik- ur. Nei, það voru vondu fjölmiðlarnir sem gerðu eymd hans að söluvöru. Svarthöfði trúði vart sínum eigin eyrum. Að móðir, sem virkaði tiltölu- lega eðlileg, gæti án nokkurra vand- kvæða varpað ábyrgð á bömum sín- um yflr á fjölmiðla, þótti Svarthöfða með ólíkindum. Ekki tók betra við á þriðjudags- kvöldið þegar sjálfur Dr. Mister, eða fvar Örn, mætti í viðtal. Drengurinn sá er gjörsamlega búinn að steikja í sér heilann með eiturlyfjum og Svarthöfði leyfir sér að fullyrða að hann þurfti ekki neina hjálp frá fjöl- miðlum til þess. Drengurinn gat ekki lætt einni óbrenglaðri semingu út úr sér. Hann gat heldur ekki útskýrt eða tekið neina ábyrgð á hegðun sinni - svona svolítið eins og móðir hans. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.