Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Þröstur3000 dagskrárstjóri á Kiss FM Nýr dagskrár- stjórihefurverið ráðinn á útvarps- stöðina Kiss fm. Það er Þröstur Gestsson, bet- urþekktursem Þröstur 3000, sem tekur við dag- skrárstjóm. Nokkrar breytingar verða á stefnu stöðvarinnar eins og við má búast þegar nýir menn taka við. Þröstur starfaði um tíma hjá aðalkeppinaut Kiss FM, út- varpsstöðinni FM 957. Þröstur hefur einnig starfað sem skemmt- anastjóri á barnum Café Viktor. Samkór Kópa- vogs40 ára Á miðvikudagskvöldið kemur verða fyrstu tónleikar af þremur sem Samkór Kópavogs heldur í til- efni af 40 ára afmæli kórsins. Viðfangsefni afmælistónleik- anna í Salnum er Kópavogur og kemur það fram bæði í textum og lagavali. Söngtextar Þorsteins Valdimarssonar og Böðvars Guð- laugssonar verða fluttir við lög eftir tónskáld úr Kópavogi eins og Fjölni Stefánsson, Sigfús Hall- dórsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig flytur kórinn lagasyrpu sem Ríó-tríóið söng á sínum tíma og gerði vinsæla. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Guðrún Gunnarsdóttir og Bergþór Páls- son. Stjórnandi Samkórs Kópa- vogs er Björn Thorarensen. Stefán Máni kemurútídag Bókin Skipið eftir Stefán Mána kemur út í dag. Þeir sem hafa les- ið handritið ljúka upp einum munni um að þetta sé spennusaga á heimsmælikvarða enda eru erlendir útgefendur þegar famir að bítast um bók- ina. Gott fyrir Stefán Mána, sem hefur vissulega verið einn okkar ferskustu höfunda, að mæta svona sterkur til leiks með skemmtilega spennusögu. Skipið er sjöunda skáldsaga Stefáns Mána. Danskirekki norskir Það er ekki lengur hægt að fá norska brjóst- dropa. Fyrirtæk- ið Pharmarctica á Grenivík hef- ur hafið framleiðslu á dönskum dropum sem eiga að gera sama gagn. Aðalmunurinn á dönskum og norskum brjóstdropum er að danskir innihalda mikið minna af etanóli heldur en norskir brjóst- dropar. Norskir brjóstdropar inni- héidu eter en það gera danskir ekki. Fólk var mjög hrifið af norsku dropunum en það er spurning hvort eterið hafi verið það sem gerði dropana svona áhrifaríka. Fyrirtækið á Grenivík ætlar þó að sækja um leyfi fyrir því að fá að framleiða norsku dropana. Sam- kvæmt forskriftarbókum heitir þessi forskrift, Kongen af Dan- marks brystdráber. Upp hefur komist um íjárdrátt hjá Samtökum íslenskra atvinnukylfinga, IPGA. Formaður samtakanna, Hörður Arnarson, staðfesti við DV að upphæðin væri um tvær milljónir en að maðurinn sem varð uppvís að Qárdrættinum hafi ekki verið kærður til lögreglunnar. Golfdómari stal tveimur milljónum af golfkennurum Starfsmaður hjá Samtökum íslenskra atvinnukylfinga hefur orðið uppvís að tæplega tveggja milljóna króna fjárdrætti úr sjóðum samtakanna. Hörður Arnarson, formaður þeirra, segir að maður- inn, sem er golfdómari og hefur verið starfsmaður Golfsam- bandsins, hafi ekki enn verið kærður til lögreglu enda sé það fé- laginu frekar í hag að reyna að endurheimta peningana en að fara fyrir dómstóla. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál sem getur haft mikil áhrif á fjárhags- stöðu samtakanna,1' sagði Hörður Am- arson, formaður Samtaka íslenskra atvinnukylfinga, í samtali við DV þeg- ar hann var spurður um milljóna fjár- drátt eins starfsmanna þeirra. Stal ársveltu Samkvæmt Herði er enn ekki kom- ið alveg á hreint hversu miklu fé starfs- maðurinn skaut undan þar sem bók- haldið væri ekki nógu skýrt. „Það er ljóst að upphæðin er einhvers staðar um tvær milljónir. Við erum að fara ofan í kjölinn á bókhaldinu og það verður klárt fyrir aðalfund samtak- anna 3. nóvember hver upphæðin er raunverulega," sagði Hörður. Aðspurður sagði Hörður að fjár- drátturinn hefði staðið í um tuttugu mánuði. Ársvelta samtakanna, sem telja um 35 manns og eru að mestu leyti skipuð golfkennurum, er á bilinu 1,5 til 2 milljónir og því má heita að óprúttni starfsmaðurinn hafi dregið til sín eins árs veltu. í sáttahug Starfsmaðurinn hefur ekki ver- ið kærður enda sagði Hörður það alls ekki vera mikilvægast fyrir samtökin að draga manninn fyrir dóm. „Það eru hagsmunir félagsins sem skipta öllu máli. Okkar von er að hægt sé að end- urheimta peninginn með einhverjum „Okkar von er að hægt sé að endurheimta pen- inginn með einhverj- um leiðum enda munar okkur svo sannarlega um þennan pening." leiðum enda munar okkur svo sann- arlega um þennan pening. Við viljum helst af öllu sleppa við að fara dóm- stólaleiðina enda hefur það eingöngu í för með sér kostnað fyrir okkur," sagði Hörður. Fríar sig ekki ábyrgð Hörður sagðist ekki geta sagt til um það hvemig starfsmaðurinn hefði get- að stungið slíkum upphæðum undan án þess að nokkur tæki eftir því. „Það er alveg ljóst að stjómin getur ekki fríað sig ábyrgð. Við tókum ekki eftir þessu og verðum að axla ábyrgð. Það eina sem við getum gert núna er að setja þetta í guðs hendur og biðja fyr- ir því að hann borgi þetta til baka. Það væri besta leiðin fyrir alla," sagði Hörð- ur. Hinn fingralangi starfsmaður starf- ar ekki lengur hjá samtökunum eða Golfsambandi íslands. oskar@dv.is I Laugardalnum Skrifstofa Samtaka íslenskra atvirmukylfinga er f húsnæöi Iþrótta- og Ólympfusambands Islands I Laugardal. íslendingarnir neita sök í stærsta dópmáli ársins f gær voru þingfestar ákærur á hendur fjórmenningunum Ólafi Ág- ústi Ægissyni, Ársæli Snorrasyni, Herði Eyjólfí Hilmarssyni og Hol- lendingnum Johani Hendrik í hinu svokallaða Stóra BMW-máli en þeir voru gripnir við að afferma 25 kíló af amfetamíni og hassi úr bensíntanki BMW-bifreiðar á Krókhálsi í apríl. Aukþess var krafist upptöku á BMW- bifreiðinni en hún var á nafni sonar Iiarðar Eyjólfs og var upptakan sam- þykkt í gær. Allir voru þeir ákærðir fyrir stór- felld fíkniefnalagabrot. Herði Eyjólfi og Johani var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi ffkniefnanna sem og að hafa haft í hyggju að dreifa og selja ffkniefnunum. Hörður Eyj- ólfur neitaði sök við þingfestingu í gær og það sama gerði Hollending- urinn. Hann neitaði að hafa kom- ið hingað til lands til að taka á móti Enginn feluleikur Hollendingurinn Johan Hendrik sá ekki ástæðu til aö skýia sér á bak viö blöð þegar hann mætti fyrir dómara I gær. fíkniefnunum og neitaði jafnframt að hafa átt þátt í að flytja efnin til landsins. Johan játaði hins vegar að hafa haft milligöngu um kaup á bif- reiðinni ytra. Ársæll Snorrason og Ólafur Ág- ústÆgisson eru ákærðir fyrir að hafa haft í hyggju að dreifa og selja fíkni- efnin og neituðu þeir báðir sök. Lög- maður Ársæls, Jón Magnússon, gat þess reyndar að Ársæll myndi tjá sig frekar við aðalmeðferð málsins sem fer fram 30. nóvember næstkom- andi. Jón furðaði sig einnig á því að Herbjörn Sigmarsson, sem var fimmti maðurinn sem handtekinn var í tengslum við málið, skyldi ekld vera ákærður en Kolbrún Sævars- dóttir frá embætti ríkissaksólcnara sagði ástæðuna sú að þau gögn sem embættið hefði gegn honum hefðu elcki þótt UJdeg tíl að duga til saJcfell- ingar. oskar@dv.is Ákærur voru þingfestar í Stóra BMW-málinu í Héraðsdómi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.