Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Helgin DV Sumar konur flokkast óhjákvæmilega til ofurkvenna. Þær eru í tveimur störfum og hugsa auk þess um stóra fjölskyldu. DV heyrði í þremur konum sem allar unnu sem flugfreyjur og hjúkrunarfræðingar á sama tíma. Allar þrjár eiga það sameiginlegt að vera duglegar konur sem láta drauma sína rætast. Fylgdi sjúklingunum alla leið heim Með börnunum Gunnhildur með dætrum sínum, Herdisi Ósk, 9 ára, Steinunni Maríu, 6 ára, og Margréti Lilju, 15 mánaða. DV -mynd: Úr einkasafni * g var í fullu starfi sem flug- freyja þegar ég var í hjúkr- unarfræði í Háskóla ís- lands aukþess sem ég varð ófrísk að mínu öðru barni strax á fyrsta ári,“ segir Gunnhildur Árna- dóttir hjúkrunarfræðingur, fyrr- verandi flugfreyja og þriggja barna móðir en tekur ekki undir þær stað- hæfingar blaðamanns að hún sé einhver ofurkona. Alls ekki. Þeir sem sest hafa á skólabekk í hjúkrun eða þekkja einhvern sem farið hefur í gegnum námið vita hins vegar að hjúkrunarfæð- in er ekki auðvelt fag. „Þetta gekk ótrúlega vel en gat orðið skondið á köflum. Þegar ég var í verknám- „Þeir hittu mig þá um morguninn í hjúkku- búningnum á sjukm- húsimt en ífíugfreyju- búningnum á kvöldin í fíuginu tií Akureyrar." inu á morgnana og fluginu á kvöld- in hittist þrisvar sinnum á að ég fylgdi sjúklingunum alla leið heim. Þeir hittu mig þá um morguninn í hjúkkubúningnum á sjúkrahúsinu en í flugfreyjubúningnum á kvöld- in í fluginu til Akureyrar," segir I \oftinu „Þegarég varí verknáminu á morgnana og fluginu á kvöidin hittist þrisvar sinnum á að ég fylgdi sjúklingunum aiia leiö heim. Þeir hittu mig þá um morguninn I hjúkkubún- ingnum á sjúkrahúsinu en i flugfreyjubúningnum á kvöldin i fluginu til Akureyrar," segir Gunnhildur hlæjandi. DV-mynd: Stefán Gunnhildur hlæjandi og bætir að- spurð við að henni þyki ágætt að hafa mikið að gera. „Mér líður líka voðalega vel þegar það er rólegt en stundum verður maður einfaldlega að leggja meira á sig svo hlutirnir gangi upp." Margir samnemendur hennar unnu ekki með náminu en Gunn- hildur segist líklega ekki hafa gert sér grein fyrir annríki sínu fyrr en hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræð- inni og lagði flugfreyjustarfið á hill- una í leiðinni. „Eg held að hvorki ég né einhverjir aðrir hafi neitt spáð í þetta. Öllum fannst þetta frekar sjálfsagt en þegar ég útskrifaðist sá ég hversu mikið álag hafði verið á mér. Það væri náttúrulega óskandi að ungt fólk þyrfti ekki að vinna meðfram náminu en hins vegar held ég að margir neyðist til þess, ef þeir ætla að geta gert það sem þeir vilja og lifað góðu lífi." Gunnhildur fór snemma að vinna en hún ólst upp á Sauðár- króki. „Fyrsta starfið var í Kaupfé- laginu þar sem ég raðaði í poka, svo fór ég í unglingavinnuna og var 13 ára farin að vinna í fiski. Ég hef allt- af starfað með skólanum og vann í fiski á kvöldin þegar ég var í 9. og 10. bekk. Ég hugsa að þetta sé bara sjálfstæðið, ég vildi ekki vera upp á aðra komin," segir hún og bætir við að það sé aldrei að vita nema hún taki fram flugfreyjubúninginn aft- ur og skelli sér í loftið á milli vakta. „Ég er að vinna í heimahjúkrun hjá Heilsugæslustöðinni í Kópavogi eins og er. Ég hafði mjög gaman af flugfreyjustarfinu en tíminn verð- ur að leiða í ljós hvort ég fari í það aftur. Kannski þegar bömin verða eldri." Leit á erfiða farþega sem áskorun Flugfreyja„Það varsvo gaman að vinna á svona stórum og fjölbreyttum vinnustöð- um og samferðafólk mitt í gegnum tiðina hefur verið litrikt og skemmtilegt auk þess sem engar tvær vaktir voru eins.“ Eg held að ég hafi aðallega verið forvitin, vildi vita hvort ég kæmist að, sem ég gerði," segir Valgerður Lárusdóttir sem starfaði í mörg ár bæði sem flugfreyja og hjúkrun- arfræðingur. Valgerður útskrifað- ist úr gamla Hjúkrunarskólanum árið 1966 og fór þá strax á nám- skeið hjá Loftleiðum. Við tóku flug til Ameríku, Evrópu og Skandin- Hjúkrunarfræðingur "Á þessum tlma voru þetta yfirleitt sumarráðningar svo ég starfaði við hjúkrunina á Landspltalnum á haustin," segir Valgeröur. avíu og Valgerður segir þetta hafa verið afar skemmtilegan tíma. „Á þessum tíma voru þetta yfirleitt sumarráðningar svo ég starfaði við hjúkrunina á Landspítalanum á haustin. Árið 1980 fóru Flugleið- ir að bjóða upp á 50% starf þannig að ég gat unnið annan hvern mán- uð við flugið og hina mánuðina við hjúkrunina," segir Valgerður sem starfaði þá á endurhæfingardeild Grensásdeildar. „Á þessum tíma vantaði alltaf hjúkrunarfræðinga svo ég gat unnið mánuð og mán- uð í senn enda var allt þegið." Aðspurð segir Valgerður fjöl- breytnina hafa verið mikla á þessum tíma. „Þetta var ofsalega skemmilegt. Við keyptum okk- ur líka sumarbústað svo þarna var ég með tvö heimili, tvö börn og eiginmann og tvær vinnur svo það var nóg að gera," segir hún og bætir við að henni líði tvímæla- laust best þegar hún hafi í nógu að snúast. „Það var svo gaman að vinna á svona stórum og fjöl- breyttum vinnustöðum og sam- ferðafólk mitt í gegnum tíðina hef- ur verið litríkt og skemmtilegt auk þess sem engar tvær vaktir voru eins," segir hún og viðurkennir að hún hafi þurft að búa yfir mikilli þjónustulund. „Ég varð ekki beint þreytt, ég leit á erfiða farþega sem áskorun og hafði gaman af því að láta þá ganga brosandi frá borði. Það sama gilti um sjúklingana, það var notalegt að ganga frá vakt- inni vitandi að sjúklingunum liði vel." Valgerður gerði starfsloka- samning við Flugleiðir eftir rúm- lega 30 ára starfsaldur og er einn- ig hætt í hjúkruninni. „Við eigum fimm barnabörn og það er voða- lega gaman að hafa tíma fyr- ir börnin, fjölskylduna og allan vinahópinn." Boeing 757 „Ég varð ekki beint þreytt, ég leit á erfiða farþega sem áskorun og hafði gaman afþvi að láta þá ganga brosandi frá borði. Það sama gilti um sjúklingana, það var notalegt að ganga frá vaktinni vitandi að sjúklingunum liði vel."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.