Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 20
21 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006
Fréttir DV
SMHIeMÍ
Fjórar konur hafa orðið fyrir
mjög hrottalegu kynferðisofbeldi
með skömmu millibili. Öll eiga
brotin það sameiginlegt að menn
völdu konur af handahófi eftir að
hafa ákveðið fyrirfram að nauðga.
Fólk er slegið yfir þessum at-
burðum en það er mjög sjaldgæft
að konur sem verða fyrir nauðg-
unum þekki gerandann ekkert.
Hrottafengin nauðgun
Vopnaður maður réðst á 22 ára
stúlku á göngustíg milli Arnar-
bakka og Suðurfells í Reykjavík 10.
ágúst. Hann réðist aftan að stúlk-
unni og bar hníf að hálsi henn-
ar, henti henni því næst í jörðina
og vafði sjali um höfuð hennar.
Stúlkan segir hann því næst hafa
dregið niður um hana buxurnar,
„hjakkast" með fingrum í leggöng-
um hennar og hlegið. Hann bar
svo logandi kveikjara að kynfær-
um hennar og hótaði að kveikja
í henni. Með hnífnum skar hann
svo utan af henni brjóstahaldar-
ann, káfaði og sleikti brjóst henn-
ar.
Stúlkan barðist hart á móti
manninum og náði þrisvar að losa
hendur sínar og gat þá klipið hann
og togað í skegg hans. Hann beit
hana þá í hálsinn svo sá á eftir en
gafst að lokum upp við að reyna að
koma vilja sínum fram við hana.
Áður en hann fór hélt henni á
grúfu með því að setja annað hné
sitt í bak hennar en hitt á höfuð
hennar og stal af henni peningum
og farsíma. Hann skildi símakort
hennar eftir og sagði að hún hefði
þurft á vinum að halda í þeirri
stöðu sem hún væri í.
Maðurinn fannst og var
dæmdur í Héraðsdómi Reykja-
víkur síðastliðinn fimmtudag.
Hann er 28 ára, frá Mosfellsbæ
og heitir Sigurður Rafn Ágústs-
son. Hann hlaut þriggja og hálfs
árs fangelsisdóm.
Þrjár svipaðar nauðganir í
október
Þrjú svipuð mál hafa átt sér stað
í október. Öll eru þau enn óupplýst
og hefur óhug sett að fólki vegna
þessa.
Það fyrsta þessara atvika átti sér
stað aðfaranótt 8. október. Tveir
menn réðust á þá stúlku um tví-
tugt í húsasundi við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Annar hélt hönd-
um hennar á meðan hinn kom fram
vilja sínum með ofbeldisfullum
hætti. Þeir rændu einnig af henni
peningum.
Árásarmennimir eru ófundnir.
Sláandi líkt mál
Átján ára stúlku var nauðgað að-
faranótt laugardagsins 21. október
við Þjóðleikhúsið. Málið þykir slá-
andi líkt því fyrra. Stúlkan gat litl-
ar sem engar upplýsingar gefið um
mennina.
Árásarmennimir era ófúndnir.
Þóttist hjálpsamur
Stúlku um tvítugt var nauðgað
aðfaranótt síðasta sunnudags, dag-
inn eftir nauðgunina við Þjóðleik-
húsið. Stúlkan er
erlend en stund-
nám hér á
landi. Hún
var á leið
heim
eftir að hafa verið að skemmta sér í
Reykjavík. Á leið niður Laugaveginn
stöðvaði hana maður sem bauðst
til að aka henni heim fyrir þóknun.
Stúlkan hélt að um hjálpsemi væri
að ræða og þáði boðið.
Maðurinn ók henni því næst út
fyrir bæinn og nauðgaði. Eftir það
keyrði hann hana að Laugardals-
laug og skildi eftir.
Stúlkan gat litlar lýsingar gef-
ið á manninum en sagði hann hafa
talað enslcu. Hún var þó óviss um
þjóðerni hans.
Árásarmaðurinn er ófundinn.
í hana. Mér finnst að það þurfi að
bæta. Rannsóknir sýna að meðferð
skilar árangri."
Líklega sömu menn að verki
„Það eru mjög hættulegir menn
sem ganga lausir," segir Óttar Guð-
mundsson geðlæknir. Hann hef-
ur unnið töluvert með kynferðisaf-
brotamenn. Hann telur kenningar
um svokallaða eftirhermuhegðun
ekki eiga við rök að styðjast en um
það fjallaði blaðið síðasta fimmtu-
dag, heldur að líklegt sé að sömu
mennirnir hafi verið að verki í öll
skiptin.
„Svona atburðir eru mjög skelfi-
legir og sjaldgæfir því í um 90% til-
fella í svona málum þekkjast ger-
andinn og þolandi. Svona glæpir
eru fátíðir og mér finnst líklegt að
þarna séu sömu mennirnir á ferð í
öll þrjú skiptin, segir Óttar.
Kynferðisafbrotamenn ekki
skikkaðir í meðferð
Anna Kristín Newton, sálfræð-
ingur hjá Fangelsismálastofiiun rík-
isins, segir að sem betur fer hafi ís-
lendingar ekki mikla reynslu af jafn
skelfilegum glæpum og nauðgun-
um sem þessum. „Það er þó ef tíl vill
þess vegna sem við erum líka svolít-
ið ráðþrota núna," segir Anna.
„Allar nauðganir eru hræðileg-
ar en ég legg það ekki að jöfnu þeg-
ar maður fer heim með konu eftir
skemmtun og nauðgar, og þá glæpi
sem eru fyrirfram skipulagðir."
Hún segir ekki hægt að kenna
samfélaginu eða bakgrunni manna
sem svona gera um glæpi þeirra og
leggur áherslu á að nauðganir sem
þessar snúist ekki um kynhvöt held-
ur valdníðslu gagnvart manneskju.
Anna segir reynslu sína af því
hvort menn sem svona gera sýni
merki um iðrun eða bata mjög mis-
jafna. „Þvl miður eru menn sem
fremja svona glæpi ekki skikkaðir í
meðferð og komast jafnvel ekki
„Þolendur koma glæpnum
ekki við"
„Það er mikilvægt að umræðan
verði ekki á þann veg að konur séu
hvattar til að gæta sín í hvívetna, svo
sem hverju þær klæðist og hvernig
þær hegða sér," segir Þórunn Þórar-
insdóttir, ráðgjafi Stígamóta. Hún ít-
rekar að þeir sem verði fyrir brotum
eigi engan þátt í glæpunum sjálfum
og engin leið sé að segja til um hvers
konar manneksju ofbeldismennirn-
ir velja.
„Þetta er samfélagslegt vanda-
mál. Eina leiðin til að vinna bug á
því er í gegnum það. Til að það tak-
ist þarf að upplýsa fólk um að svona
brot eru ólíðandi. Við sendum
skilaboð um það til dæmis í gegn-
um dóma og með því að sýna að
við lítum svona glæpi alvarlegum
augum," segir Þórunn. Aðspurð um
hvort hún telji að nauðsynlegt sé
að þyngja dóma segir hún svo vera.
„Helst viljum við þó sjá fleiri dóma,"
segir Þórunn og vísar í þá staðreynd
að hér á landi er miklum fjölda kæra
um kynferðisafbrot vísað frá.
í tölulegum upplýs-
ingum frá ríkis- lög-
reglustjóra
koma
fram
for-
vitni-
legar
upplýs-
ingar. Til
að mynda
afdrif mála hjá
ákæruvaldinu
árið 2002. Þá
var heild-
arfjöldi af-
greiddra
kynferðisaf-
brotamála
191 en aðeins
var ákært í
86 málum.
Dómar
félluhins
vegar
í sjö
nauðgunarmálum, sakfellt var í
fjórum þeirra.
Margt bendir svo til þess að tölur
um tílkynntar nauðganir segi ekki
nándar nærri alla söguna vegna
þeirrar skammar sem sá finnur
sem fyrir henni verður. Talið er að
líklegt að sjálfsásökun konu verði
enn meiri ef maður sem hún þekk-
ir nauðgar henni en það eru langal-
gengast.
Þyngri refsingar
Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-
formaður Samfýlkingarinnar, hef-
ur mikið látið að sér kveða í þessum
málaflokki. Hann segir nauðsynlegt
að þyngja dóma í kynferðisafbrota-
málum til muna og telur ámælisvert
að löggjafinn hafi ekki nýtt sér þann
rúma refsiramma sem er í þessum
málaflokki.
„Dómstólar hafa ákveð-
ið að hunsa stóra
hluta þess refsi-
ramma og dæma yfirleitt nálægt
bomi refsirammans. Dómstólar
nota hins vegar mun meira af refsi-
rammanum í fíkniefnamálum og í
hinum svokölluðum hvítflibbabrot-
um. Þessir skammarlegu léttu dóm-
ar í kynferðisafbrotum, bæði gegn
börnum og fullorðnum, særa rétt-
lætiskennd þjóðarinnar og bjóða
hættunni heim að fólk taki lögin í
sínar eigin hendur eins og dæm-
in sýna," segir hann. Ágúst bend-
ir einnig á að hann telji ekki aðeins
nóg að ná fram hærri dómum held-
ur þurfi einnig að fjölga þeim mál-
um sem komast í gegnum kerfið.
Nauðsynlegt að auka öryggi
borgaranna
í sumar var stofað nýtt lögreglu-
embætti á höfuðborgarsvæðinu og
tekur það tíl starfa í janúar á næsta
ári. „Markmið þessa nýja embætt-
is er að auka öryggi og öryggistil-
finningu þeirra sem búa á höfuð-
borgarsvæðinu. Við viljum líka gera
lögregluna sýnilegri og efla hverfis-
gæslu," segir Stefán Eiríksson, lög-
reglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
„Okkur á aldrei eftir að takast að
útrýma glæpum en við getum dreg-
ið úr þeim og eflt rannsóknir saka-
mála og gert þær betri og skilvirkari.
Við ætlum okkur einnig að setja á
laggirnar sérstaka rannsóknardeild
sem annast og rannsakar kynferðis-
brot," sagði Stefán.
Hann vill einnig hvetja fólk við
að koma á framfæri upplýsingum
til lögreglu. Litlar upplýsingar getí
skipt lögreglu miklu þegar verið
er að setja saman heildarmynd
glæps.
karen@dv.is