Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 Fréttir DV Ummæli vikunnar „Guðlaugur Þór fær svipaða verkun. (pistlum sínum kallar ráðherrabloggarinn hann Gullfreð! Þessi orðvari stuðningsmaður Björns Bjarnasonar laumar því í jafnframt að lesendum sínum að að svo óprúttinn sé Gullfreð að hann í-skirrist ekki við að kaupa sér atkvæði I með því að halda partí á kostnað skattgreiðend- anna!" Ofurbloggarirw Össur SkarphéÖins- son aö fjalla um Friðjón Friðjónsson starfsmann dómsmálaráðuneytisins og einhvers konar hirðbloggara Björns Bjarnasonar. Gvööööð, geturþað virkilega verið? Að stjórnmálamenn haldi sér veislur á kostnað skattborgar- anna. Veit fjármálaráðherrann af þessum ósóma? „( Kastljósi í fyrradag og í Morgunblaðinu á sunnudag var rætt við móður poppstjörnunnar Dr. Mister. I þessum viðtölum kom fram sú skoðun að fjölmiðlar hafi veitt lífstíl sonar hennar of mikla athygli, sem sé slæmt fyrir hann sjálfan og„ábyrgðarlaust" gagnvart unglingum sem eru aðdáendur hljómsveitar sonarins. Ástæðan er að Dr. Mister, eða (var Örn Kolbeinsson [...] hefur í viðtölum gefið út stórkarlalegar yfirlýsingar um taumlaust líferni sitt, kynlíf, sukk og ómælda kókaínást." Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara að ræða um bullið i kringum dóphausinn Ivar Örn. Eru ekki aiiir búnir að fá upp í kok afþessari umræðu? Aumingj- ans strákurinn hefur málfrelsi eins og aðrir og effjölmiðlar hafa geð i sér að birta bullið sem rennur upp úr honum, tja, þá það. „Þótt við næðum 300.000 manns á dögunum erum við ennþá bara ( 178. sæti yfir stærstu þjóðir heims. Þessi staðreynd er auðvitað reiðarslag og ámóta mikið spark í pung þjóðarstoltsins og þegar kom upp úr kafinu að handbolti er í 126. sæti yfir vinsælustu íþróttagreinar heimsins, einu sæti á eftir mexí- kósku hanaati. Alls konar lúsera- þjóðir eru fjölmennari en við." Dr. Gunni i Bakþönkum Frétta- blaðsins að býsnast yfir því að Islendingareru ekki nafli alheimsins þótt þeir telji það sjálfír. Ekki gleyma „miðað við höfðatölu" doktor. Þá erum við mestir og bestir í öllu. Annarserekki vitlaus hugmynd að skipta á handboltaog hanaati sem þjóðariþrótt. „Rfkissaksóknari hefur heimildir til að hefja rannsóknir á málum að eigin frumkvæði. Það hefur hann gert með meint hlerunarmál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Kannski má rfkissaksóknari láta frekar til sfn taka. Hann gæti til að mynda látið látið rannsaka upphaf Baugsmáls- ins, grun og fullyrðingar um ólögmætar hleranir og njósnir lögreglunnar og eflaust fleira og þá hvort rétt sé að lögreglan haldi skrár yfir félagsmenn einstakra samtaka og félaga [...] sé rétt að slíkar skrár séu til og þær notaðar í leyniherbergjum í lögreglustöð- inni." Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Blaðsins, I leiðara að fjalla um vandmeðfariö vald. Þetta er satt og rétt, en að ríkissaksókn- ari fari að rannsaka lögregluna er álika líklegt og endurkoma Krists á | okkar tímum. Leiklistarhjónin Þórhildur Þorleifsdóttir og Arnar Jónsson ætla að setja heitan pott út á svalir hjá sér á íjórðu hæð á Skólavörðustígnum. Arnar lenti í slysi fyrir 20 árum og segir Þórhildur það vera gott fyrir hann að fara í heitan pott. „Gott fyrir Arnar að ligqja í heitum potti „Við erum reynd- ar ekki búin setja pottinn upp en við Ui stefnum að því fljótlega" Þórhildur Þorleifsdóttir er komin á fullt í prófkjörsslagnum fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Þórhildur sækist eftir 7. til 8. sæti en segist ekki vera að stressa sig neitt sérlega á þessu öllu saman. Þórhildur og eiginmaður hennar, stórleikarinn Arnar Jónsson, sóttu nýverið um leyfi fyrir því að setja heitan pott út á svalir hjá sér. „Við vorum að breyta hjá okk- ur og ákváðum að sækja um leyfi fyrir þessu líka. Til að vera ekki að senda Reykjavíkurborg of mörg er- indi," segir Þórhildur Þorleifsdótt- ir, leikstjóri og frambjóðandi Sam- fylkingarinnar, um heitan pott sem hún og maðurinn hennar, stórleik- arinn Arnar Jónsson, hafa sótt um leyfi fyrir. Gott fyrir Arnar að liggja í heitum potti Hjónin hafa sótt um leyfi fyrir því að setja heitan pott út á svalirnar hjá sér þar sem þau búa á fjórðu hæð við Skóiavörðustíg. „Þetta er afskaplega gott fyrir manninn minn sem á við meinsemdir að stíða. Hann slasaðist iila þegar hann hrapaði af vinnupöll- um fyrir 20 árum og hefur átt í erfið- ieikum með fætuma og það er mjög gott fyrir hann að vera í heitu vatni," segir Þórhildur. „Við erum reyndar ekki búin setja pottinn upp en við stefnum að því fljótlega," seg- ir Þórhildur og b'ætir við að þau ætíi ekki að setja upp svo- kallaðan rafmagnspott sem er mik- ið í tísku í dag heldur ætli þau að setja upp hefðbundinn pott. „Við erum ekki með baðker heldur sturtu þannig að þetta er alveg upplagt," segir Þórhildur og hlær. f framboði Þórhildur hefur sterkar skoðanir Þægilegur pottur Þórhildur og Arnar eru 'ekki með baö heima hjá sér og þvl er heitur pottur kærkomin viðbót. varðandi framboðsmál og segir það ekki góðri lukku stýra að þeir sem hafl mest fjármagnið séu mest áberandi í prófkjörum. „Það ætti kannski að koma upp sameiginlegum kosningaskrif- stofum þar sem allir frambjóðendur hafa aðstöðu," segir hún. Þórhildur ætlar ekki að opna kosningaskrif- stofu en hún verður með aðstöðu í kaffihúsinu Rauðu myllunni á Skóla- vörðustíg 14, gegnt hegningarhús- inu. myrdal@dv.is Misvísandi myndir af hvaladrápi ganga á vefsíðum um allan heim íslendingum kennt um grindhvaladráp Grindhvaladráp Það eru Færeyingar sem eru þekktari fyrir grindhvaladráp en Islendingar. Þessi mynd, ásamt fleirum, af grindhvaladrápi gengur nú á hinum ýmsu vefsíðum um alian heim. Mynd- imar eru frá grindhvaladrápi í Færeyj- um en á vefsíðunum stendur að þær séu ffá fslandi. Ekki er hægt að átta sig á því hvort þetta er viljandi gert eða hvort þeir sem láta þessar mynd- ir ganga viti ekki betur. Ekki mun þetta vera til þess að bæta alheimsálitið á fs- lendingum. Eins og flestir vita mega Kristján Loftsson og hans menn hjá Hval að- eins skjóta langreyðar og hrefnur í þetta sinn, samkvæmt blessun sjávar- útvegsráðherrans Einars K. Guðfinns- sonar. Lax úr Breiðdalsá, hugsanlega eldislax Norskureldislax gengurekki íár Ný rannsókn bendir til þess að tiltölulega iftið hlutfall af strokulaxi úr eldiskvíum í Noregi gangi upp í laxveiðiár landsins. Strokulaxinn virðist aðallega halda til hafs þar sem hann endar ævi sína. Rann- sóknir á merktum eldislaxi í Alta í Noregi hafa leitt i ljós að enginn hinna merktu laxa hafi veiðst aftur í laxveiðiánum eftir að þeir sluppu eða var sleppt úr kvíum í tilrauna- skyni. Þetta eru góðar ff éttir fyrir ís- lenska laxveiðimenn sem hafa haft áhyggjur af eldisfiski í íslenskum lax- veiðiám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.