Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 1 7
Ungir Bretar
mest í kynlífi
Bresk-
ir unglingar
stunda mest
kynlíf með-
al jafnaldra
sinna í Evr-
ópu. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn á veg-
um Institue for Public Policy Re-
search. 38% 15 ára unglinga í Bret-
landi sögðust hafa stundað kynlíf á
liðnu ári en næstir koma unglingar
í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi
með 28% hlutfail. Minnsta kynlífið
var hjá Pólverjum og Spánverjum
eða 15%. Bretar upplifa neikvæð-
ar hliðar þessa kynlífs, því hvergi í
Evrópu er jafnhátt hlutfali mæðra á
unglingsaldri. ísland var ekki með í
þessari rannsókn.
Vill hórurhanda
hernum
Ein af fremstu
þingkonum Hol-
lands wili að
hollenskar hór-
ur verðir sendar
utan til að hjálpa
hollenskum her-
mönnum við að
slaka á þar sem þeir eru staðsett-
ir. Annemarie Jorritsma, meðlimur
hægriflokksins WD og borgarstjóri
í Almere, kom fram í hollenska
ríkissjónvarpinu með þessa kröfu
sína. Og verkalýðsfélag vænd-
iskvenna í Hollandi styður þéssa
kröfu Annemarie. Hins vegar eru
yfirmenn hersins ekki jafnhrifnir af
hugmyndinni. „Ég held að konan
mín verði ekki hrifin af þessu," seg-
ir ónefndur hollenskur herforingi
í samtali við eitt dagblaðanna þar-
lendis. Um 2.000 hollenskir her-
menn eru nú erlendis, að mestu í
Bosm'u og Afganistan.
Brutust inn í
tóman banka
Gengi af rúmenskum banka-
ræningjum greip í tómt þegar það
braust inn í Nova Bank í miðborg
Constanta. Þeir bjuggust við góð-
um feng en áttuðu sig ekki á því að
bankinn var að flytja í nýtt húsnæði
svo allar hirslur hans voru tómar.
Að sögn lögreglunnar reyndu
þjófamir að stela hverju
sem var þegar ljóst var
að engir peningar voru
til staðar. Reyndu þeir
meðal annars að rífa
hitalagnir af veggjum
bankans en
ánárang-
ms.Vitnisátil
þjófanna á hlaup-
um frá bankan-
um, tómhentra, en
lögreglan var of sein á
staðinn til að grípa þá.
Vodkasafn í
Rússlandi
Rússar hafa
opnaðvodka-
safnmeðyfir
50.000 flöskum
afþjóðardrykk
sínum til sýnis.
Á safninu, sem
er í Moskvu,
eru sýnd ýmis
afbrigði af
áfenginu, þar á meðal flöskur sem
eru yfir 200 ára gamlar. Þar eru
einnig safngripir eins og sérút-
gáfan sem gerð var til að minnast
þeirra sjóliða sem fórust með kaf-
bátnum K-19. Aiexander Nikishin,
forstjóri safnsins, býður öllum
gestum að smakka tíu mismun-
andi afbrigði af vodka og fullvissar
alla um að ekkert af þeim sé ólög-
lega bruggað. Á hverju áru deyja
hundruð Rússa af því að drekka
ólöglegan vodka/landa sem seld-
ur er á svartamarkaðinum.
Sacha Baron Cohen, eða Ali G, eða Borat frá Kasakstan, fór um víðan völl í Bandaríkj-
unum við upptökur á mynd hans sem brátt verður tekin til sýninga. Ýmislegt er farið að
spyrjast út um atriði í myndinni og í nýlegri umfjöllun BBC kemur fram að Borat hafi
skilið eftir sig slóð af stórmóðguðu þekktu fólki vestan hafs.
En þegar Borat fór að segja þeim að
konan hans ynni öll verkin á bóndabæ
þeirra, „...já, hún dregur pióginn.." og
að konur gengju þremur skrefum á eft-
ir mönnum sínum, „...það voru tíu skref
áður, land mitt er að þróast írétta átt...".
KnnEWiUiU diifeiidii
Talskonur Veteran Feminists of America töldu Borat vera að gera
heimildarmynd um konur í þriðja heiminum. Þó runnu á þær
tvær grímur þegar Borat spurði þær hvemig hann kæmist í sam-
band við Pamelu Anderson - og bað þær um að lyfta upp pilsum
sínum. Og spurði þær óvænt hvort þær þekktu Baywatch.
Flestir búast við því að nýjasta
mynd spaugfuglsins Sachas Bar-
ons Cohen, eða Ali G, um ævintýri
blaðamannsins Borats frá Kasak-
stan í Bandaríkjunum, verði met-
sölumynd. Ýmislegt hefur spurst út
um myndina og efni hennar. í ný-
legri umfjöllun BBC kemur fram að
Borat hafi skilið eftir sig slóð af stór-
móðguðu þekktu fólki vestan hcifs.
Femínistar sármóðgaðir
Þegar frekar sjúskaður erlendur
blaðamaður með yfirvaraskegg og í
krumpuðum jakkafötum, sem talaði
lélega ensku, kom í stúdíó listakon-
unnar Lindu Stein í New York taldi
Linda að hún væri að hjálpa til við að
stuðla að auknum réttindum kvenna.
Linda og tvær aðrar talskonur sam-
takanna Veteran Feminists of Amer-
ica samþykktu viðtal við blaðamann-
inn Borat þar sem þær töldu að með
því væru þær að taka þátt í heimildar-
mynd til hjálpar konum í vanþróuðu
ríkjunum. En þegar Borat fór að segja
þeim að konan hans ynni öll verkin
á bóndabæ þeirra, „...já, hún dregur
plóginn...'1, og að konur gengju þrem-
ur skrefum á eftir mönnum sínum,
„...það voru tíu skref áður, land mitt
er að þróast í rétta átt..." og spurði svo
hvemig hann gæti kynnst Pamelu
Anderson, fóru að renna á þær tvær
grímur. Þegar hið saima er komið í
ljós eru þær sármóðgaðar.
Töldu hann bara ómenntaðan
„Ég hélt að við værum að tala við
ómenntaðan mann, kannski frá ein-
hverjum ættflokki," segir Linda Stein í
samtali við BBC. „Við töldum í sann-
leika sagt að við værum að hjálpa
konum um allan heim." Linda og vin-
konur hennar eru ekki þær einu sem
Borat gabbaði upp úr skónum. „En
þegar viðtalið var hafið spurði hann
allt í einu mjög óvænt: „Þekkið þið
Baywatch?"
Það var hins vegar ekki fyrr en Borat
sagði að konur væru með minni heila
en karlmenn að Linda Stein reyndi að
henda honum út. „Framleiðendur"
Borats tókst hins vegar að róa hana
niður, sögðu að Borat vissi ekki bet-
ur. En Borat gekk svo endanlega fram
af femínistunum þegar hann bað um
að fá að kíkja undir piis þeirra. „Borat
skuldar mér fyrir þetta, hann ætti að
kaupa eina styttu af mér," segir Linda
en henni hefur verið boðið á frumsýn-
ingu myndarinnar 2. nóvember.
Ali G eða Borat Skildi eftirsig slóð afsármóöguðum þekktum persónum IBandarikjunum.
Ræðuþjálfari tekinn á beinið
Af öðrum sem lentu í Borat og
BBC hafði samband við má nefna
ræðuþjálfarann Pat Haggerty í Wash-
ington. Sá taldi sig vera að reyna
að kenna Borat húmor en sá síðar-
nefndi sagði brandara um kynlíf með
tengdamóður sinni og að hann hefði
vangefinn bróður sinn læstan inni í
búri.
„Þegar kennslusmndin var hálfii-
uð gekk ég að einum framleiðend-
anna og sagði honum að þessi gaur
gæti ekki verið raunverulegur," segir
Haggerty. „En þeir höfðu borgað mér
fyrir þetta svo ég reyndi að vera eins
fagmannlegur og ég gat." Haggerty er
orðinn þekkmr fyrir þessar upptökur
með Borat og vonast til að það hjáipi
sér með ferilinn.
Wesley Snipes fundinn í Namibíu við upptökur á nýrri kvikmynd
Snipes er á flótta undan skattayfirvöldum
Leikarinn Wesley Snipes er
kominn fram í dagsljósið en hann
vinnur nú við upptökur á nýrri
hryllingsmynd í Namibíu. Snipes
er á flótta undan skattayfirvöldum
í Bandaríkjunum sem hafa ákært
hann fyrir skattsvik að jafnvirði
um 850 milljóna kr. í síðustu viku
greindum við frá því að skatturinn
vestan hafs vissi ekki hvar Snipes
væri niðurkominn og því ekki búið
að birta honum ákæruna. Nú í
vikunni fór skatturinn fram á að
Snipes yrði framseldur en yfirvöld í
Namibíu höfnuðu þeirri beiðni.
Það var breska blaðið Daily Mir-
ror sem fyrst birti fréttina um hvar
Snipes heldur sig þessa dagana.
Myndin sem leikarinn vinnur að
núna ber nafnið Gallowwalker og
staðfesti framleiðandinn, Joanne
Reay, það í samtali við blaðið að
Snipes væri við upptökur í bænum
Swakob. „Þetta mál hefur engin
áhrif á okkur eða framleiðslu mynd-
arinnar," segir Joanne. „Snipes
hafði þegar í september á síðasta
ári ákveðið að leika í myndinni og
einbeitir sér nú að því verki."
Þrátt fyrir erfiðleika með skatt-
inn lifir Snipes eins og kóngur í
ríki sínu í Namibíu og hefur tekið
tvö strandhús á leigu undir sig sem
kosta um tvær milljónir kr. Hann
mun einnig hafa sést í hópi stað-
arbúa þegar þeir fögnuðu komu
Brads Pitt og Angelinu Jolie til
landsins í maí síðastliðnum.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Namibíu neitaði að tjá sig
um málið við Mirror að öðru leyti
en því að enn væri unnið að því að
koma Snipes til Bandaríkjanna.
Wesley Snipes Lifireins og
kóngur í riki sínu I Namibiu.