Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 38
58 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006
Helgin PV
Samkvæmt kenningum sálfræðingsins Kevins Leman mótumst við sem einstaklingar eftir því hvar við erum
í systkinaröðinni. DV leitaði til nokkurra þekktra einstaklinga og athugaði hvort kenningar Lemans ættu við
rök að styðjast í íslenskum systkinahópum. Flestir eru sammála um að margt sé til í þessum kenningum sál-
fræðingsins en sjaldnast sé hægt að alhæfa.
Systkinaröðin mótarokkur
m
Samkvæmt Leman er elsta syst-
kinið haldið fullkomnunaráráttu og
hefur mikla ábyrgðarkennd. Lem-
an segir elsta systkinið hafa feng-
ið mikla athygli foreldra sinna sem
þótti allt merkilegt sem barnið
gerði. Elsta bamið sé raunsætt, hati
óvæntar uppákomur, sé samvisku-
samt og skipulagt. Leman segir miðl-
ungana verða fyrir áhrifum ofan frá.
Barnið í miðjunni verði í raun and-
stæða elsta barnsins. Miðlungurinn
sé oft utanveltu í fjölskyldunni og
eyði því meiri tíma með vinum sín-
um. Samkvæmt kenningum Lemans
hefur yngsta barnið hlýlegt og vin-
gjarnlegt viðmót og er oftast trúð-
urinn í fjölskyldunni. Leman telur
yngstu börnin félagslynd, hvatvís og
frökk og segir þau oft ábyrgðarlaus
og jafnvel athyglisjúk.
Trúðurinn og sá ábyrgðarfulli
„Þetta passar allt við mig alla-
vega. Nema hvað mér finnst ég ekki
oft vera úti á þekju," segir Gunnar
Helgason leikari en Gunnar er yngst-
ur í stórum systkinahópi. Hann er
aðeins yngri en Ásmundur tvíbura-
bróðir hans og þeir eiga tvö eldri
systkini, Nínu og Hallgrím sem er
elsmr. „Ég var allavega alltaf trúður-
inn," segir Gunnar en bætir aðspurð-
ur við að aðrir verði að dæma um
það hvort Ásmundur hafi verið jafn
fyndinn og hann í æsku. „Þetta pass-
ar allt við mig, ég er frakkur og geng
illa um. Það getur konan mín borið
vitni um."
Þegar Gunnar er spurður hvort
lýsing frumburðarins passi við elsta
bróðurinn, Hallgrím Helgason rit-
höfund, er hann ekki jafn viss. „Ég
hef eiginlega ekki hugmynd um það,
kannski þekki ég hann bara ekki
nógu vel en lýsingin á miðlungnum,
sem er þá Nína systir, á mjög vel
við hana. Allavega að því leyti að
hún hefur alltaf átt mikið af góðum,
skemmtilegum og traustum vinum
Gunnar telur að þessar kenningar
Lemans geti vel staðist. „Þetta hljóm-
ar allavega mjög sennilega en þetta er
eins og með margt annað. Ef lýsingin
hefði verið á einhvem allt annan hátt
hefði ég ef til vill samþykkt það líka.
Þetta er eins og með stjörnumerkin,
ef það er nógu jákvætt er maður til í
að samþykkja þá speki."
„Ég held að þetta sé nokkuð
lýsandi fyrir mig. í sambandi við
vinnuna er ég frekar reglusamur og
kannski svolítill karlskröggur varð-
andi rútínu," segir Hallgrímur Helga-
sonrithöfundur, elstibróðirGimnars.
„í systkina-
hópnum
er ég örugglega sá sem er með mestu
fullkomnunaráráttuna en ég veit ekki
með ábyrgðarkenndina. Ég er alla-
vega ekíd sá sem heldur íjölskyld-
unni saman. Gunni er meira í því. Ég
er ekki sá fyrsti til að taka upp tólið og
hringja og athuga hvernig fólk hefur
það. Það er helst það sem passar ekki
við mig," segir Hallgrímur.
Varðandi kenningu Lemans
á yngsta barninu segir Hallgrím-
ur varla til betri lýsingu á Gunna.
„Sem barn var Gunni alvarlegur
ungur maður, ég man ekki eftir að
hann hafi verið með fíflalæti fyrr en
hann varð fullorðinn. Ég held samt
að hann gangi vel um en annars er
þetta rétt. Hann er mjög félagslynd-
ur og frakkur og stundum einum of.
Hann er maðurinn sem.grípur alltaf
inn í ef einhver er að halda ræðu."
Fengum sama uppeldið
„Sumt passar og sumt ekki," seg-
ir Gunnhildur Gunnarsdóttir sjón-
varpskona en Gunnhildur er rúmu
ári eldri en ísgerður systir hennar
sem er leikkona. Systurnar hafa allt-
af verið góðar vinkonur þótt slest
geti upp á vinskapinn eins og van-
inn er hjá systkinum. „Þótt ég sé
kannski með smá fullkomnunar-
áráttu þarf ég alls ekki að hafa allt á
hreinu og varðandi ábyrgðarkennd-
ina, þá treysti ég systur mihni alveg
til að taka réttar ákvarðanir þótt ég
yrði fyrst til ef eitthvað kæmi upp á
hjá henni. Ég veit að hún er skynsöm
og ég er engin mamma hennar, bara
vinkona hennar."
Gunnhildur bætir við að foreldrar
þeirra hafi komið eins fram við þær
í æsku. „Ég held að við höfum lítið
fundið fýrir því hvor væri yngri og
hvor eldri heldur studdu þau okkur
báðar í því sem við tókum okkur íyr-
ir hendur og gerðu aldrei upp á milli
okkar. Ég veit samt að ég er hvatvísari
en hún en við erum báðar mjög opn-
ar og frakkar. Ég missi samt frekar út
úr mér einhverja óheppilega hluti,
sem getur verið afar vandræðalegt,"
segir Gunnhildur hlæjandi.
Skaddaður eftir systraskara
„Ég þori ekki að sverja þessa lýs-
ingu af mér að öllu leyti," segir Kol-
brún Halldórsdóttir alþingiskona
um lýsingu Lemans á elsta barninu.
Kolbrún er elst í fjögurra barna hópi,
næst kemur Elín Huld, þá Sigrún og
Pétur Már er yngstur. „Ég hef lesið
ýmislegt í þessum efnum og finnst
margt passa enda er ég ljón með rís-
andi ljón og fimm plánetur í ljóni svo
ég hef gaman af
svona hlut-
Samrýnd systkini
Lýsingar Lemans á elstu
systkinunum passa bæöi
við Dóru og Björgólf.
um,“ segir Kolbrún sem var einka-
bam upp að 6 ára aldri. „Ég held fast
í tímaáætlanir, þarf á skipulagningu
að halda og er frekar regluföst enda
vil ég hafa vaðið iyrir neðan mig. Ég
myndi einnig segja að ég hafi mikla
ábyrgðarkennd og sé samviskusöm
og kannski með smá fullkomnunar-
áráttu, ber mig við þá sem eru betri og
keppi að marki sem er ósanngjamt að
ætla að maður nái," segir Kolbrún.
Varðandi lýsingu Lemans á
yngsta barninu segir Kolbrún margt
passa við Pétur Má. „Pétur er þó ekki
ábyrgðarlaus og gengur alls ekki illa
um. Svo er það ffekar ég sem elska
sviðsljósið heldur en hann en Pét-
ur er mjög félagslyndur og þægileg-
ur í viðmóti auk þess
sem hann
hefur örugglega mesta húmorinn af
okkur systkinunum. Svo það er margt
sem passar en annað alls ekki."
„Sumt passar við Kolbrúnu, ann-
að ekki," segir Pétur Már Halldórs-
son, litli bróðir Kolbrúnar. „Kolbrún
er mjög samviskusöm og vinnusöm
og það finnst ekki meiri hugsjóna-
manneskja. Hún er mjög fýlgin sér,
trú eigin sannfæringu og hugsjón-
um, það er hennar styrkur," segir
Pétur og bætir við að Kolbrún sé afar
heilsteyptur einstaklingur. „Hún er
langt því frá að vera með fullkomn-
unaráráttu þó að flest sem frá henni
kemur sé unnið af mikilli nami og
alúð og nálgist fullkomnun.
Hún þarf ekki á hrósi að halda.
Hún er sjálfri sér nóg, fylg-
ir sinni eigin sannfær-
ingu en nærist ekki /.
á hrósinu, er ;:
sjálfstæð og
fer sínar
Kenningar Lemans
Elstu systkini:
- gjarnan leiðtogar
- með fullkomnunaráráttu
- með mikla ábyrgðarkennd
- þurfa á hrósi að halda
- heilsteyptir elnstaklingar
- fá mikla athygli foreldra sem finnst
allt merkilegt sem þau gera
- taka hlutina alvarlega
- Ifta raunsæjum augum á tilveruna
- illa við óvæntar uppákomur
- vilja hafa allt á hreinu
.- halda fast f tímaáætlanir
- snemma fullorðinsleg
- metnaðarfull
- samviskusöm og skipulögð
- vilja þóknast öðrum eða verða
viljasterk og ágeng
Miðlungan
- veröa fyrir áhrifum að ofan
- keppa við eldri systkini
- andstæðan við frumburðinn
• það eru oft engar myndir til af
miðbarninu
- utanveltu i fjölskyldunnl
- eyða meiri tíma með vinum en
fjölskyldunni
- vinamargir
- góðrl sáttasemjarar
-dullr
- leita sfður til sálfræðinga
- halda tryggð við maka
- viðurkenna ekki mistök
Yngsta barníð:
- hefur þægilegt viðmót, hlýlegt og
vingjarnlegt
- er stundum úti á þekju
- oft trúðurinn f fjölskyldunni
- finnst gaman að fá fólk til að hlæja
- finnst það standa f skugga eldri
systkina sinna
- hefur á tilfinningunni að foreldrarn-
ir séu orðnir þreyttir á hlutverki sfnu
- félagslynt
- hvatvisy og frakkt
- ábyrgðarlaust og jafnvel barnalegt
-gengur illa um
-eigingjarnt
- elskar sviðsljósið
Gunnar, Asmundur og
Hallgrfmur Gunnar er
aöeins yngri en Asmundur
tvlburabróöir hans og er þvl
yngstur. Haligrlmur er elstur.
Gunnhildurog
Isgerður Aöeins
rúmtárerámilli
systranna.