Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Fyrst og fremst PV Fyrst og fremst retKarisms 51 irj NN Ummæli viku i mund sem Jón Sigurðs- g til núverandi fremdar og maður Framsóknarflokksins birti Morgunblaðið dýrðlega ritstjórnargrein uppá gamla sovéska mátann. Þar var því lýst hversu mikil gæfa ð væri fyrir ndinga að hafa í iforystu efnahagsmála jafn mikla snillinga og þremenningana Geir H. Haarde, Jón sjálfan og síðast en ekki síst Davíð Oddsson, seðla- stjóra." iloggarinn Össur Skarphédins- i á helmaslðu sinni aö ræöa um að i standi steinn yfírsteini I efnahagsstefnurikisstjórnarinnar. Alveg undarlegt er að þrátt fyrir i mannaval séu hér hæstu I helml, ríkisstjórnin með 1 hjá erlendum matsfyrir- ■tórfyrirtæki aö flýja J bókhald sitt yfir i evrur. ,Við sem þykjumst eitthvað hafa um stjórnmál að segja og flokkum jr undir merkjum bláu darinnar, höfum meö samúð og kilningi fylgst með pólitískum rotum gamla kratafretkarlsins ns Baldvins Hannibals-1 sonar. Hann hlýtur að standa felmtri sleginn, er | hann virðír fyrir sér mannvalið, sem býður þjóðínní starfskrafta sína á framboðslistum Sjálfstæðisfiokks- ins í komandi kosningum." Ingvi Hrafn Jónsson bloggar á nýju heimasjðunni sinni, hrafnathing.- blog.is um pólitlkina hér á Islandi. ÞaðerufleirienJónBaldvin felmtri slegnir yfir mannavalinu. I brúnni stendur fjölmiðlafælnasti stjórnmálaforingi landsins og i lestinni streðar dæmdur þjófur svo dæmi séu tekin. „Þaö sem mér finnst þó skorta í nuglýsingar trúarbragðanna er að þessi „eilífa hamingja" sé útskýrð nánar. Eilíf hamingja gerandi hvað? Mókandi á sloppi með hörpu á skýdruslu gónandi út í loftið? Þegar á þá trúuðu er gengið með þetta draga þeir bara auga í pung og tala um órannsakanlega vegi." 1 Dr.GunnilBakþönk- ■ ' um Fréttablaðsins aö ! , ræöa um hvaö taki við - '■ d fyrirhandan en þeir trúuöu telja aö þá fyrst hefjist stuðið. Kristnir móka kannski á skýjum i/ eillfðar. Muslimar eru hins gar meö það á hreinu að hver rntrúaður sem kemst til himna r 72 hreinar meyjar til að stytta r stundirnar í eiliföinni. Það er iilagi. SlllÍSfe'Y?: ' ■ „Vikverj! ætlar ekki f neina megrun 3 heldur áfram að borða það sem t sýnlst og mikið af því. tggrönn tískumódel í glanstímarit- n tæla hann ekki frá kræsingunum endalausar greinar um„rétt" græði fá hann ekki til að breyta út gömlum vana. Því það besta sem erji fær er kjöt, kökur og konfekt." ■, heyr. Rödd skynseminnar erhér á ferðinni í öllu jólabullinu. Og tággrönn tískumódel hafa aldrei upplifað þann unað að eta tkjötmeðmikluafviðbiti.Og grænum baunum að sjálfsögöu. „Mlssi hins vegar þingmaðurinn siðferðlð niður um sig og óski að svíkja kjósendur sína og stunda pólitískan hórdóm, þá er honum tekið fagnandi við inngönguna í annan flokk á miðju kjörtfmabili. Það segir Ilfka eitthvað um þá seni farið er yfir til." K SvavarGaröarsson I ^ — eln I Fréttablaöinu þarsem hann gleiöir ástundun pólitlsks ,*rdóms. I lýðræðisrlki færþjóðin þá ringmenn sem hún á skilið. Efþeir ynast siðar pólitískar hórur itur þjóðin engan skammað -isjálfasig. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Karen Kjartansdóttir Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is Berglind Hásler- berglind@dv.is Friðrik Indriðason - fri@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir - indiana@dv.is Jakobína Davíðsdóttir - jakobina@dv.is Jón Mýrdal Harðarson - myrdal@dv.is Kormákur Bragason - kormakur@dv.is DV Menning: Óttar Martin Norðfjörð - ottar@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson - ooj@dv.is DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: fsafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Breytingar á DV Freyr Einarsson & Óskar Hrafn Þorvaldsson Nú um áramótin eru 8 mánuð- ir frá því að við tókum við stjórn DV sem heigarblaðs ásamt Páli Baldvini Baldvinssyni sem var rit- stjóri blaðsins þar til í haust. Þá höfðu útgefendur blaðsins ákveð- ið að hætta daglegri útgáfu þess en trúðu jafnframt á að helgarútgáfu væri hægt að byggja upp eftir erf- iðan rekstur í kjölfarið á umdeild- um fréttaflutningi DV í upphafi ársins. Strax í byrjun var ljóst að ágætis grundvöllur væri fyrir helg- arútgáfu og hafa vinsældir blaðs- ins vaxið hratt og salan margfald- ast með breyttri ritstjórnarstefnu. Ljóst er að rekstur sölublaða er erfiður hér á landi eins og ann- ars staðar. Um alla Evrópu dafna fríblöð á kostnað sölublaða sem mörg hafa hætt rekstri eftir ára- tuga vinsældir. Síðdegisblöð hafa nánast horfið á örskömmum tíma og með sömu þróun er ekki ólík- legt að sölublöðin hverfi á næstu árum í vaxandi samkeppni fríblaða og veraldarvefsins þar sem sífellt fleiri svala nú fréttaþörf sinni. Helgarútgáfa DV hefur náð að skapa sér efnislega sérstöðu, ólíka flestum öðrum fjölmiðlum á ís- landi. Vinsældir blaðsins nú skapa rekstrargrundvöll fyrir stærri út- gáfu og hafa eigendur blaðsins selt rekstur DV sem hefur nú ver- ið endurreist úr rústunum frá því í vor. Dagblaðið Vísir útgáfufé- lag ehf. sem hefur tekið við rekstri blaðsins er í eigu Hjálms elif., 365 lif. og Sigurjóns Magnúsar Egils- sonar og sonar hans. Sigurjón hef- ur verið ráðinn til þess að ritstýra DV á nýju ári. Nýir eigendur hyggj- ast gefa blaðið áfram út sem helg- arblað en ætla fljótlega að fara í daglega útgáfu. Með nýrri ritstjóm fylgja breytingar og annar stíll en verið hefur á blaðinu undir okkar stjórn frá því í vor. Sigurjón hefur lýst því yfir að hann hyggist end- urreisa DV með svipuðu sniði og það var á blómatíma þess að hans mati árin 1998-1999 en þá vom tvö blöð á íslenska dagblaðamark- aðnum, DV og Morgunblaöið. Við óskum nýjum eigendum til hamingju með blaðið og Sigurjóni Magnúsi Egiissyni velfarnaðar í starfi. Um leið og við kveðjum les- endur okkar viljum við þakka fyrir frábærar móttökur á helgarútgáfu DV sem hefur vaxið hratt á síðusm mánuðum. Gleðilegt ár! KRAFTAVERKI UMJÓLIN 365 miðlar hafa endurskipulagt prentútgáfu sína með það að markmiði að skerpa áherslur og auka arðsemi í rekstri 365. 365 miðlar munu á prentsviðinu einbeíta sér að útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla flyst annað, eftir atvikum með aðild 365. Þetta er hluti af þeirri stefnumörkun að efla kjamastarfsemi 365 á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarps, útvarps og vefmiðlunar og stefria að forystuhlutverki á þeim sviðum miðlunar þar sem 365 starfar. Útgáfuréttur á DV hefur verið seldur til Dagblaðsins-Vísis útgáfufélags ehf., sem ætlar að efla og styrkja blaðið og fjölga útgáfudögum á næsta ári. 365 mun eiga 40% í þessu félagi, sem tekur við útgáfunni 1. janúar, en Hjálmur ehf. er eigandi að 49% hlut í félaginu. Aðrir eigendur em feðgarnir Janus Sigur- jónsson og Sigurjón M. Egilsson. Tímaritin Hér & nú og Veggfóður hafa verið seld til Útgáfufélagsins Fögrudyra ehf., sem gefur út tímaritið ísafold. Aðal- eigandi Fögrudyra, Hjálmur ehf., mun jafnframt kaupa af 365 miðlum hlut í tímaritinu Bístró, sem verður þá nokkurn veginn að jöfnu í eigu 365, Hjálms og starfsmanna Bístró. Tímaritið Birta verður samhliða þessum breytingum fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Með þessari endurskipulagningu verða þeir prentmiðlar sem færast frá 365 ffamvegis reknir á eigin forsendum og 365 miðlar auka svigrúm sitt til enn frekari sóknar í rekstri og þróun dagblaða- og ljósvakamiðla, neytendum til hagsbóta. Það er hollt að efast Svarthöfði hefur löngum verið þekktur fyrir að vera svolítið barna- legur. Það hefur verið auðvelt að plata Svarthöfða enda hefur hann trúað flestum hlutum eins og nýju neti. En það gerist ekki aftur. Svart- höfði ætlar nefnilega að byrja að ef- ast. Nú fyrir skömmu las Svarthöfði að við yrðum að efast, að efinn væri góður og jafnvel, í sinni ýkjustu mynd, drifkraftur þjóðfélagsins. Svarthöfði ætlar hér eftir að setja spurningarmerki við allt sem hann heyrir og sér. Slagorð Svarthöfða verður: „Það er ekki allt sem sýn- ist" og mun Svarthöfði nálgast lífið á þessum nótum framvegis. Það er að vísu erfitt að lifa í efan- um. Að efast um hvert einasta skref, hvert einasta orð, hverja einustu gjörð. Það er ekki auðvelt að þurfa að efast sýknt og heilagt um hluti eins og hvort ákvarðanir Kjaradóms um launahækkanir alþingismanna hafi átt rétt á sér. Svarthöfði hefur reyndar lengi verið skotinn í efahyggjunni en ekki gengið henni á hönd sökum barnslegrar trúgirni. Franski heim- spekingurinn Réne Descartes, sem var uppi á 17. öld, var mikill efa- hyggjumaður og í raun andlegur samherji Svarthöfða. Hann varpaði fram þeirri hugmynd að hugsanlegt væri að hann væri bara að dreyma eða kannski væri illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann væru ekki til í raun og veru. Ekki ætlar Svarthöfði að halda því fram að ástandið sé jafn slæmt hjá honum og Descartes en þó er ekki laust við að þessar hugsanir Descartes hafi læðst að honum und- anfarna daga. Það er hins vegar hollt að efast eða eins og mætur maður í bænum skrifar á síðu sína: „Efa- hyggjan er nauðsynleg." Amen. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.