Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006
Fréttir DV
INNLENDURANNÁLL ÁR5IN5 2006
Kraftaverk gerðist í Hafnarfirði þegar tveggja ára gamalli stúlku, Guðnýju Olgu Sigurbjörnsdóttur. var bjarg-
að frá drukknun þegar hún datt í tjörn rétt hjá heimili afa síns. Hún var endurlífguð af föður sínum en sex ára
gamall bróðir hennar lét vita þegar hún datt í tjörnina og brást þannig hárrétt við í stað þess að reyna sjálfur
að draga hana upp úr tjörninni.
Tveggja ára barn endurlífgað
eftir drukknun í tjörn
Móðir Guðnýjar, Erla Berglind
Antonsdóttir, segir í blaðaviðtali að
mikil skelfing hafi gripið um sig þegar
bróðir Guðnýjar, Guðjón Vilberg sex
ára, kom inn úr dyrunum og tilkynnti
þeim að systir hans hefði dottið í tjörn-
ina. „Þegar ég sá að barnið mitt flaut í
tjörninni greip mig ólýsanleg skelfing.
Vissulega hafði ég einhvern tímann
leitt hugann að því að ég, eins og aðrir,
gæti misst barnið mitt en þeirri hugs-
un vék ég á brott samstundis. Guðný
Olga var meðvitundarlaus í tvær til
þijár mínútur en í okkar augum var
sá tími heil eilífð. Það er ekki hægt að
lýsa með orðum tilfinningunni þegar
hún byrjaði að anda aftur," segir Erla í
blaðaviðtali við DV.
Bróðir hennar hetjan
Guðjón Vilberg, sex ára gamall
bróðir Guðnýjar, brást alveg rétt við
þegar hann varð vitni að því að systir
hans féll í tjörnina. Hann hljóp strax
heim til afa síns og lét fullorðna fólk-
ið vita af því sem hafði gerst. Ef hann
hefði reynt að bjarga systur sinni
sjálfur hefði líklega getað farið verr.
Erla Berglind Antonsdóttir og Sigur-
björn Árnason, foreldrar Guðnýjar
og Guðjóns, segja í viðtali við DV að
þau séu ekki síst þakklát syni sínum
fýrir að bregðast svona fljótt við. Þau
hjónin eiga auk þeirra, þriggja ára
son sem heitir Árni Fannberg og eru
þau systkinin mjög náin að sögn for-
eldra þeirra og tóku atburðinn mjög
nærri sér.
Guðný náði sér fljótt
Guðný litla var flutt á bráðamót-
töku Landspítalans í Fossvogi og síð-
ar á Barnaspítala Hringsins þar sem
hún náði sér mjög flótt og var farin að
hlaupa um ganga spítalans nokkrum
dögum síðar. Fjölskyldan hélt síðan
upp á afmælisdag Guðnýjar í sum-
arbústað í Brekkuskógi viku eftir at-
burðinn þar sem öll fjölskyldan kom
saman en þessi atburður hafði mikil
áhrif á alla og var tjörnin sem Guðný
datt í strax tæmd daginn eftir.
Systkinin Guöjón Vilberg, Guðný Olgaog Árni Fannberg Sigurbjörnsbörn Guðný Olga var drukknuð en það náðistaðendurllfga hana
vegna snarræðis bróður hennar.
1. mai - DV varð helgar-
blað. Ákveðið að hætta að
reka DV sem dagblað. Páll
Baldvhi Baldvinsson
hélt áfram að ritstýra
blaðinu en Björg- ,
vin Guðmundsson
sem einnig var ritstjóri DV hætti og
fór yfir á Fréttablaðið.
12. maí - Lokaþáttur Arnarins tek-
inn upp á íslandi. Margir íslenskir
leikarar í lykilhlutverkum. Þátturinn
hefur átt mikilla vinsælda að fagna á
íslandi og er enn til sýninga á RÚV.
19. mai - Ásdfs Halla
Bragadóttir græddi
tugi milljóna á kaup-
um á sumarbústað
Ástríðar Magnús-
dóttur, dóttur Vig-
dísar Finnbogadótt-
ur. Vigdís gaf dóttur
sinni í brúðkaupsgjöf sumarbústað
á Þingvöllum sem Ástríður seldi Ás-
dísi Höllu. Ásdís seldi bústaðinn
stuttu seinna og græddi á þeim við-
skiptum tugi milljóna. Margir ríkir
Islendingar eiga sumarbústaði við
Þingvallavatn.
19. maí - Jóhann Traustason og
-'j Guðbjörg Guð-
Mf fygjí ' jónsdóttir lóðsuðu
'?tfy V DV um undirheima
j Reykjavíkur. Þau
eru betur þekkt
sem Jói og Gugga og í kjölfar þessar-
ar fréttar í DV hóf Kompás að fjalla
um þau og eiturlyfjafíkn þeirra og
baráttuna við eiturlyfjadrauginn.
25. maf - 10 ríkustu Islendingarnir
eiga 725 milljarða. Hagurþeirra hef-
ur vænkast verulega síðan. Á meðan
einungis tíu Islendingar eiga þessi
gríðarlegu auðæfi búa fimm þús-
und börn á landinu við fátækt.
2. júnf - Þórhallur Gunnarsson
kosinn kynþokkafyllsti mað-
ur Islands af álitsgjöfum
DV. Álitsgjafamir töldu
hann „massíft sexí" og
„sjarnterandi en smá
hrokafullan, stráks-
legan og gráa hár-
ið gerði hann enn
meira sexí."
6. júnf - Bubbi Morthens varð
fimmtugur og hélt afmælistónleika
í Laugardalshöllinni sem varð upp-
selt á. f tilefni afmælisins gaf Bubbi
út afmælisdisk sem var tekinn upp
á tónleikunum og
seldist eins og heitar
lummur.
9. júní - Magni Ás-
geirsson valinn í hóp
sextán keppenda í
Rock Star: Supernova.
Þáttargerðarmenn voru búnir að
ferðast um allan heim að hlusta á og
velja fólk í þáttinn og var það mikill
heiður fyrir Magna að vera valinn og
íslensku þjóðina. Magni stóð sig frá-
bærlega og lenti í 4. sæti eftir mjög
spennandi keppni.
23. júní - Flottasta par landsins
kosið af álitsgjöfum DV. Fyrir valinu
ij | urðu hjónin Ólaf-
ur Ragnar Gríms-
son forseti íslands
og konan hans
Dorrit Moussai-
eff. Álitsgjafamir töldu þau hjónin
„glæsilegasta par landsins og snið-
in fyrir hvort annað með glæsileika
sínum og glaðlegri framkomu".
27. júnf - Lög um réttarstöðu sam-
kynhneigðra komust í gagnið og
með þeim aukin réttindi þar sem
þeir standa nánast jafnfætis gagn-
kynhneigðum gagnvart lögum.
Haldið var upp á daginn í Listasafni
íslands þar sem fjöldi mektarfólks
og samkynhneigðra safnaðist sam-
an til að fagna deginum.
1. julf - Umræðan um brottför
bandaríska hersins frá íslandi í há-
marki. Bandaríkja-
menn sögðu upp varn-
arsamningnum við
ísland þann 15. apr-
íl en íslendingar voru ----------
ekki hressir með þessa skyndilegu
ákvörðun ogumræðan um hvað ætti
að gera við byggingar varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli voru í hámarki.
íslendingar óttuðust að Bandaríkja-
menn skiluðu ekki nógu vel af sér og
skildu eftir alls kyns rusl.
6. júlí - Tveir Litháar teknir um borð
í Norrænu þegar þeir gerðu tilraun
til að smygla
4 tólf kflóum af
amfetamíni til
landsins föld-
um í bifreið
sinni. Þetta var mesta magn eitur-
lyfja sem fundist hafði á einu bretti
síðan Norræna hóf ferðir.
7. júlí - Bubbi Morthens keypti
fimm milljón króna BMW-bifreið
handa ástkonu sinni Hrafnhildi Haf-
steinsdóttur. Hún ók áður um á Toy-
ota Yaris og því liljóta viðbrigðin
að hafa verið mik-
il fyrir hana. 20 ára
aldursmunur
er á Bubba og
Hrafnhildi.
15. júlí -
Magnús Kristinsson útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum óg Krist-
inn Bjömsson fyrrverandi forstjóri
Skeljungs seldu hlut
sinn í Straumi-Burða-
rási til FL Group fyrir
samtals fjörutíu og sjö
milljarða. Er talið að
með þessari sölu hafi
þeir hagnast samtals um tuttugu og
níu milljarða.
20. júlí - Hljómsveitin Sigur Rós
ferðaðist um
landiðmeðhverja
stórtónleikana
á fætur öðrum.
Hámarkinu var
náð þegar hljómsveitin spilaði fyrir
fjölda manns á Klambratúni á góð-
viðriskvöldi í byrjun ágúst.
AGUST
4. ágúst - Jón Tryggva-
son og Helgi Bjömsson
leikari keyptu stóran
hlut í leikliúsi í Berlín.
Þeir tilheyra fjárfest-
ingarhópi sem stendur
fyrir enduropnun á Admiralpalats-
leikhúsinu í Berlín sem var byggt
árið 1911 en síðast var leiksýning
í húsinu árið 1997. Jón og Helgi
keyptu einn fjórða hlut í húsinu sem
kostaði sitt.
9. ágúst - Fjögur ungmenni voru
tekin á Keflavíkurflugvelli með tvö
kfló af kókaíni í fórum sínum.
15. ágúst - Mesti launamismunur
íslandssögunnar kemur í ljós eftir
að álagningarseðlar skattsins voru
sendir út. Heiðar Már Sigurðsson
forstjóri Kaupthing bank var með
22,5 milljónir á mánuði, Halldór
J. Kristjánsson bankastjóri Lands-
bankans 20,1 milljón og Ragnhild-
ur Geirsdóttir forstjóri Promens 7,3
milljónir á mánuði. Meirihluti ís-
lendinga nær ekki að þéna svona há
láun á mörgum árum.
18. ágúst - Unnur Birna Vilhjálms-
dóttir fyrrverandi alheimsfegurð-
ardrottning varð fyrir lflcamsárás af
hendi fyrrverandi kærasta síns, Sig-
urðar Straumfjörð. Þau áttu í stuttu
ástarsambandi sem stóð í tæpa
fimm mánuði og endaði með þess-
um ósköpum. Unnur Birna þurfti að
mæta í háskólann með umbúðir um
hönd og marin og blá.