Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Fréttir DV FURÐUFRÉTTA -ANNÁLL ÁRSIN5 2006 Páfagaukurinn Pepe í fangelsi og Henríkpríns éturhunda Af mörgu er að taka þegar skoðaðar eru furðufréttir ársins í erlendum fjölmiðl- um. Hér fylgir úrval þeirra en meðal annars er getið um páfa- gaukinn Pepe sem dómari í Argen- tínu dæmdi í fangelsi og hundaát Henriks prins, eiginmanns Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar. Og ekki má gleyma viðburðum á borð við tilboð ítölsku klámstjörn- unnar Cicciolinu um að sofa hjá Osama bin Laden ef hann hætt- ir hryðjuverkastarfsemi. Osama kemur einnig við sögu í Belgrad þar sem kaffihús með nafni hans neyddist til að breyta því. Kín- verskur maður reyndi að selja sál sína á netinu og enskur maður reyndi að selja tengdamömmu á netinu. Osama breytir um nafn Kaffihúsinu Osama í Belgrad í Serbíu hefur verið gert að breyta nafni sínu eftir kvartanir frá banda- Milljón króna hamborgari Marco Parra-Martinez, 23 ára Belgi sem pantaði sér hamborgara á McDonald's, fann sér til furðu um 15.000 evrur, eða rúmlega milljón krónur, í pokanum með hamborg- aranum. Marco segir í samtali við Het Laatste Nieuws að hann hafi hugsað í augnablik hvort hann ætti að hirða féð en ákvað svo að skila því. Fyrir mistök hafði poki með uppgjöri staðarins verið notað- ur til að afgreiða hamborgarann. Þetta gerðist á McDrive-staðnum í Waterloo. Marco fær vegleg fund- arlaun fyrir heiðarleika sinn. Heimsendir kom ekki Meðlimir sértrúarsafnaðar í Kenýa urðu fyrir töluverðum von- brigðum í haust. Þeir bjuggu sig vandlega undir heimsendi sem þeir sögðu að yrði ekki seinna en 12. september þegar kjarnorku- stríð átti að skella á. Þessi heims- endaspá var sett fram af andlegum leiðtoga þeirra, Yisrayl Hawkins. Sá er raunar staðsettur í Bandaríkj- unum en á rætur að rekja til ísrael. Söfnuðurinn, Hús Yahweh, vann hörðum höndum að því að byggja skjólshús til að verja sjálfan sig fyr- ir komandi hörmungum. Þær látu hins vegar á sér standa. ríska sendiráðinu í borginni en Osama er beint á móti sendiráðinu. Orðið Osama þýðir skjól á serbísku og eig- andi þess Milomir Jeftic seg- ir að hann hafi nefnt kaffihús sitt eftir skýli fyrir heimil- islausa í grenndinni. „Ég i ætlaði mér ekki að móðga Bandaríkjamennina. Þetta er bara orð í serbnesku. Ég I viðurkenni að ég hafði heyrt um Osama bin Laden en vissi ekki alveg hver hann var fyrr en sendi- ráðið kvartaði," segir Milomir Jeftic Reyndi að selja sál sína Kínverskur maður reyndi að selja sál sína á netinu á árinu. Mað- urinn, sem er rúmlega tvítugur og frá Jiaxing-héraði, setti sál sína til sölu á uppboðsvefnum Taobao. Honum bárust 58 tilboð í sálina áður en stjórnendur vefsins gripu í taumana og kipptu þessari „vöru" úr sölu. Að sögn China Daily höfðu stjórnendur Taobao í sjálfu sér ekk- ert á móti sölunni en þeir höfðu áhyggjur af því hvernig seljandinn ætlaði að standa við sinn hlut af viðskiptunum. un dómara í Argent- ínu. Tveir nágrannar eildu um eignarrétt á páfagauknum og skip- aði dómarinn þá lög- reglunni að setja Pepe í gæsluvarðhald þar til hann hefði hóstað upp úr sér nafninu á hinum rétta eiganda. Eftir fimm daga sagði Pepe ekki bara nafnið á eiganda sínum heldur söng hann einnig baráttusöng uppáhaldsfót- boltaliðs hans. „Ég vissi að hann myndi ekki bregðast mér. Hann er raunverulegur vinur minn og við styðjum báðir sama fótboltaliðið," segir hr. Machado, eigandi Pepe. Reyndi að selja tengdó Steve Owen, 42 ára Englending- ur, er orðinn svo þreyttur á tengda- mömmu sinni, hinni fimmtugu Caroline Allen, að hann hefur sett hana til sölu á eBay-vefnum. Hann setti tengdó í flokkinn Safngripir og skrýtnir hlutir og lýsti henni sem „notaðri". „Mér er dauðans alvara," segir Owen. „Hún kemur í heim- sókn til okkar á hverjum degi og reynir að breyta lífsháttum mínum og skipar mér að taka til." Blíðan boðin Osama Hin 55 ára gamla klám- myndastjarna Cicciolina hef- urboðið Osama bin Laden blíðu sína ef hann í staðinn læt- ur af hryðju- verkastarfsemi. Á klámsýningu í Búkarest í Rúm- eníu sagði Cicc- iolina að það væri kominn tími til að einhver tæklaði bin La- den og að hún væri sú rétta í verk- ið. Hún benti á að bin Laden gæti lært af mistökum Saddams Huss- ein en fyrir nokkrum árum bauð hún Hussein einnig blíðu sína ef hann léti af störfum sem einræðis- herra íraks. Páfagaukur í fangelsi Páfagaukurinn Pepe eyddi ný- lega fimm dögum í fangelsi að skip- Brjóst á flótta Á árinu var greint frá hrelling- um Iýtalæknisins Michaels Kön- ig í borginni Köln í Þýskalandi sem orðið hafði fyrir barðinu á „bíræfn- um" brjóstaþjófum. Konum sem fengu silíkon í brjóst sín með skurðaðgerð en stungu síðan af frá reikningnum. í við- tali við þýska blað- ið Bild segir König farir sínar ekki slétt- ar enda hafa fjórar konur snuðað hann að undanförnu. Hann tekur dæmi af konu sem sagðist heita Tanja. Hún lét stækka á sér brjóstin og kostaði aðgerðin hátt í áttatíu þúsund krónur. Eftir aðgerð- ina sagðist Tanja vilja fá sér frískt loft en ekkert hefur síð- an til hennar spurst og reikningurinn er ógreiddur. Bild birti fimm dálka mynd af brjóstunum hennar Tönju svo lög- hlýðnir þýskir borgarar gætu að- stoðað lögregluna við að hafa uppi á þeim. Síðast þegar fréttist voru brjóstin ófundin. James Bond sem hommi Daniel Craig lætur sér ekki nægja að vera fyrsti ljóshærði James Bondinn í sögunni. Nú vill hann breyta þessum njósnara hennar há- tignar í homma. „Dani- el Craig beið með þessa yfirlýsingu af klókind- um þar til heimurinn var búinn að taka vel á móti honum sem hin- . um nýja James Bond," ‘ y skrifar Ekstra Bladet um þessa furðuhug- mynd leikarans og bætir því síðan við að Bond sé ekki alveg kar- akter sem hægt sé að á auð- hátt. Cra- ig er augljóslega ekki sammála þessu áliti blaðs- ins því hann seg- ir að ofurhetjan eigi að breytast í homma í næstu mynd. „Afhverju ekki?" spyr Cra- ig. „Ég tel að aðdáendur kappans í dag muni sætta sig við þetta. Sjá- ið bara ensku sjónvarpsseríuna Dr. Who. Þar eru homm- asenur og enginn það." Markmaður fyrir gas Fótboltalið í ann- arri deild í Rúmen- íu hefur boðist til skipta á besta manni sínum, mark- manninum Cristi- an Belgradean, fýr- ir gasleiðslu til heimabæjar síns. Um er að ræða lið- ið Minerul í bæn- um Lupeni í vest- urhluta Rúmeníu. Cornel Rasmerita er bæði bæjarstjóri og stjórnarformað- ur liðsins. Hann vill selja Cristian til fyrstudeildar- liðsins Jiul ef eig- andi Jiul leggur í staðinn gasleiðslu til Lupeni, nokkuð sem bæjarbúa sár- lega skortir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rúmenskir fótboltamenn eru seldir fyrir annað en pening. Þannig eru dæmi um að fótboltamenn hafi verið seldir fyrir hálft svín, tvö sett af markstöngum og tunnu af víni. Mel B notar vúdú á Eddie „íslandsvin- urinn" Mel B notar nú vúdú til að vinna aft- ur ástir Edd- ies Murphy og hefur hún ráð- ið nornalækni til starfans. Mel ;B, sem geng- ur með barn Eddies undir belti, mun með- al annars hafa migið í krukku undan olífu- olíu til að losna við sukkfélaga Eddies, nuddað vindlum við húð sína til að fá hann aftur og troðið pari af nærum Edd- ies og sínum í krukku sem hluta af einhverjum furðuseið. Vinir þess- arar fyrrverandi Kryddstúlku segja vikublaðinu News of the World að hún hafi breytt herbergi sínu á lúxushóteli í vúdúhof og feng- ið vúdúprinsessuna Tabithu til að fremja þar ýmsa galdra. Þetta hefur ekki borið árangur hingað til. Henrik prins étur hunda Henrik prins, eiginmaður Mar- grétar Danadrottningar, hefur komið dýraverndunarsinnum í töluvert uppnám með því að segj- ast elska hunda, þunnskorna og léttsteikta. Prinsinn sagði tímarit- inu Ud & Se að hundakjöt bragð- aðist svipað og kanínukjöt. Þessi ást á hundakjöti er tilkomin sök- um þess að Henrik ólst upp í Víet- nam þar sem hundakjöt þykir sæl- keramatur. „Ég hef ekkert á móti hundakjöti," segir prinsinn. „Þess- ir hundar eru ræktaðir til manneld- is, svipað og kjúklingar." Það fylgir sögunni að prinsinn er heiðursfor- seti danska Dachshundklúbbsins. Kannabis fyrir kýrnar Fimm rúmenskir sæta nú rann- sókn eftir að lögregl- an komst að því að þeir fóðruðu kýr sínar með kannabis. Bændurnir, sem eru frá Romanesti Botosani-sýslu, tjáðu lögreglunni að „grasið" hjálpaði kúnum til að gefa af sér meiri mjólk. Ræktuðu bændurnir heilu akrana af kanna- bis handa kúm sínum enda urðu þær svo „... glaðar og mjólkuðu mun meira en áður". Bændurnir sem eru á aldrinum 57 til 82 ára halda því fram að þeir hafi ekki vitað að þeir væru að brjóta lögin með því að rækta kanna- bis á ökr- um sínum. Bóndinn Ion Astarastoa- ie segir: „Við ræktuðum þetta í góðri trú."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.