Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 23
DV Helgin FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 23 Finnur Ingólfsson er einn af umdeildustu mönnum íslands. Hann hóf snemma ferilinn í stúdentapólitíkinni en yfirgaf vettvang stjórnmálanna snögglega árið 1999 þegar hann varð Seðlabankastjóri. Finnur hefur komið víða við í atvinnulífinu og hefur með dugnaði sínum komið sér í raðir ríkustu manna landsins. aðalatriðum, bjartsýnn og lætur ekki smámuni trufla sig. Það slæma er að hann hefur alltof mikið að gera sem kemur til af því að hann er svo bón- góður og ég fullyrði að ef konan hans hefði ekki passað upp á hann væri hann búinn að gefa frá sér aleiguna. Finnur er vinur sem hefur aldrei brugðist manni, en hann er of upp- tekinn og að mínu mati forgangsrað- ar hann stundum rangt, en það er hans að ákveða, ekki mitt," segir Helgi og bætir við að Finnur hafi hér áður fyrr oft mætt of seint vegna anna og þá hafi verið talað um að mætingin væri á „fmnskum tíma". Það hafi hins vegar lagast mikið. „Hann á trausta og góða konu og Finnur er mikill heimilismaður þótt hann sé mikið í burtu. Hann er einn flinkasti pólitíkus sem ég hef um- gengist, hann er greindur, hann þor- ir, hann hrakti aldrei menn frá sér sem sögðu honum sínar skoðanir og hann steig algjörlega óskemmdur maður út úr pólitíkinni," segir Helgi um félaga sinn. Methagnaður ár eftir ár Undir stjórn Finns breyttist VÍS mikið. Þegar hann tók við félaginu í árslok 2002 voru eignir þess um 19 milljarðar, eigið fé tæpir 5 milljarð- ar og verðmæti félagsins sem var þá skráð á markaði um 11 milljarðar. Þegar Finnur fór frá félaginu þrem- ur árum síðar voru eignir þess orðn- ar 100 milljarðar, eigið fé um 30 millj- arðar og markaðsverðmæti félagsins 65 milljarðar, sem var sú upphæð sem Exista keypti félagið á í maí 2006. Öll árin sem Finnur starfaði hjá félaginu skilaði það methagnaði ár eftir ár. Félagið var fyrst íslenskra tryggingarfélaga til að fara í út- rás. Það keypti hlut í norsku trygg- ingarfélagi og öðru bresku. Það jók markaðshlutdeild sína á innlend- um tryggingarmarkaði úr 31% í 40% með markvissu sölusamstarfi við KB banka, kaupum á Islandstryggingu og Verði vátryggingafélagi. Samhliða stækkandi markaði fór VÍS af stað með eignaleigu fyrir ein- staklinga og atvinnufyrirtæki. Til þess keypti félagið Lýsingu, stærsta eignaleigufyrirtæki á íslandi. Nýir eigendur komu að félaginu í upphafi árs 2005 en það var Meiður, nú Ex- ista, sem eignaðist allt félagið fyrir 65 milljarða króna. Fyrri eigendur hafa því sexfaldað eignarhluta sinn í VÍS frá árinu 2002. Von um endurkomu í júní var orðrómurinn um að Finnur myndi snúa sér aftur að stjórnmálum ansi hávær. Stjórn- málaferli Halldórs Ásgrímssonar var að ljúka og möguleiki fýrir inn- Gönguparpur Þrátt fyrir að eyða miklum tima i vinnunni gefur Finnur sér tima fyrir fjölskylduna og áhugamálin en hesta- mennska og gönguferðir eru aðaláhugamál hans. Nánast allur hans timi fer ihestana en Finnur fer allavega íeina til tvær góðar gönguferðir á ári. komu Finns til staðar. Hann þótti hafa mikla reynslu af stjórnmála- starfi og talað var um að hann hefði haldið tengslum sínum við flokkinn í starfi sínu utan stjórnmálanna. í við- tali við Morgunblaðið sagði Finnur að skorað hefði verið á hann að gefa kost á sér en að hann ætlaði að íhuga næstu skref sín. Eftír mildar vangaveltur lands- manna um endurkomuna kom svar frá Finni: Nei. Hann var ekki á leið í pólitfldna aftur. Talið er að Finn- ur hafi aldrei íhugað endurkomu fyrr en Halldór og Guðni Ágústsson höfðu báðir ákveðið að hætta í kjöl- far slæmrar útkomu flokksins í sveit- arstjórnarkosningunum og komist að samkomulagi um að biðja Finn að taka við flokknum. Þeir töldu honum trú um að hann ættí erindi þangað aftur. Hann var aðeins tílbúinn til að snúa aftur tíl trúnaðarstarfa fyrir flokkinn ef breið samstaða myndað- ist um það innan flokksins að hann tæki við formannsembættínu, hann vildi ekki koma þangað til að standa í pólitískum áflogum. Kaupir lcelandair í september bárust fréttír þess efnis að tveir hópar væru að skoða kaup á Icelandair úr eigu FL Group. Annar hópurinn var á vegum Ólafs Ólafssonar hjá Samskipum en hinn hópurinn tengist einnig fýrrverandi Sambandsfyrirtækjum undir forystu Finns Ingólfssonar, Þórólfs Gíslason- ar, kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki, og Helga S. Guðmundssonar, formanns bankaráðs Seðlabanka íslands. Tilkynnt var um sölu á 50,5% af hlutafé Icelandair þann 16. október en hóparnir sem stóðu að kaup- unum voru Langflug ehf. sem er að mestu í eigu Samvinnutrygginga hf. með 32% hlut, Naust efh. með 11,1% hlut og Blue-Sky Transport Holding með 7,4% hlut. Finnur var kjörinn formaður Icelandair Group í byrj- un nóvember og fýrir nokkrum dög- um keypti FS7 ehf., einkahlutafélag Finns, fjórðungshlut í Langflugi en félagið er stærsti hluthafi Icelandair Jöklafold 15 Framsóknarmaðurinn Finnur Ingólfsson býr i340 fermetra endaraðhúsi I Jöklafold. Hann hefur komið viða við á ferlinum, verið bæði viðskiptaráðherra og Seðlabanka- stjóri. Það væsir ekki um Finn og fjölskylduna i Jöklafoldinni þar sem þau hafa búið s/ðan 1992. Finnur Ingolfsson ..Finnur vur skelfilegur unglingur, hrekkjóttui með afbrigdum og þeir hrekkir eru ekki til sem hann framkvæmdi ekki a eldra folki i Vik,' segir Cggert Skúlason, frettamadur og trændi Fmns. og bætir við aó Finnur hah verið mjog baldinn og erfiöur uriglingur. Group Holding og er Finnur jafn- ffarnt stjórnarformaður Langflugs ehf. Fyrir nokkrum dögum samþykktí FL Group að selja rúmlega 22% eign- arhlut sinn í Straumi-Burðarási til hóps fjárfesta, undir forystu Finns Ingólfssonar, og bankans sjálfs svo Finnur hefur í nógu að snúast. Besti pabbi í heimi Þeir sem þekkja til Finns eru sam- mála um að þrátt fýrir annir sé hann mikill fjölskyldumaður. Fanney, elsta dóttir hans, tekur undir þetta. „Hann er mjög góður pabbi og er að verða afi í fýrsta skiptið og ég held að hann sé frekar spennmr yfir því," segir hún og bætir við að Finnur geri allt fyrir börnin sín. „Pabbi skemmtír sér best þegar mikið er að gerast og hann er tíl dæmis núna að bjarga hest- um á Skeiðum úr Hvítárflóðinu og skemmtir sér þar konunglega." Aðspurð segir Fanney pabba sinn vera mikinn fj ölskyldumann, sérstak- lega núna í seinni tíð. „Eftír að hann hættí í pólitík gafst honum meiri tími fýrir fjölskylduna. Hann, mamma og litla systir mín eru til dæmis mik- ið saman í hestunum. Ég er búin að fara á reiðnámskeið og ætla að fara á fullt skrið með þeim þegar ég er búin að eiga." Fanney segir pabba sinn húmor- ista og stríðnispúka. „Hann er hress og kátur og það er aldrei leiðinlegt í kringum hann. Honum flnnst gam- an að gera grín og stríða og getur líka tekið stríðni enda gerum við óspart grín að honum. Hann getur nefni- lega verið svolítið utan við sig enda oft með margt um að hugsa og í um- ferðinni keyrir hann kannski yflr á rauðu en stoppar á grænu ljósi," segir Fanney hlæjandi. Yngri dóttir Finns, Hulda, staðhæfir að Finnur sé ein- faldlega besti pabbi í heimi. „Hann er allavega með þeim betri," tekur eldri systir hennar undir. Tillitssamur og hjálpsamur Þrátt fyrir að eyða miklum tíma í vinnunni gefur Finnur sér tíma fyr- ir fjölskylduna og áhugamálin en hestamennska og gönguferðir eru aðaláhugamál hans. Nánast allur hans tími fer í hestana en Finnur fer allavega í eina til tvær góðar göngu- ferðir á ári. Þeir sem farið hafa í hestaferðir með Finni segja að til- litssamari og hjálpsamari maður flnnist ekki. Aldrei trani hann sér ffarn og sé ávallt tílbúinn að hjálpa og aðstoða aðra. Samkvæmt ein- um samferðamanni var Finnur eitt sinn spurður af hverju hann stundaði ekki golf. Finnur svar- aði að þá yrði hann að hætta að vinna, það væri einfaldlega ekki hægt að stunda hesta- mennskuna samhliða golfinu. Þegar Eggert Skúlason er inntur eftir skemmtilegri sögu af Finni nefnir hann að Finnur hafi mikið stund- að það sem kallað hafl ver- ið að „draga í". „Mörg hús- anna í Vfldnni voru klædd bárujámi og Finnur dró kork eða einangrunarplast eftír vír sem festur var í hús- in og breytti þeim þannig í hljóðfæri. Þetta olli gífur- legum hávaða innandyra svo fólk spýttist út skelfingu lostið honum til skemmt- unar," segir Eggert um frænda sinn en bætir við að hann hafl róast mikið með árunum þótt stríðn- in sé enn til staðar. „Hann er afar duglegur maður og sumum fannst hann of dugleg- ur í pólitíkinni. Fólk er vant að hafa mikið af aumingjum á þingi og er ekki tilbúið fyrir alvöru- menn," segir hann. Kominn í hóp ríkra manna Hér er aðeins stikl- að á stóru á viðburða- ríkri ævi Finns Ing- ólfssonar og fullvíst er að margt er enn óritað. Stefna Finns er upp á við og það verður spenn- andi að fýlgj- ast með einum af umdeildustu mönnum lands- ins í framtíðinni, manni sem er hetja í augum margra en þyrnir í augum ann- arra. Samkvæmt vinum og samferðamönnum hans finnst varla duglegri maður á landinu og hefur Finni tekist með þessum dugn- aði sínum að komast í hóp ríkra manna. indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.