Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 29
DV Helgin Þegar systumar Hólmfríður og Helga Björnsdætur komu í viðtal við DV í vor, kom fram að Hólmfríði hefðu borist tilboð um að gerast atvinnudansari í Danmörku, Þýska- landi og Bretlandi. Helga, sem er tveimur árum eldri og búsett í Glasgow, benti systur sinni á að svona tækifæri kæmi að- eins einu sinni. „En mér finnst ég eitthvað svo „lítil"!" sagði Hólm- fríður í viðtalinu. „Ég held ekkert að ég sé að fara að sigra heiminn," segir hún bros- andi. „Ég hlakka mikið til að tak- ast á við þetta spennandi verkefni, en ef þetta gengur ekki upp þá kem ég bara heim og klára Versló. Ég vil frekar fara út og láta á þetta reyna fremur en að sitja heima eftir ein- hver ár og naga mig í handarbök- in yfir að hafa ekki prófað.Lífið hef- ur upp á svo margt að bjóða að það er um að gera að nýta tækifærin og láta draumana rætast." Vinátta skiptir höfuðmáli En draumarnir rætast ekki af sjálfu sér. Til að standa í þeim spor- um sem Hájy er í núna þarffólk að hafa sannað sig. Það hefur hún gert frá sjö ára aldri þegar hún byrjaði að dansa og augu alþjóðadómara í dansi fóru að beinast að henni. „f mínu tilviki hafði samband við mig danskur danskennari sem heitir Brian og bauð mér að koma út í prufu. Ég hef fengið nokkur svona tilboð áður, aldrei látið slag standa, en ákvað að slá til núna." Til Árósa hélt hún í lok nóvem- ber, þar sem hennar beið dansherr- ann Stig Bo Andersen. „Stig Bo er mjög efnilegur og góður dansari og hefur verið of- arlega á alþjóðlegum mótum frá því ég man fýrst eftir honum," seg- ir hún. „Við höfum oft keppt hvort við annað og erum bæði metnað- argjörn. Þegar við prófuðum að dansa saman í fyrsta sinn náðum við mjög vel saman sem vinir, en það skiptir höfuðmáli í danssam- bandi. Dansinn gekk líka mjög vel og ég kynntist Peter, þjálfara Stigs, sem ræddi við okkur um hugsan- legt framhald. Eftir þessa prufu fór ég bara aftur til íslands og við ákváðum að hugsa málið." Dvínandi áhugi á dansi hérlendis Við tók nokkurra daga umhugs- unarfrestur, þar sem bœði hafa ör- ugglega horft oft á símann og beðið eftir að hitt hringdi. Það var herr- ann sem braut ísinn... „Laugardaginn 2. desember hringdi Stig og spurði formlega hvort ég vildi dansa við sig. Svona gerast hlutirnir hratt og nú er ég á leið til Danmerkur eftir rúma viku!" segir hún brosandi en segir að auð- vitað skipti líka máli að henni bjóð- ist einhverjir bestu dansþjálfarar heims. „Aðalþjálfarar Stigs, sem verða nú líka mínir þjálfarar, heita Peter og Kristina Stokebro. Þau eru heimsmeistarar í suður-amerískum dönsum svo við hefðum ekki völ á betri þjálfurum. í mínum klúbbi í Árósum eru bestu kennarar í heim- inum í dag. I Danmörku er líka umhverf- ið mun eðlilegra en annars stað- ar í heiminum. Mörg dönsk pör hafa gert það gott og þaðan koma margir góðir kennarar. Ég held að aðalástæðan fyrir því að dans- menningin í Danmörku stendur mun framar en til dæmis hér á ís- landi sé sú að þar er áhugi á dansi svo mikill og þar eru þjálfarar sem fylgjast vel með því sem er í gangi. Hér á Islandi hefur mér fundist áhuginn fara dvínandi með hverju árinu, bæði hjá dönsurum og þjálfurum og það finnst mér afar sorglegt." Hófý er jafnvíg á suðurameríska dansa og sígilda samkvœmisdansa, en sem atvinnumaður í dansi íDan- mörku mun hún eingöngu keppa í suðuramerískum dönsum. „Við völdum að dansa bara suð- urameríska dansa, því Stig hætti í sígildum samkvæmisdönsum fyr- ir nokkru," segir hún. „Flestir sem stefna á atvinnumennsku verða að velja á milli. Ég mun sakna þess að dansa ekki samkvæmisdansana, en lífið er jú einu sinni þannig að maður stendur alltaf frammi fyrir því að velja og hafna." „Þegar við prófuð- um að dansa saman í fyrsta sinn náðum við mjög velsaman sem vinir, en það skiptir höfuðmáli í danssam- bandi Stóra systir sem klettur Hólmfríður er við nám í Verzl- unarskóla Islands, en œtlar ekki að gera hlé á náminu meðan hún kannar nýja heiminn. Hún œtlar að læra á morgnana, æfa á kvöld- in og fá sér vinnu um helgar til að ná betri tökum á dönskunni. En þótt eftirvæntingin sé mikil bland- ast hún óneitanlega kvíða. „Erfiðast finnst mér að flytja að heiman," segir hún heiðarlega. „Ég hef alltaf verið svo rosalega náin fjölskyldu minni og get ekki neitað því að mér finnst stundum óbæri- leg tilhugsun að búa ein í íbúð í Ár- ósum. En ég hugga mig við að ég er fremur sjálfstæð og það sem drep- ur mig ekki styrkir mig bara," seg- ir hún og er ekki lengi að finna já- kvæðu hlutina við lífið: „Ég er þó virkilega heppin með það að mamma og pabbi vinna bæði við flugiðnaðinn og geta því komið fremur oft til mín í heim- sókn og ég get skroppið heim. Þau hvetja mig heils hugar til að grípa þetta tækifæri og skella mér í þetta, þrátt fyrir að mamma virðist eiga erfiðara með að sleppa mér," bæt- ir hún við. Helga systir hennar hvatti Hófý mikið í vor þegar ég tók viðtal við þær og benti á að þótt hún væri sjálf búsett í Glasgow væri hún að Ijúka stúdentsprófi frá Verslunarskólan- um og Hófý fengi kannski svana tœkifœri bara einu sinni á ævinni. „Já, Helga systir mín er kletturinn minn," segir Hófý. „Hún styður mig gegnum súrt og sætt og hvetur mig til að prófa þetta. Hún ætti nú líka að þekkja það að búa frá fjölskyld- unni, hefur gert það síðastliðin tvö ár. Helga hefur fulla trú á mér og þegar ég brotna niður þá veit ég að hún verður alltaf á sínum stað til að byggja mig upp og styðja mig. Það er ekkert mikilvægara og betra sem maður getur hugsað sér en stuðn- ingur og hvatning sinna nánustu." (fangið á þeim rétta Þú nefndir áðan að vinátta skipti miklu máli í danssambandi. En hvernig er hægt að vita hvort fólk á saman sem danspar - hvern- ig veistu að Stig verði rétti dans- herrann? „Ég held að það sé kannski ekki einhver einn sem er rétti dansherr- ann," svarar hún að bragði. „Maður finnur hins vegar strax og maður er kominn í fang einhvers hvort það virkar eða ekki. Oft eru tveir dans- arar rosalega góðir sinn í hvoru lagi en ná svo ekki saman sem heild og það er það sem þetta snýst um. Vinátta og virðing er líka númer eitt, tvö og þrjú. Við virðumst hafa þetta allt saman þannig að ég held að hann sé eins „réttur" og hægt er," segir hún og skellihlær, enda sjálfsagt aldrei fyrr verið beðin um að útskýra hvað er rétt og hvað er rangt við fang einhvers! „Það er ekkert frekar hægt að lýsa því hver er rétti dansherrann en því hver sé rétti maðurinn í lífi þínu," bætir hún við. „Dansinn er eins og ástin - óútskýranlegur með orðum." Dansheimurinn harðari en fólk veit Einn mánuður er ekki langur tími, en þessi mánuður frá því Hófý og Stig dönsuðu saman í fyrsta skipti hefursýnt henni hvaða mann hann hefur að geyma. „Stig er frábær strákur," segir hún af innlifun. „Við erum í sam- bandi á hverjum degi og okkur finnst við vera aldagamlir vinir. Sem er eins gott að endist, því við munum æfa saman daglega. Ég vil æfa eins mikið og hægt er og hann er sömu skoðunar. Æfingin skapar líka meistarann..." Bara af því að horfa á dans- keppnir eða þætti eins og raunveru- leikaþáttinn „So you thinkyou can dance’’ virðist leikmanni sem heim- ur dansaranna sé mjög harður. Er þaðsvo? „Já, dansheimurinn er mun harðari en fólk gerir sér grein fyr- ir. Það eru bara þeir alhörðustu sem sleppa í gegn. Það nægir ekJd að vera bara góður dansari. Hug- urinn og sjálfstraustið verða líka að vera hundrað prósent. Ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér, þá er ótrú- lega auðvelt að bugast og detta út. Mér hefur verið kennt það í gegn- um tíðina að ef að ég hef ekki trú á sjálfri mér þá hafi það heldur eng- inn annar. Það er hægt að hvetja fólk og hjálpa en allt það er einsk- isvert ef fólk trúir ekki sjálft á sig. Það geta allir góðir dansarar æft á fullu og orðið rosalega góðir en svo er það hitt sem sker úr um hvar og hvert það leiðir. Sumir segja að það sé líka spurning um heppni. Auð- vitað er það alveg rétt, maður get- ur verið óheppinn með dansfélaga eða dansfélag... En þegar upp er Dansdrottningin Hófý hefur margsinnis keppt á móti verðandi dansherra sínum Stig Bo Andersen sem „staT afhenni Norður- landameistaratitli eftir að hún hafði borið hann íþrjú ár. Það verður spennandi að fylgjast með parinu á alþjóðamótum I dansi. staðið þá er það styrkleiki hvers og eins sem skiptir máli." Þótt Hófý sé vel meðvituð um að hún sé að fara til að prófa að lifa lífi dansarans er hún líka viðbúin því að dvelja í Danmörku í langan tíma. „Fyrstu vikuna ætla ég að búa á hóteli sem er við hliðina á þeim stað sem við æfum á en ætla svo að leita að íbúð til leigu í Árósum. Ef ég gæti tekið fjölskylduna og vinina með mér væri þetta fullkomið. Ég held samt að mín bíði spennandi líf. Ég er að fara að prófa nýja hluti og þá ekki síst að standa á eigin fót- um. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu þótt ég geri mér fulla grein fyrir að þetta verður líka strembið." Þú sagðir í viðtalinu í vor að þú stejhdir á að verða flugstjóri. Hefur sá draumur eitthvað breyst? „Nei, í rauninni ekki. Ég er búin að lofa sjálfri mér og mömmu að ljúka stúdentsprófi og ég ætla að standa við það loforð á réttum tíma. Ferlar dansara eru mislang- ir og keppnisferill getur aldrei orð- ið ævistarf. Eins og staðan er í dag ætla ég að hella mér í dansinn, en flugstjóradraumurinn verður allt- af til staðar. Ég er búin með einka- flugmannspróf og hef hugsað mér að finna flugvöll nálægt Árósum þar sem ég get safnað fleiri tímum og tekið á loft annað slagið..." annakrisfme@dv.is DV mynd: Heiða • Réttum og málum allar tegundir bila • Við vinnum fyrir öll vátryggingarfólögin • Fljót og góð þjónusta • Útvegum bílaleigubíla • Yfir 20 ára reynsla CABAS tjónamat Smiðshöfði 12 Sfmi 567 1101 110 Reykjavík Gsm 868 8317 bilasprautunsms@simnet.is Fax 567 1182 SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR Jeep <Z H RYSLER BÍLJÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Simi 544 5151 • biljofur@biljofur.is io ára afmælisnámskeið 5. og ó.janúar á Hótel Loftteiðum. Guðjón Bergmann heldur ekki fleiri námskeið til að hjátpa fólki að hætta á ístandi. Þetta er síðasti séns fyrir þá sem vilja nýta hans leiðsögn. Verð aðeins 16.900 kr. 50% afsláttur fgrir öryrkja og eldri borgara. Skráning og upplýsingar é www.verturegklaus.is / 690-1818 Pöntunarsími 893 2666 alla dogo író kl. 10.00 til 22.00. Sendum í póstkröfu ef óskað er. Póstburiiargjald greiðist af viðtakanda Ice-Atlantic ehf. Eldhúshnífar Steikarasett 24 hlutir kr. 28.000.- kr. 14.000,- kr. 16.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.