Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 30
50 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Helgin DV Ef þú vilt virkilega særa einhvern um hátíðarnar, þá hringirðu í aðdáanda Cliffs Richard og spyrð hvort hann ætli virkilega að fara að eyða peningum í að hlusta á ellilífeyrisþega. Þegar Anna Kristine hafði fengið nokkrar slíkar spurningar hringdi hún í þann sem er kallaður „hinn íslenski Cliff Richard“ og bað hann að hitta sig. Garðar hefur alltaf hrifist af ómfagri rödd Cliffs „Ég náði honum mjög vel hér áður fyrr. Nú er röddin orðin þroskuð svo ég næ honum ekki lengur," segir Garðar. Æðsti draumur að búa til veggfóður úrmyndum afsérog Cliff Richard Garðar Guðmundsson þekkja margir úr versluninni Litaveri, enn fleiri þekkja hann kannski sem söngvara og hljóðfæraleikara í áratugi. Garðar hóf ferilinn árið 1957 og söng fyrsta lagið með Cliff árið 1958. Hann var að koma af tónleikum með Cliff í Dublin, þeim fjórðu sem hann sækir á fimm árum. „Cliff hefur aldrei verið betri!" segir Garðar og bætir við að hann hafl fengið gæsahúð frá fyrsta tóni. „Hann er eins og maður um flmm- Cliff Richard í Dublin Garðar fór á sina fjórðu tónleika með CliffRichard á dögunum. Hann segir hann aldrei hafa verið betri en einmitt þá og bíður spenntur eftir að sjá hann I Höllinni þann 28. mars næstkomandi. DV-Mynd: ÁgústÁrnason tugt og það er ótrúlegt að hann skuli vera orðinn 66 ára." Og Garðar œtti að vita hver syng- ur vel og hver ekki. Sjálfur steig hann jyrst á svið í Silfurtunglinu árið 1957, þá fimmtán ára með hljómsveit Aage Lorenz. „Cliff var ekki mættur á svæðið þá," útskýrir hann. „Ég var mikill að- dáandi Tommys Steel, fór níu sinn- um á myndina hans í Austurbæjar- bíói og náði öllum töktunum. Þá var ég kallaður Tommy Steel - en þá kom þessi," segir hann og bendir á ljós- mynd af Cliff Richard, sem tengda- sonur hans, Ágúst Árnason tók á tónleikunum um helgina. „Ég spil- aði meðal annars með hljómsveit- inni Tónum og við sérhæfðum okk- ur í lögum með Cliff Richard og The Shadows; tókum alveg fyrir lög eins og Lucky Lips, Please, don't teach og öll þessi frábæru. Ég hef verið að- dáandi Cliffs frá fyrstu stundu. Ég heillaðist af þessari mildu og fallegu rödd, sem hefur ekkert breyst," seg- ir Garðar, sem hefur samanburð síð- ustu fimmtíu ára og sérstaklega síð- ustu fimm: „Já, ég fór á tónleika með honum í Royal Albert Hall árið 2001, ári síðar á Docklands Arena í London, í Edin- borgarkastaia fyrir tveimur árum og nú í Dublin. Ég bíð bara eftir að sjá hann í Laugardalshöll!" Lítur hann vel út? „Já, hann er bara eins og hvolp- ur!“ segir Garðar hlæjandi. „Hann hefur ekki farið í strekídngar heldur bara iifað reglusömu lífi." En þú ert bara búinn að nefna hröð lög með Cliff. Ertu að segja mér að þú hafir ekki haldið upp á lagið The Next time??? „Next time?! Ég er nú aldeilis hræddur um það! Og ég elskaði lagið When the girl in your arms..." „Is the girl of your dreams" syngj- um við saman og slökkvum á upp- tökutækinu. annakristine@dv.is Ég heyri ómfagrar raddir berast úr fundarherberginu og get ekki hamið mína forvitni. Inni sitja lærimeist- ari minn Anna Kristine og Garðar Guðmundsson. Eða ætti ég að kalla hann Cliff íslands? Ég sé að viðtalinu er lokið og gerist svo djörf að opna rennanlegu glerhurðina. Ég er vel- komin, ég sé það en þau halda samt áfram að tala um hvað þau hlakka mikið til að berja goðið sitt augum þann 28. mars næstkomandi. Þau láta eins og smákrakkar. Mér finnst þau fyndin. Ég laumast til þess að kveikja á upptökutækinu. „Ég hefverið aðdá- andi Cliffs frá fyrstu stundu. Ég heillaðistaf þessari mildu og fal- legu rödd, sem hefur ekkert breyst." Kristinn Cliff lýgur ekki „Garðar! Guð minn góður. Var þetta tekið núna? Fyrir viku síðan?" segir Anna Kristine og lítur á eina af fjölmörgum myndum sem tengda- sonur Garðars tók á tónleikunum í Dublin. Garðar játar því. „En Garðar? Er hann ekki 'gay?" spyr Anna einlæg. „Ég veit það ekki. Maður hefur auðvitað oft heyrt það en það hefur aldrei komið opinberlega fram." „Hann er ógeðslega flottur," segir Anna dreymin. Garðar gengur enn lengra og seg- ir: „Hann er bara ótrúlega faliegur, maðurinn." „Hefur hann ekki farið í andlits- lyftingu?" „Nei, hann sagði það í sjónvarps- viðtali fyrir ekki svo löngu," svarar Garðar sposkur á svip. „Trúum við honum ekki?" „Jú,“ svarar Garðar. „Cliff lýgur ekki, hann er kristinn maður." Cliff Richard og Olivia Newton-John Sú saga gekk lengi vel að þau CliffRichard og Olivia Newton-John hygðust pússa sig saman. Árið 1974 neitaði Cliffþví opinber- iega. Cliffhefur verið piparsveinn alla tíð og halda margirþví fram að hann sé samkyn- hneigður. Karlarog kerlingarfá gæsahúð Anna spyr Garðar hvaða lög hafi staðið upp úr. „Þau voru auðvitað mörg. En ætli ég hafi ekki fengið mestu gæsahúðina þegar hann tók When the girlinyourarms" „O, það er svo flott," segir Anna og þau byrja aftur að syngja saman brot úr laginu. „Hann hefur ekki tekið það á nein- um af þeim tónleikum sem ég hef séð með honum. Og ég skal segja þér það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.