Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Síða 34
54 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Helgin PV Þaö má eiginlega segja aö þær séu komnar á upphafsreit. í Árósum fæddust þær á aðfangadag fyrir 22 árum og þar sitja þær systur nú á skólabekk og nema arabísku og íslömsk fræöi. Hluti af náminu fór fram í Kaíró í Egyptalandi, þaðan sem þær systur komu á aðventunni til aö halda jólin hátíöleg meö foreldrum sínum. Jólastelpurnar Halla og Ragna Hafa aldrei þurft að rökstyðja hvers vegna þær eru kristnar. KOMÁÓVART lólabörnin, tvíburasysUirnar Halla og Ragna Ólafsdætur, segjast alltaf hafa verið samstiga og nú hafa þær valið sér harla óvenjulegt framhaldsnám; nám í arabísku og um menningarheim múslíma. Námið segja þær bjóða upp á marga möguleika, þótt fáir virðist koma auga á þá í fyrstu. „Það er ekki ólíklegt, að því , minna samfélagi sem maður elst upp í, því forvitnari verði maður um aðra menningarheima," segja þær systur, sem ólust upp austur á Djúpavogi hjá foreldrunum Freyju og Olafi og Regínu stóru systur. Þar fengu þær ungar að árum örlitla innsýn í menningu annarra landa þegar þær lærðu að leika á píanó hjá Tékkunum Vieru og Pavel Man- ásek og þótt þeim hafi að sumu leyti þótt erfitt að kveðja heimahagana á unglingsaldri var löngunin sterk eftir að kynnast stærri stöðum. Alltaf samstiga Þaö er erfitt aö þekkja þcer í sundur nema vegna þess að þcer eru með ólíka hárgreiöslur og eiginlega v ógjörningur jyrir þann sem hitt- ir þcer í jyrsta sinn aö vita hvor er Halla og hvor er Ragna. Ljóshœrö- arog bláeygðar og haja yjirleitt gert allt saman í líjinu. „Þetta er eins og tuttugu og tveggja ára hjónaband með skúr- um og skini," segja þær hlæjandi. „Við erum alltaf saman og þegar við gerðum einu sinni tilraun í Verslun- arskólanum til að fara ekki í sama bekk, höguðu örlögin því þannig að við lentum saman í bekk." Þcer segja aldrei haja verið mjög greinilegt hvor þeirra sé leiðtoginn. „Við treystum mikið hvor á aðra og það fer eftir aðstæðum hvor er leiðtogi í hvert sinn," segja þær og ekki kemur fram hvor þeirra hafi fyrst talað um að fara í framhalds- skóla í Reykjavík. „Unglingar úti á landi hafa oft ekki mikið val á framhaldsnámi og þurfa að sækja nám í stóru þéttbýl- in. Við vorum alltaf spenntar fýTÍr því að víkka sjóndeildarhringinn og ákváðum að fara til náms við Verzlunarskóla íslands. Við leigð- um saman íbúð, en svo fékk Halla sér kærasta og fór í sambúð," bæt- ir Ragna við til að skýra betur út hvers vegna hún er lengra komin í námi og virðist oftar hafa orð fyr- ir þeim. Ejtir stúdentsprójvorið 2004 var Ragna ákveðin í að sjá heiminn og hélt utan til jramhaldsnáms. „Þá fannst mér Reykjavík ekki nógu stór og ég vildi sjá meira af heiminum. Regína systir okkar var á leið í framhaldsnám til Árósa og hvatti mig til að koma með. Þeg- ar ég fékk bækling frá háskólanum þar um það sem í boði var, sá ég strax hvað ég vildi læra." íslendingar hissa á námsvalinu Arabíska og íslömsk jrceði. Ókunnugt um ákvörðun Rögnu kveikti sama námsgrein áhuga hjá Höllu þegar hún leit í bœklinginn, þótt sjáljvceri hún ekki á leið ífram- haldsnám á þeim tímapunkti. „Þetta langar mig að læra! hugs- aði ég með mér þegar ég sá hvaða námsgreinar voru í boði til BA- prófs," segir Halla, sem hélt til Ár- ósa fyrir rúmu ári. „Þegar ég flutti til Danmerkur í ,.,Það i'i afgengara að Islendingar verði nwira hh$a cn Danu. cnda mun eðlilegra i Danmörku að þar búi'fjöldi innfíyíjenda. Það kom okkur verulega á óvart að sjá hvei t stefndi t umieeðu um útlendinga héi a íslandi i vetui og þar voiu oft notuð alltaf horð orð f mosku Múhameðs Ali Moskan er staösett á borgarvirki Kalró og þarna eru systurnar Halla, Regina og Ragna meö föður sínum Ólafí Áka Ragnarssyni. fyrrahaust ákvað ég að fara ekki í sama nám og Ragna - svona til til- breytingar! - og byrjaði í frönsku og námi í evrópskum fræðum. Það átti hins vegar ekki við mig, svo ég ákvað að skipta um nám." Þrátt fyrir að þykjast ákveð- in í að haja valið rétt, viðurkennir Ragna að smá efasemdir hafi gert vart við sig þegar hún hóf námið. „Fyrst hugsaði ég: „Vá, ég var ekki að fara sniðuga leið núna!" segir hún hlæjandi. „Flestir vina minna höfðu valið sér hefðbund- ið nám, lögfræði eða viðskipta- fræði, en fyrsta veturinn í háskól- anum í Árósum var lögð áhersla á málfræðina. Við lásum málfræði- skilgreiningar Kóransins og þótt ég hafi gaman af að læra tungumál, var námið frekar þurrt. Annan vet- urinn lærðum við skrifmálið og al- menna arabísku og þá fór að verða gaman í skólanum." Þcer segjast vissulega verða var- ar við aðfólk verði hissa þegar það heyri hvaða framhaldsnám þcer hafi valið sér. „Það er algengara að íslending- ar verði meira hissa en Danir, enda mun eðlilegra í Danmörku að þar búi fjöldi innflytjenda. Það kom okkur verulega á óvart að sjá hvert stefndi í umræðu um útlendinga hér á íslandi í vetur og þar voru oft notuð alltof hörð orð." En hvar nýtist nám sem þetta? „Mjög víða," svara þær umhugs- unarlaust. „Námið mun nýtast okkur til starfa sem túlkar, í sendi-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.