Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2006, Qupperneq 36
56 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 Helgin DV ’íslenska máltækið „við björgum því...“ er meira en orðin tóm. Tvö þúsund manns eru í viðbragðsstöðu alla daga ársins; tilbúin til hjálpar þegar kallið kemur. Hversu oft höfum við ekki hringt eftir hjálp við það eitt að sjá þakplötu flúka? „Björgunarsveitir voru að störfum í alla nótt...“ Kristinn Ólafsson, verðandi framkvæmda- stjóri Landsbjargar, þekkir björgunarsveitarstarfið af eigin raun enda þaulvanur maður. Kristinn Ólafsson 1/erðandi framkvæmdastjóri Landsbjarg- ar á að baki rúmlega 30 ár við björgun. DV-mynd Heiða „Ég get alveg viðurkenntþað hreinskilnislega að það er særandi að sjá hversu margir einkaað- ilar eru komnir í flugeldasölubransann." Síðasta vika hefur verið ótrú- leg á íslandi og oftar en ekki hefur fólk velt fyrir sér hvar við værum stödd ættum við ekki þær frábæru björgunarsveitir sem til eru um allt land. Þeirri spurningu veltir hann líka fyrir sér, verðandi framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar Kristinn Ólafs- son, en hann veltir líka fyrir sér hvort almenningur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að styrkja björgunarsveitirnar með því að kaupa af þeim flug- elda fyrir áramótin. „Ég get alveg viðurkennt það . hreinskilnislega að það er særandi að sjá hversu margir einkaaðilar eru komnir í flugeldasölubransann," segir Kristinn þar sem hann hallar sér aft- ur í stól fundarherbergis í fyrirtækinu Capacent Gallup, þar sem hann hefur starfað sem ráðgjafi í tíu ár. „Það svíð- ur að horfa upp á það að við skulum þurfa að berjast um þennan markað, sem björgunarsveitirnar byggja allan sinn rekstur á.“ Kristinn segist eiginlega geta sagt að hann hafi fengið skátamennsk- una með móðurmjólkinni. Móð- ir hans Eva Kristinsdóttir og bræður hennar höfðu öll verið í skátunum og fimm ára gamall var hann kominn á Skátaskólann á Úlfljótsvatni, þar sem móðir hans starfaði. Að vera við öllu búinn Kristinn byrjaði í skátunum þeg- arHrefna Tynes var skátaforingi. Eitt leiddi af öðru og fyrir þrjátíu árum var hann kominn í björgunarsveit- ina Albert á Seltjarnarnesi en síðan lá leiðin í Hjálparsveit skáta íReykja- « vík og þar hefur hann starfað síðan. „Pabbi minn, Ólafur Kr. Magn- ússon ljósmyndari á Morgunblað- inu, fór oft í útkall þegar slys bar að höndum," segir hann. „Þar kynntist égþessu adrenalínflæði sem á ennþá svo stóran þátt í mér. Mér nægði ekki að vera áhorfandi, ég vildi vera þátt- takandi. Fyrsta leitín sem ég tók þátt í var þegar ég var sautján ára og þyrla fórst á Mælifellssandi norðan við Mýrdalsjökul. Ég man enn hvemig mér leið þegar ég hugsaði með mér hvernig ég myndi taka því ef ég fyndi flak þyrlunnar... En þetta lærist, það er hluti af því að vera í björgunar- sveit að vera við öllu búinn." Síðan þá hefur Kristinn tekið þátt í jjölda björgunarstarfa, sem hann segir ómetanlegt innlegg í líf sitt. „Hvar væri íslenska þjóðin ef við ættum ekki þessar björgunarsveit- ir?" ítrekar hann. „Hér er ekkert heimavarnarlið eða her sem hægt er að kalla út á neyðarstundu. En við eigum enn betri hóp; hóp tvöþús- und manns sem er á útkallsskrá, allt- af reiðubúinn að hjálpa." Hann talar um björgunarsveit- arfólk, ekki björgunarsveitarmenn, enda bendirhann á að konurskipi sí- fellt stærri hóp björgunarsveitanna. „Og þær gefa okkur körlunum ekkert eftir," segir hann af sannfær- ingu. „Konumar eru öflugar og dug- legar. Ein þeirra er konan mín Laufey Gissurardóttir sem vinnur ötult starf hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur alltaf verið mín stoð og stytta og það skiptir gríðarlega miklu máli að eiga maka sem styður mann og skilur í starfi sem þessu. Þá verð- ur þörfin ekki minni þegar ég tek við starfi framkvæmdastjóra Slysa- vamafélagsins Landsbjargar í byrjun febrúar," bætir hann við. „Það starf er sólarhringsstarf." Björgunarfólk setur sig ekki í hættu Þegar fréttir birtast á sjónvarps- skjám af björgunarsveitum að störf- um, fer ekki hjá því að maður spyrji sig hvort þetta fólk sé ekki sjálft að setja sig í verulega hættu. Kristinn neitar að svo sé. „Nei, við reynum að setja okkur aldrei í háska," svarar hann að bragði. „Þjálfun okkar og reynsla á að koma í veg fyrir slíkt. Við erum með allt tíl alls og minnkum hættuna eins mik- ið og kostur er. Það er ekki forsvar- anlegt að björgunarfólk setji sjálft sig í hættu við að bjarga öðrum. Ný- liðar fara til dæmis í gegnum ákveð- ið skyldunámskeið í tvö ár og öðlast alls kyns reynslu sem þeir síðan nýta í daglegu lífi sínu. Við, þessir sem höfum verið í þrjátíu ár eða lengur í björgunarstörfum, þekkjum okkar mörk. Ég tilheyri sjálfúr vélsleðahópi þar sem skiptir miklu máli að vera duglegur að ferðast um landið, læra að takast á við það við allar aðstæð- ur og við lærum að þekkja vel bæði landið okkar og félaga okkar." Þegar við ræðum um síðustu daga segir hann að óvenju erfiður tími sé að baki. „Sérstaklega hjá litlu sveitunum úti á landi," segir hann og nefnir þar sérstaklega björgunarsveitina Dal- björgu í Eyjafirði. „Þeir lentu í hverju útkallinu á fætur öðm á einum sól- arhring þegar aurskriður féllu, jarð- vegsstífla við uppistöðulón brast og bíll lenti fram af brú, svo eitthvað sé nefnt. í ofanálag skall svo á óveður eins og allir muna ogbjörgunarsveit- ir um allt land voru kallaðar út.“ „Við björgum þessu" - og gerum það Hluta þess hversu ósérhlífið fólk er á íslandi telur hann að megi rekja til hins séríslenska orðatiltækis „þetta reddast - við björgum því": „Þegar ég var við nám í Noregi komst ég fljótt að því að Norðmenn eiga ekkert orðatíltæki líkt þessu," segir hann. „Ég get ímyndað mér að þetta sé hluti af sjálfsbjargarviðleitni og krafti íslendinga. Við stöndum upp frá leik og starfi til að hjálpa öðr- um. Við segjum nefnilega ekki bara „ég bjarga því" - við framkvæmum það. Það er alveg einstakt hversu mikið er treyst á sjálfboðaliðana hér á landi. Manni finnst allir vera alltaf svo uppteknir, en þegar kallið kemur eru tvö þúsund manns tilbúin til að aðstoða aðra. Þess vegna er líka mik- ilvægt að við höldum áfram að fá fólk til að sinna björgunarstörfum. Hjá okkur er bara aldurslágmark, 17 ár, ekkert hámark, enda skiptir reynsla miklu máli. Því reynslumeira sem fólk er, því betur kann það að taka réttar ákvarðanir." Hann minnist margra stórra stunda úr starfi. Stœrst finnst hon- um stundin þegar hjálparsamtök- in sameinuðust undir nafni Slysa- varnafélagsins Landsbjargar fyrir sjö árum en sem björgunarsveitarmaður á hann margar góðar minningar af giftusamlegri björgun. „Ætli sú stærsta hafi ekki verið þegar ég var leitarstjóri á Hellisheiði fyrir mörgum árum og unglings- drengur hafði orðið viðskila við hóp sinn," segir hann eftir að hafa hugsað sig um stutta stund. „Drengurinn áttí að fermast daginn eftír og einhverra hluta vegna fór ég af leitarleiðinni og hélt áfram inn heiðina. Þar gekk ég fram á holu - sem drengurinn hafði grafið sig í og haldið til í um nóttina. Hann var hrakinn og kaldur, en við komumst fótgangandi í björgunar- bílinn. Hann fermdist næsta dag. Þarna voru æðri máttarvöld að verki er ég sannfærður um." Erfiðustu lífsreyrtsluna fékk Krist- inn við leit eftir flugslys í Ljósufjöll- um. „Við vorum á gangi alla nóttina, vel búnir með lækni með okkur. Veðrið var brjálað og við lögðum okkur virki- lega fr am. Það var sárt að komast ekki á staðinn með allan búnaðinn og það sat lengi í mér, en í þessu flugslysi fór- ust margir. Við spurðum okkur eftir á hvort við hefðum getað gert eitthvað öðruvísi og svo lengi sat sú spuming í mér að ég fór á staðinn sumarið á eft- ir. Þar fékk ég svarið. Við höfðum gert okkar besta." Flugeldasalan undirstaða rekstursins Auk björgunarsveitanna um allt land, sem við sjálfsagt þökkum öll fyrir miklu oftar en við gerum okk- ur grein fyrir, rekur Slysavarnafé- lagið Landsbjörg fjórtán skip um allt land, sem eru tilbúin í útköll ef sjóskaðar verða; slysavarnasvið og Slysavarnaskóla sjómanna, neyðar- skýli og margt fleira og meðal verk- efna eru forvarnarverkefni fyrir börn og eldri borgara. „Slysavarnafélagið Landsbjörg er reldð af sjálfboðaliðum," segir Kristinn. „Fjárhagur félagsins bygg- ist á fjáröflun og flugeldasala fyrir áramót er langmikilvægasta verk- efni okkar. Við höfum alltaf treyst á að þjóðin geri sér grein fyrir mikil- vægi þess að hér séu reknar öflug- ar björgunarsveitir og gerum það nú sem aldrei fyrr. Baráttan um sölu flugelda hefur aldrei verið harðari. Allt það fé sem Slysavarnafélagið Landsbjörg fær fyrir flugeldasölu fer í að endurnýja tæki og búnað björg- unarsveitanna. Ég á erfitt með að skilja hvernig fólk getur fengið af sér að kaupa flugelda af öðrum en líkn- arfélögum," segir Kristinn Ólafsson heiðarlega og bendir fólki á að flug- eldasala björgunarsveitanna sé sér- staklega merkt og því þurfi enginn að velkjast í vafa um hvern sé verið að styrkja. „Það er nógu erfitt fyrir okkur að þurfa að kljást við veðurguðina!" segir hann og brosir. „Án flugelda- sölu Landsbjargar væru íslenskar björgunarsveitir ekki eins öflugar og þær eru, svo einfalt er það." annakristine@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.