Freyr - 01.03.1958, Blaðsíða 5
FREYR
89
þar hafi fallið gott efni. Hryssurnar tvær
eru Brynja Sigfúsar í Vallaneshjáleigu og
Gletta, Birnu Benidiktsdóttur, Beinárgerði.
Skemmtilegra hefði verið, ef þessar hryss-
ur hefðu verið orðnar nokkuð tamdar, því
að flestar höfðu þær aldur til þess.
Að lokinni dómslýsingu kynbótahrossa
lýsti Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri
dómum í góðhestakeppni og afhenti fyrir
3 beztu gæðingana verðlaun og skrautrituð
skjöl. Verðlaun voru 500, 300 og 200 kr.
Alls voru sýnd 18 hross á góðhestasýning-
unni.
Bezti góðhesturinn var dæmdur Ljóns-
löpp, sú er var nr. 3 í röð tamdra hryssna
af kynbótahryssunum.
Annar beztur var Rauður Friðriks á Þor-
valdsstöðum og þriðji Sprækur Ingimars-
son Egilsstöðum.
Þessu næst kynnti form. „Freyfaxa“ úrslit
kappreiðanna, er fram fóru kvöldið áður og
verðlaun fyrir 3 fljótustu hestana.
Úrslit urðu:
1. Jörp Jóh. Magnússonar, Breiðavaði
hljóp á 24.9 sek.
2. Rauður Ármanns Guðm., Gilsárteigi
hljóp á 24.9 sek.
3. Blesa Ólafs Jónssonar, Urriðavatni
hljóp á 25.5 sek.
4. Roði Jóns Jóhannessonar, Möðrudal
hljóp á 25.9 sek.
Jörp var sjónarmun á undan nr. 2. Jörp
hafði áður í undanrásum hlaupið 300 m. á
23.9 sek.
Kappreiðadómnefnd skipuðu: Ari Björns-
son Egilsst.kauptúni, Einar Einarsson,
Ormarstöðum og Guttormur Þormar Geita-
gerði.
Að þessu loknu sleit form. „Freyfaxa“,
Pétur Jónsson, mótinu.
— ★ —
Efst: Lýsingur frá Voðmúlastöðum.
Eign Hestamannafél. Freyfaxa
I miðið: Stjarna, bezt af kynbótahryssum.
Eign Einars Jónssonar, Mýrum.
Neðst: Ljónslöpp Þórdísar Bergsdóttur. Ketilsstöð-
um, fyrst í gœðingakeppni og þriðja bezta
stóðhryssan-
Ljósm. Kristinn Jónsson, Selfossi