Freyr - 01.03.1958, Síða 12
96
FRE YR
Tafla II. Kýr, sem mjólkað hafa yfir 40 þús. kg
mjólk um ævina og eitthvert ár yfir 20 þús. fe
og eru á skýrslum árið 1956.
Mjólk, Mjólkur- Ár á
Nafn <>g heimili kg. fita% skýrslu
1. Skrauta 26, Laugum, Hrun. .. 53797 4.45 14.4
2. Hrefna 220, Vogum, Skút 51665 4.11 11.4
3. Dúfa 10, Hellisholtum, Hrun. . 45919*) 4.58 11.4
4. Hrefna 32, Arnarhóli, Gaul. .. 45542 4.18 10.1
5. Hosa 39, Brúnav., Skeið.**) .. 44613 3.63 11.1
6. Svört 45, Melum, Melasveit .. 44244*) 3.68 10.0
7. Búkolla 33, Auðsholti, Ölfus. .. 44058*) 3.73 11.0
8. Tungla 5, Ásatúni, Hrun 43834 4.40 12.0
9. Týra 9, Stafni, Reykdæl.**) .. 43046») 3.74 9.9
10. Búkolla 36, Öngulsst., Öng. .. 42511 3.65 10.7
11. Ásdís 215, Hvanneyri, Andakíl. 41880 4.16 10.2
12. Fríða 54, Melum, Melasveit .. 41858 3.92 8.3
13. Rós I 33, Berghyl, Hrun 41258 4.12 9.8
14. Kola 17, Neðra-Hálsi, Kjós. .. 41192«) 3.43 9.0
15. Huppa 133, Grænavatni, Skút. 40871 4.06 9.7
16. Gjöf 64, Litla-Hvammi, Hrafn. 40743*) 4.10 10.0
17. Dimma 16, Rútsstöðum, Öng. 40453*) 3.74 10.5
*) Samfelldar afurðaskýrslur frá 1. burði vantar.
**) Drapst á árinu.
á landinu hafa sennilega náð 40 þús. kg nyt,
en um fjölda þeirra er ekki vitað. Sum
nautgriparæktarsamböndin hafa þó spjald-
skrá yfir allar skráðar kýr á vegum sínum,
og geta héraðsráðunautar í þeim sambönd-
um veitt nánari upplýsingar um þessi atriði.
Mestar afurðir, sem mér er kunnugt um, að
kýr hafi gefið af sér hérlendis, eru 64143 kg
mjólk með 3.79% mjólkurfitu. Er það
Skrauta 4 á Espihóli í Hrafnagilshreppi,
dóttir heiðursverðlauna kýrinnar Hreinu
6. Er hér miðað við afurðir Skrautu í árs-
lok 1956, og var hún þá röskra 17 vetra.
Önnur mjög mikil afurðakýr er Laufa 66
í Oddgeirshólum, sem í árslok 1956 hafði
mjólkað 50626 kg með 3.97% mjólkurfitu
á 12.8 árum.
Vitað er um 10 kýr á spjaldskránni, sem
féllu á árinu. Þær höfðu mjólkað frá 1.
burði til æviloka að meðaltali í 8.3 ár og
eignast 7.5 kálfa. Meðalársafurðir þeirra
voru 3939 kg mjólk með 3.96% mjólkurfitu
eða 15598 fe, en æviafurðir þeirra voru að
Framtíöarmöguleikar kjarnorkunnar
Efasemdir eða oftrú
Nefnd sérfræðinga, sem kom saman til fundahalda
í Genf fyrir skömmu fyrir tilstuðlan WHO, komst að
þeirri niðurstöðu, að það væri nauðsynlegt að koma
;í fót upplýsingastofnun, sem hefði það hlutverk að
fræða almenning um kjarnorkuna, framfarir á sviði
kjarnorku og framtíðarmöguleika.
Fjöldi manns er mjög á vérði um allt, sem þeir
heyra, eða sjá um kjarnorkumálin og trúa varlega,
aðrir eru ginkeyptir fyrir alls konar tröllasögum í
þessu sambandi. Það er t. d. fjöldi manns sem trúir
því, að með kjarnorkunni hafi maðurinn vakið upp
þann draug, sem hann ráði ekki við og sent muni
verða öllu mannkyninu að falli innan skamtns.
Bæði efinn og oftrúin er hættuleg fyrir heilbrigða
þróun þessa ógnarafls, sem vísindin hafa nú leyst úr
læðingi xrteð uppgötvunum sínum og í'annsóknum á
kjarnorkunni.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gekkst fyrir fundinum í
Genf til þess að fá álit séríræð nga á hvað hægt væri
að gera og til þess að varpa ljósi á þau andlegu og
líkamlegu vandamál, sem að steðja í sambandi við, að
kjarnorkan verður nú nýtt í daglega lífinu og grípur
meira og meira inn í líf allra manna. I sérfræðinga-
nefndinni voru 11 fulltrúar frá jafnmörgum þjóðum,
en úr hinum ólíkustu vísindagreinum, eða atvinnu-
greinum. harna mættu t. d. sálfiæðingar og fréttarit-
stjóri, læknir og sérfræðingur í alþýðutryggingum. Frá
Norðurlöndum mætti Dr. Paul J. Reiter, yfirlæknir í
Kaupmannahöfn.
meðaltali 32656 kg mjólk. Vitað er nákvæm-
lega um fæðingardag og aldur 8 þessara
kúa við 1. burð. Þær báru 1. kálfi 792 daga
gamlar eða 26 mánaða og lifðu í 10.8 ár.
Þessar niðurstöður að viðbættum sams kon-
ar athugunum árið áður benda til þess, að
kýr í þessum hæsta afurðaflokki nái hærri
meðalaldri en kýr yfirleitt, og bendir það
til þess, að uppeldi þeirra og meðferð sé
betri en almennt gerist.
Ólafur E. Stefánsson.