Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1958, Page 16

Freyr - 01.03.1958, Page 16
100 PRE YR Þegar snúningur segulbrúarinnar stöðvast þannig andartak, stríkkar á fjöður, sem veitir brúnni meiri hraða en hún venjulega hefur. Andar- taki síðar fer fjöðrin úr tengslum. Þannig myndast neisti við gang- setninguna, sem er nógu öflugur til að kveikja í eldsneytinu. Hraðkveikj- an hefur auk þess annað hlutverk. Þegar hún er í lagi, stillist kveikjan á sjálfvirkan hátt hægar við litinn hraða heldur en þegar hreyfillinn gengur með meiri hraða og straumhöggið vinnur ekki. Með þessum hætti verður kveikjan seinni við ræsingu en annars og því minni hætta á bakslagi. Ef straumhöggið (impulsen) er ekki í lagi, verður neistinn lítill og erfitt að ræsa hreyfilinn. Auk þess verður kveikjan fljótari og mikil hætta á bakslagi. Gætið því þess, að straumhöggið „slái“ þegar ræsa á hreyfilinn. Smyrjið það með nokkrum dropum af þunnri olíu af teg. 10 W eða 20/20 W einu sinni í viku. Ef það er ekki í lagi þrátt fyrir þetta, þá þvoið það með steinolíu og smyrjið síðan. Rafgeymirinn þarf góða umhirðu. Flestir dragar hafa rafgeymi með eða án háspennukeflis (spennu- breytis). Þessi útbúnaður er mjög dýr í viðhaldi, ef ekki er vel hirt um hann. Gætið þess, að rafgeymirinn sé ætíð vel hlaðinn. Athugið vökvann á geyminum vikulega. Bætið við vatni (helzt eimuðu), svo að yfirborð vökvans sé um 1 cm yfir geymisplötunum. Hreinsið hrúður og klepra af skautum og tengiklemmum og smyrjið þau með feiti. Hafið aldrei illa hlaðinn rafgeymi í miklum kulda, því þá getur frosið á honum. Geymið rafhlöðuna í frostlausri geymslu yfir veturinn, ef hún er ekki notuð.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.