Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 5

Freyr - 01.05.1960, Síða 5
Áburðarnotkun og áburðarverzlun Svo er sagt, að hingað til íslands hafi tilbúinn áburður fyrst flutzt laust fyrir aldamótin siðustu, en eflaust hefur það verið mjög lítið magn og sjálfsagt aðeins til reynslu og af forvitni bví að hér var algert nýmæh á ferðinni. í öðrum löndum hafði slíkur áburður að vísu verið notaður um skeið en einnig í litlum mæli víðast. Árið 1904 er tilbúinn áburður lítillega kynntur bændum í stuttri fréttgrein. Um þær mundir er byrjað á tilraunum með hann hér, að tilstuðlan Búnaðarfélags ís- lands, hjá bændum og svo í gróðrarstöðv- unum í Reykjavík og á Akureyri. Árið 1906 mun eiginleg verzlun með áburð hafa verið komin á rekspöl. Þá birti FREYR auglýsingu frá DET DANSKE GÖDNINGS- KOMPAGNI í Kaupm.höfn, þar sem aug- lýst er hvaða tegundir áburðar sé um að velja, en þær voru: 37% kalíáburður og kainit, superfosfat og Thomasfosfat og svo Chilísa’tpétur. Getið er um hverjir séu um- boðsmenn er taki á móti pöntunum, en það voru forgönguaðilar búnaðarmálanna. og tveir kaupmenn. Þetta sama ár var fluttur til landsins tilbúinn áburður fyrir 2157 krónur en magns eigi getið. Á árunum 1910—1914 nam innflutningur áburðar aðeins örfáum lestum eða frá einni til átta lestum árlega. Varð stöðnun á þeim innflutningi á styrjaldarárunum 1914—18 en frá 1920 óx hann hröðum skrefum, og hefur gert það síðan. Á árunum eftir 1920 urðu átök mikil útaf sölufyrirkomulagi til- búins áburðar, en þau atriði skulu eigi rak- in hér. Upp úr þeim átökum komst salan í hendur hins opinbera og síðan 1929 hefir Áburðarsala ríkisins haft einkarétt á inn- flutningi og sölu áburðar og með stofnun og starfrækslu Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi var Áburðarsölunni og falið að annast sölu á framleiðslu hennar.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.