Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 6

Freyr - 01.05.1960, Síða 6
158 FREYR Hversu ör aukning í notkun tilbúins á- buröar hefur verið hin síðari ár skal hér vísað til upplýsinga, sem FREYR hefur birt um þau efni í 50. árgangi bls. 47—55 og í 55. árgangi, bls. 364 er birt línurit yfir notk- un jurtanæringarefna á árunum 1929—1958, en þar í er að sjálfsögðu innifalin hin inn- lenda framleiðsla. ★ ★ ★ Siðan Áburðarsala ríkisins tók við verzl- un með tilbúinn áburð hafa miklar breyt- ingar orðið í búháttum og þá einnig í notk- un áburðar. í höndum þeirra aðila, sem meö verzlun áburðarins hafa farið, mun því nær ef ekki alveg einhuga álit manna, að mjögð vel og ágætlega hafi verið að staðið. Fræðsla um notkun hans hefur verið veitt á prenti og aðra vegu, að tilhlutan fyrir- tækisins, en hin síðari ár hefur ráðunauta- þjónustan að sjálfsögðu tekið það hlutverk að mestu til meðferðar um leið og hún hef- ur aukizt. Áburðarsalan hefur á vegum hins opin- bera átt að stuðla að því, að bændur fengju þessa vöru með sannvirði en eigi verið til þess ætlazt, að ríkið fengi tekjur af en eigi heldur gert ráð fyrir að það bæri halla. Munu allir sammála um, að einnig þessi hlið málsins hafi farið vel í höndum þeirra manna, sem forustu hafa veitt þessu fyrir- tæki. Síðan Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var stofnsett hafa við og við heyrst raddir, sem telja eðlilegt að verksmiðjunni sé falin öll verzlun með tilbúinn áburð, bæði eigin framleiðslu og innflutt magn. En styrkur þeirra radda hefur verið lítill unz á yfir- standandi Alþingi hefur komið fram frum- varp um, að nú skuli þetta ske, Áburðar- verksmiðjan h. f. skuli verzla með allan áburð en Áburðarsala ríkisins lögð niður. Svo sem kunnugt er, er áburður eingöngu notaður til framleiðslu búvara og því ein- ungis notaður af bændastéttinni. En svo sem einnig er kunnugt eiga bændur mjög lítinn hlut í Áburðarverksmiðjunni og hafa samtök þeirra engin áhrif á rekstur hennar né starfsemi. Jafnframt og tillaga eða frumvarp er fram borið um, að hlutafélag, en ekki hið opinbera, skuli se’.ja bændum allan áburð framvegis, er ekki óeðlilegt þó að fram kæmi tillaga um, að bændurnir sjálfir eða samtök þeirra tækju í sínar hendur dreifingu áburð- arins og sölu hans. Ekkert virðist eðlilegra en að þeir hafi þessi mál til forsjár, það eru þeir og engir aðrir, sem nota vöruna. Hliðstætt hefur gerst að því er snertir meðferð og sölu á grænmeti og gaxðávöxt- um. Grænmetisverzlun landbúnaðarins og Sölufélag garðyrkjumanna eru samtök framleiðenda, sem standa að málum er varða dreifingu þessara vara. Virðist hér um að ræða hliðstæðu þar sem áburðurinn er, aðeins fer hann til bóndans, sem notar hann í samræmi við niðurstöður tilrauna og eftir ráðum sérfræðinga. Hvað er eðlilegra en að þetta sjónarmið komi fram einmitt nú, þegar i fullri al- vöru virðist rætt að ætla hluafélagi arðsvon í nauðsynlegri rekstrarvöru bændanna? Bændur eru að vísu ekki framleiðendur áburðarins, en það er þeirra hagur og engra annarra, að deifingaraðferðir og fyrirkomu- lag er það varðar séu þannig, að sem minnstur kostnaður hlaðist á frá fram- leiðslustað til notanda. Kostnaðurinn hefur vissulega verið lítill; síðastliðið ár t. d. rétt um V2% þegar bankakostnaður þó er með talinn, en að honum frádregnum nam kostnaður alls kr. 409 116 krónum en það var fyrir kaup og tryggingu, húsaleigu, síma og ritföng, útsvar auglýsingar o. fl. Nú má segja um Áburðarsöluna, að hún

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.