Freyr - 01.05.1960, Síða 7
FREYR
159
Tölulegar staðreyndir
Eftirfarandi atriði eru tekin upp úr Fjármálatið-
indum, sem Landsbanki íslands gefur út. Yfirlitið
varðar árið 1958. Tölurnar byggjast flestar á end-
anlegum niðurstöðum fenginna heimilda, en það
tekur nokkurn tíma að safna gögnum og vinna úr
þeim. Ritstj.
Fjárfesting í landbúnaði (árið 1958) var
svipuð og árið áður í krónum talið og nam
251 millj. kr. á móti 255 millj. kr. 1957, eins
og sjá má á 1. töflu. (Byggingar íbúðar-
húsa í sveitum eru ekki taldar með né held-
ur raforkuframkvæmdir þar eða birgða-
breytingar landbúnaðarins). Sé hins veg-
ar miðað við verðlag ársins 1954 hefur
fjárfestingin minnkað allverulega eða um
rúmlega 8%. Fjárfesting í vélbúnaði jókst
nokkuð á árinu, og byggingar útihúsa
voru nokkru meiri en árið á undan. Aðrir
þættir fjárfestingarinnar tóku litlum
breytingum frá árinu áður.
1. TAFLA.
Heildarfjárfesting i þjóðarbúskapnum
1954—1958 í millj. kr. og hlutdeild
hennar í heildarframleiðslu.
1954 1955 1956 1957 1958
Landbúnaður . 176 194 231 255 251
Sjávarútvegur . 56 93 141 157 210
Iðnaður og námugröftur . . 56 50 60 118 93
Raforka . 63 57 105 152 186
Samgöngur og flutningar . 167 253 233 257 210
Ibúðarhús . 293 383 556 564 514
Opinl)er þjónusta . 40 43 68 87 87
Verzlun og veitingar . .. . . 27 33 33 39 42
878 1.106 1.427 1.629 1.593
Heildarframleiðsla á
markaðsverði 3.296 3.863 4.513 4.777
Heildarfjárfesting í hlut- % % % %
falli við heildarframl. 26,6 28,6 31,6 34,1
hefur raunar verið heildsöluverzlun, en frá
hennar hálfu hefur ýmsum ráðum verið
beitt til þess að létta kostnaðarbyrðar við
áburðarflutninga hjá þeim, sem erfiðast
eiga með útvegun hans, þar sem flutninga-
leiðir eru ’engstar. Hvort svo verður í hönd-
um hlutafélags er óséð.
Meðal grannþjóða okkar hafa bændurnir
sjálfir samtök um verzlun með tilbúinn á-
burð og hefur vel gefist. Við hlið þeirra eru
og aðrir aðiíar, sem hafa með höndum hlið-
stæða verzlun og hefur verðið jafnan verið
sambærilegt hjá báðum þegar um sömu
vöru er að ræða, en sá hefur munurinn orð-
ið að hverjum árslokum, að hlutafélög eða
einstaklingar, sem að áburðarverzlun hafa
staðið, hafa náttúrlega haft arðinn af verzl-
uninni í eigin vösum en samvinnuverzian-
ir með áburð hafa skilað bændum ársarð-
inum að reikningsuppgjöri loknu og stofn-
fé slíks félagsskapar er auðvitað eign fé-
lagsmanna.
Það skal engan veginn staðhæft hér, að
fyrirkomulag það um verzlun með áburð,
sem fram er komið í frumvarpi á Alþingi
um, að Áburðarsaia ríkisins skuli lögð nið-
ur og hlutafélagi falin dreifing áburðar-
ins, leiði til nokkurs ófarnaðar, en hitt verð-
ur að ætla, að með öllu sé útilokað að þann-
ig verði minnkaður kostnaður við dreifingu
áburðarins. Og lækki hann eigi er tilgang-
urinn torskilinn.