Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1960, Page 14

Freyr - 01.05.1960, Page 14
166 FREYR Nú er eftir að sjá hvernig hinum fallegu innfluttu grastegundum reiðir af í bar- áttu sinni við íslenzkt veðurfar og í is- lenzkri mold. Þar er hægt að fara fljótt yfir sögu. Langflestar þær tegundir, sem enn eru og hafa verið fiuttar, eru fljótar að tína tölunni misjafnlega fljótar að vísu, en ef litið væri á umrædda sáðsléttu að fáum árum liðnum er eins líklegt að ekkert sæist eftir af sáðgresinu góða, kannske að undan- skildum harðgerðustu einstaklingunum á stangli hingað og þangað. Hvað er nú til ráða? Gróðurinn, sem til var sáð, er dauður. Verður nú að byrja upp á nýtt? Og ekk- ert ríkisframlag út á endurræktun, því að ríkið hafði verið að styrkja varanlega fram- kvæmd. Svarað hefur verið: Þetta gerir ekkert til. íslenzku grasteg- undirnar taka við af hinum dauðu. Þær gegndu hins vegar þvi ágæta hlutverki að skila uppskeru af landinu strax og gerðu það meðan þær lifðu. Annað svar hefur verið: Endurvinnsla, sáðskipti og niðurplæging búfjáráburðar í túnum er einmitt það sem koma skal og því ástæðulaust að harma það þótt sáðgresið verði skammlíft. Við bæði þessi svör má þó ýmislegt at- huga og jafnvel hrekja að fullu. Væri gróð- urfar nýræktarinnar, sem dæmið er tekið af, athugað, er líklegt að í ljós kæmi að það væri allt annað og verra en heima á vallgrónu túnin. Það er eins víst að lélegar grastegundir hafi náð þar fótfestu á undan þeim skárri, og ekki ómögulegt að varpa- sveifgras og snarrót réðu þar ríkjum, annað- hvort í sameiningu eða sitt í hvoru lagi. Þá er túnið orðið litils virði og mikið verk unnið fyrir gýg, sé miðað við fyrra svarið hér að framan. Varpasveifgras og endurvinnsla. En vel á minnzt: varpasveifgras! hvað er nú það? Er það ekki ágætt? Nei, því er nú miður. Ef svo væri þyrfti ekki að hafa á- hyggjur út af nýræktunum. Flestir bændur munu kannast við ljósgrænan grashýung mjög þéttan sem alla jafna er fljótur að ná fótfestu i opnu landi, kali og nýræktun, þar sem sáðgresið er að hverfa. Það er varpasveifgrasið. Sérstaklega mun það vera tryggur förunautur búfjáráburðarins þar sem það er komið í tún á annað borð vegna þess hve mikið það myndar af fræi: Þar sem það er búið að ná fótfestu víkur það varla fyrir öðrum gróðri eins og t. d. haug- arfinn verður að sætta sig við, en því nefni ég hann, að varía mun vera hægt að gera upp á milli þessara tegunda sem nytja- jurta, en varpasveifgrasið þó þeim mun verra sem erfiðara er að losna við það. Nú væri fróðlegt að vita; í fyrsta lagi: hve stór hluti árlegrar nýræktar bænda verður varpasveifgrasinu að bráð, að miklu eða öllu leyti, þegar sáðgresið er dautt? (hafi það komið upp). Og í öðru lagi; hve stór hluti kemur út sem gott valllendistún þeg- ar sáðgresið er horfið? Eg veit auðvitað ekki svörin við þessum spurningum, en efast um að þau séu mjög uppörvandi. Þá er það seinna svarið, sáðskiptin og endurvinnslan. Að vísu geta slíkar aðgerðir eflaust aukið afrakstur landsins, en þurfa líka jafnframt að standa undir þeim kostn- aði, sem af þeim leiðir, og sem af eðlileg- um ástæðum verður aldrei greiddur að nokkru af ríkinu eins og kostnaður við ný- rækt. Grýttur jarðvegur leyfir heldur ekki stöð- ugar endurvinnslur svo í lagi sé og holklaka- hætta mun aukast við slíkar aðgerðir. Við búum heldur ekki við þau landþrengsli, að nausynlegt sé að miða afrakstur ræktar- landsins við hámarksgetu þess, heldur get- um við leyft okkur að miða afraksturinn við tilkostnað. Verkfæra- og vinnuaflskort- ur á búum veldur því ennfremur, að þessi úrlausn á málinu verður að minni hyggju að teljast dæmd úr leik. Þar að auki er ekki útilokað að hægt sé að gera varanlegar sáðsléttur ef réttar leið- ir finnast og kem ég að því síðar. Nú hef ég engin tök á að sýna fram á hvað dæmið hér að framan, varðandi gróð- urinn í sáðsléttunni eða önnur lík, eiga víða við. Það vita héraðsráðunautar og bænd- urnir sjálfir betur. En þau eru til og það

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.