Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 15

Freyr - 01.05.1960, Side 15
FREYR 167 eitt nægir til að sýna fram á þörfina fyrir úrbætur. Látum svo vera að miklum fjármunum sé varið til kaupa á útlendu grasfræi, og stórum upphæðum til að búa því vaxtar- skilyrði í íslenzkri mold. Slíkt er eins og það á að vera, — ef að gagni kæmi. En sé það svo, að sáðgresið lifi yfirleitt ekki nema stuttan tíma, deyi síðan út og skilji túnið eftir í órækt vegna þess að það hefur útrýmt íslenzka valllendisgróðrinum, og varpa- sveifgras og annað illgresi erfi síðan land- ið að miklu eða öllu leyti, þá er ljóst, að það, sem við höfum gert er alls ekki nógu gott. Einhver kann að segja sem svo, að þessu sé alls ekki svona varið. Hér sé verið að fara með rakalausar fulyrðingar og tilgátur, og feginn yrði ég að sem flestir gætu sýnt fram á, að svo væri. En hins vegar munu marg- ir kannast við lýsinguna hér að framan eða eitthvað henni líkt. Á tilraunastöðinn á Reykhólum hafa ver- ið gerðar nokkrar tilraunir og athuganir varðandi innfluttar grastegundir og stofna þeirra. Þar hafa afköst þeirra og ending verið athuguð. Niðurstöður þeirra tilrauna verða ekki raktar hér, en þær ganga mjög í þá átt að sanna það, sem hér hefur verið drepið á að framan. Svipaðar eða sams konar tilraunir hafa eflaust verið gerðar á hinum tilraunastöðvunum, þó að mér sé ekki kunnugt um niðurstöður þeirra. Um tilraunir á Reykhólum. Tilraunirnar á Reykhólum hafa f'.estar verið lagðar út í framræstri og nær halla- lausri mýri. Þar hafa margar grastegund- irnar og stofnar annarra dáið út með öllu þegar á 1. vetri, aðrar goldið meira og minna afhroð, en einstaka stofnar staðið sig allvel. Þó ber þess að gæta, að þetta iand hefur ekki verið haustbeitt og að því leyti betur undir veturinn búið heldur en tún munu yfirleitt vera. Þrátt fyrir það hefur útkoman ekki orðið betri en þetta. Nokkrum föðmum sunnar í sömu mýrinni var, árið 1955, tekin upp tilraun með áhrif áburðar á óhreyft beitiland, og er sagt frá niðurstöðum hennar í 11.—12. tbl. Freys 1959. Athyglisvert við þá tilraun finnst mér það, að e-liður hennar, sem fengið hefur árlega 70 kg P2O0+6O kg K2O+7O kg N/ha sem er minni skammtur hvað köfnunar- efni snertir heldur en nú mun almennt borinn á tún, hann skilar að meðaltali ár- lega sl. 4 ár (55 sleppt) rúmlega 81 Hb/ha af mjög góðri vallendistöðu. Hér hefur þó ekkert annað verið gert en að bera alhiiða áburð á framræsta mýri, (ekkert athugað sýrustig) land, þar sem hálfgrasa- rusl var ríkjandi gróður í upphafi en sem nú hefur algjörlega horfið fyrir töðunni. Ég efast um, að fallegri gróður finnist nú í landi stöðvarinnar hvort sem leitað er í túni eða tilraunareitum; að minnsta kosti er hans varia að leita í fræblöndunarreit- unum. Uppskerumagnið verður að teljast mjög gott miðað við áburð og aðeins 1 slátt öll árin. Efast ég um að það stæði langt að baki því bezta í sáðsléttunum meðan þær eru í fullri rækt miðað við sömu með- ferð, hvað þá þegar þær fara að ganga úr sér og samanburðurinn verður óhagstæð- ari fyrir þær. Enda kemur það nokkuð heim við aðrar tilraunaniðurstöður frá Reykhói- um. Það hefur þó einkum verið talið inn- fluttu grastegundunum til gildis, að þær væru afkastameiri fóðurjurtir heldur en okkar lágvaxni innlendi gróður. Sé þetta rétt athugað er ljóst, að núgild- andi nýræktaraðferðir okkar og sáðvöru- innflutningur þurfa endurskoðunar við. Við erum sennilega með stórkostlegar árlegar framkvæmdir á döfinni, sem eru langt á undan ýmsum þekkingaratriðum, er þær þyrftu að byggjast á, og sem við sækjum varla til annarra þjóða en verðum að skapa okkur sjálfir. Ályktanir. Mér þykir hlýða að draga nokkrar á- lyktanir af þeim atriðum sem hér hefur verið hreyftNvið. 1. Flestar innfluttar grastegundir og teg- undaafbrigði þola engan samanburð við innlendan túngróður og geta verið til mik- ils ógagns með því að rýma honum burt. Þær eiga þvi ekkert erindi í nýræktir okk- ar. Þar með er ekki sagt, að slíkar tegundir

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.