Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 16

Freyr - 01.05.1960, Síða 16
168 FREYR séu ekki til og vil ég í því sambandi benda á tvo norska stofna af vallarfoxgrasi (Engmó og Boden) sem reyndir hafa verið hér á Reykhólum og borið af öðrum stofn- um þeirrar tegundar, en eru ekki í fræ- blöndum þeim, sem á markaði eru, að ég held vegna þess, að Norðmenn framleiða ekki fræ af þeim til útflutnings. Sömuleið- is virðast sumir stofnar háliðagrass vera mjög harðgerðir en eiga varla samleið með öðrum tegundum vegna þess hve háliða- grasið er bráðþroska og fljótt að tréna.* 2. íslenzkum fóðurgrösum er ekki sá sómi sýndur í nýræktum okkar sem vera ætti. Því veldur m. a. hversu erfitt er að gera græðisléttur þar sem mikið þarf að jafna til í flögunum, og fræ ekki á boðstólum til sáðsléttugerðar. Sennilega einnig ofmat á innfluttu tegundunum. Þetta þarf að breyt- ast. Sé ekki hægt að framleiða íslenzkt gras- fræ í landinu, er þá ekki hægt að fá það ræktað erlendis í staðinn fyrir eitthvað af því fræi, sem nú er flutt inn, engum til gagns? Væri ekki líka hugsanlegt að finna mætti nothæfa aðferð við græðisléttugerð, t. d. að dreifa tættum grassverði yfir flögin að lokinni jöfnun? 3. Því hefur verið haldið fram, að hin erlendu grös væru afkastameiri fóðurjurt- ir en þau íslenzku. Þetta er hæpin kenn- ing. Við lauslega athugun á tilraunaniður- stöðum frá Reykhólum sýnist mér þó að svo muni vera í einstaka tilfellum, meðan sáðgresið er við líði, en alls ekki öllum. En hvaða gagn er að því, ef það deyr út eftir stuttan tíma og skilur þá við landið í hálfgerðu illgresisflagi, jafnvel þótt reikn- að væri með því sem jafn góðu fóðri og því íslenzka? En er víst að það sé það? 4. í þekkingu okkar varðandi nýrækt eru ýmsar meinlegar eyður, sem við þurfum að * Árin 1958 og 1959 voru Engmo og Grimstað stofn- ar af vallarfoxgrasi ásamt Ötofte í fræblöndun SÍS og auk þess var nokkuð selt utan blöndu. Vegna upp- skerubrests í Noregi s. 1. sumar eru þessir stofnar nú ófáanlegir. Um stofna af háliðagrasi er ekki hægt að ræða því að finnska fræið, sem við höfum notað, er ekkí stofnræktað. Ritstj. fylla upp í ef allt okkar landnám á ekki að verða meira eða minna kák. Efni til þeirrar uppfyllingar verður ekki sótt til annarra landa, enda óþarft. All umfangsmikil til- raunastarfsemi hefur verið rekin á 4 til- raunastöðvum í landinu og raunar víðar en þar. En hún hefur að mestu snúist um hagnýta áburðarnotkun, ræktun korns og rótarávaxta, auk ýmissa fóðurjurta, s. s. fóðurkáls belgjurta, o. s. frv. Prófun á grastegundum hefur að vísu verið gerð í nokkrum mæli, en þrátt fyrir það tel ég þar vera mikið og brýnt verk- efni framundan. Þekkingu á framræslu og jarðvinnslu er einnig eflaust um margt áfátt, þrátt fyrir árlegar stórframkvæmdir á því sviði. Afleiðingarnar af þessu sýna sig í mis- heppnuðum nýræktum á borð við þá, sem tekin var til dæmis hér að framan, og þannig mun það verða þar til úr verður bætt. Lokaorð. Eg vil að lokum gerast svo djarfur að benda á hugsanlegar leiðir til úrbóta, þó að þar séu væntanlega aðrir færari um að fjalla. Við eigum í landinu álitlegan hóp sér- menntaðra manna á sviði búvísinda. Gerð- ar eru jarðræktartilraunir á 4 tilrauna- stöðvum í landinu staðsettum í öllum lands- fjórðungum, með tilliti til veðurfars, en auk þess á báðum bændaskólunum og út um allt land undir umsjá héraðsráðunauta. Við höfum búnaðardeild við Atvinnu- deild Háskólans og hún rekur jurtakynbóta- bú undir stjórn sérfræðings. Greindir og glöggir bændur eru um allt land og fleira mætti nefna, en þetta nægir. Við slíkar aðstæður má miklu koma til leiðar jafnvel án aukins tilkostnaðar ef kraftarnir eru sameinaðir og öllum aðilum ljóst hvað gera þarf. Það gæti t. d. verið þetta: Allar grastegundir og stofnar þeirra, sem til greina kemur að flytja í landið, skuiu teknar til rækilegrar prófunar á til- raunastöðvunum. Þar ætti að rannsaka af- köst þeirra og endingu, fóðurgildi, kröfur til veðurfars, jarðvegs, jarðvinnslu, fram-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.