Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 18

Freyr - 01.05.1960, Síða 18
170 FREYR HALLDOR PALSSON: Frá Fjárræktarbúinu á Hesti 1. Yfirlit um tölu, fóðureyðslu og afurðir fjárins árið 1958—’59. Haustið 1958 var tala sauðfjár sett á vetur á Hesti 598 kindur: 508 ær, þar af 70 í Mávahlíð af fénu, sem þar var keypt árið 1957, 9 hrútar ful’.orðnir 71 gimbrarlamb og 10 iambhrútar. Níu af Mávahlíðaránum keypti búið af Guðmundi Péturssyni um haustið. Einn hrútur fullorðinn og 2 gimbr- arlömb fórust fyrir áramót, svo að 1. janúar 1959 var tala fjárins 595 kindur. 2 ær fór- ust frá áramótum til aprílloka. Fóðrun ánna. Tafla 1 sýnir þyngdarbreytingar ánna á Hesti veturinn 1958—’59 flokkaðra eftir aldri og allra í heild. Tafla 1. þyngdarbreytingar ánna. Meðalþ. á fæti kg Þyngdaraukn. kg Ær á Tala 1.1( oi td id u U «+H L, '+f 8. vetri 125 62.66 59.87 65.84 -f-2.79 5.97 3.18 7. vetri 32 59.58 53.50 63.45 -1-3.08 6.95 3.87 6. vetri 42 61.37 58.80 65.50 4-2.57 6.70 4.13 5. vetri 60 62.16 59.03 66.09 4-3.13 7.06 3.93 4. vetri 51 63.48 60.09 67.64 -í-3.39 7.55 4.16 3. vetri 64 60.70 57.54 64.09 4-3.16 6.55 3.36 2. vetri 62 60.10 55.94 66.94 4-4.16 11.00 6.84 Alls vegíð meðaltal 436 61.69 58.53 65.78 4-3.16 7.25 4.09 Þann 1. október 1958 vógu ærnar að með- altali 61.69 kg eða 0.82 kg minna en haust- ið 1957. 1. febrúar 1959 vógu ærnar til jafn- aðar 58.53 kg og 5. maí 65.78 kg. Þær létt- ust því frá 1. október til 1. febrúar um 3.16 kg, en þyngdust frá 1. febrúar til 5. maí um 7.25 kg að meðaitali. Yfir veturinn frá 1. okt til 5. maí þyngdust ærnar því til jafn- aðar um 4.09 kg eða 0,96 kg meira en vet- urinn áður (sjá Frey 55. árg. nr. 6, b’.s 88.) Tíðarfar var með afbrigðum úrkomusamt frá því í október þar til í byrjun desember, en hlýtt. Með desemberbyrjun brá til kald- ari veðráttu svo að snjó festi, og var all frosthart um og eftir miðjan mánuðinn. í janúar voru frosthörkur miklar en mjög snj ólétt. í febrúar brá til hlýrri veðráttu og eftir það til vors var einmuna tíð og al't- af snjólétt. Um sumarmál var allfrost- hart og fremur kalt fram í fyrstu viku maí. Eftir það var frábær tíð þar til um miðjan júní að gerði kuldakast í nokkra daga. Snemma í maí tók að næla á túnum og nógur sauðgróður var kominn í úthaga 23. maí. Ærnar lágu úti til 3. desember og höfðu lagt nokkuð af eða um 5 kg að meðaltali frá októberbyrjun. Þá voru þær teknar á gjöf, en beitt til 18. desember. Þá voru allar ærnar teknar á innistöðu og gefið inni til fengitímaloka. Eftir það var án- um beitt því nær alla daga, en fremur lítið dregið af gjöf eins og Tafla 2 ber með sér. Ánum var s'eppt af húsi og gjöf 24 maí. Óbornar ær lágu þó úti, en var gefið einu sinni á dag frá því 10. maí. Lambám var gefið til 24. maí, en þó var einlembum sleppt gjafarlausum á tún nokkrum dögum fyrr. Fyrstu dagana eftir að ánum var sleppt voru tvílembur teknar á tún er þær báru, en þeim sleppt á úthaga fyrir og um mánaðamótin maí—júní. Allt fóður var veg- ið a'lan veturinn. Fóðureyðslan er sýnd í töflu 2. Tafla 2. Meðalfóðureyðsla handa á. u 3 K> cd 40 U> -cð u 3 40 . O CÖ cð * s? h 43 >» <U £ )0 tuO ^ Cö 5 CÖ ‘CÖ Fóðureingar Mánuður ’fS H O í> W BÍ á dag á mán. Desember 29 887 72 0.530 15.37 Janúar 31 971 57 0.558 17.30

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.