Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 21
FRE YR
173
til jafnaðar en afkvæmarannsóknalömbin,
enda voru þau síðarnefndu óvalin, þ. e allar
gimbrar undan ákveðnum hrútum voru
látnar lifa. Lömbin voru öll fóðruð sam-
an. Um vorið vógu völdu gemlingarnir 2.7
kg meira en þeir óvö’.du, en sýnir, að þeir
síðarnefndu þyngdust 2.3 kg meira yfir vet-
urinn en þeir fyrrnefndu. Mun sá mis-
munur á framför orsakast af því, að í af-
kvæmarannsóknalömbunum voru nokkur
lömb lítt þroskuð um haustið, rýrir tví-
lembingar og lömb ung í aldri.
Tafla 4 sýnir meðalfóðureyðslu handa
lambi á dag hvern mánuð allt fóðurtíma-
bilið:
Tafla 4. Meðalfóðureyðsla handa lambi.
Fjöldi Taða Kjarnafóð- F.E.
Mánuður: fóðurd. gádag ur g á dag á dag
Nóvember 26 946 0.493
Desember 31 995 37 0.555
Janúar 31 1111 66 0.645
Febrúar 28 1200 76 0.701
Marz 31 1250 85 0.736
Apríl 30 1083 130 0.694
Maí 23 707* 66* 0.434*
*Þetta er meðalfóðureyðsla á dag í maí, en lembdu
og bornu gemlingarnir fengu meira, eftir að þeim
geldu var sleppt.
Heildarfóðureyðsla á lamb var að meðal-
tali 211 kg taða og 13.9 kg kjarnfóður eða
123.8 F.E., sem er 2 4 F.E. meira en veturinn
áður. Nú var reiknað með að þyrfti 1.92 kg
af töðu í F.E. samkvæmt efnagreiningu á
henni.
Afurðir gemlinganna.
Af gemlingunum, 69 að tölu, urðu 45 al-
geldir, af þeim var 12 ekki haldið, en 24
báru, ailir einlemdir. Tvö unglömb dráp-
ust nýfædd, en 22 voru lifandi um rúningu.
Tvö lambgimbralömb vantaði á heimtur, en
20 komu til nytja, 9 hrútar og 11 gimbrar.
Hrútarnir vógu á fæti 37.83 kg, en gimbr-
arnar 32.82 kg að meðaltali. Lambgimbra-
lömbunum var öllum slátrað. Meðalfall-
þungi hrútanna var 15.92 kg og gimbranna
14.02 kg. Vegin kjötprósenta hrúta var 41.84
kg og gimbra 42.58 kg. Meðalafurðir allra
lambgimbralambanna voru 14.88 kg fall, 2.74
kg gæra og 0.79 kg netjumör. Ullin af
gemlingunum vó 2.78 kg að meðaltali.
Veturgömlu gimbrarnar heimtust allar af
fjal’.i og voru settar á. Þær vógu að meðal-
tali 59.26 kg, þær geldu 61.11 kg og þær
mylku 55.32 kg.
Samanburður á töflu 5 og töflu 3 sýnir
meðalmismun á völdu gimbrunum og af-
kvæmarannsóknagimbrunum haustið 1959.
Tafla 5. Meðalþungi veturgamalla gimbra haustið 1959
Teg. gimbra Geldar Mylkar
Tala kg Tala kg
Valdar 22 63.32 9 59,00
f afkvæmarannsókn 25 59.14 13 52.77
Mism. 4.18 6.23
Afurðir í diikakjöti eftir vetrar-
fóðraða á og gemling.
Meðalþungi eftir á og gemling, sem skil-
aði lambi haustið 1958, 426 að tölu, var
21.31 kg eða 0.48 kg meiri en 1958, og eftir
á og gemling, sem var á fóðri og lifandi í
fardögum, 499 alls var 18,20 kg eða 0.63 kg
minni en 1958.
Mávahlíðarærnar.
Hestsbúið hafði landsnytjar í Mávahlíð á
leigu og hafði þar á fóðri 70 ær, sem eftir
voru af ám þeim, sem búið keypti í Máva-
hlíð 1957.
Mávahlíðarærnar vógu 55.27 kg haustið
1958 og þyngdust til jafnaðar frá hausti til
vors 6.67 kg eða 2.58 kg meira en ærnar á
Hesti. Ærnar í Mávahlíð lágu við opið um
veturinn og notuðu beit mikið, enda er rúmt
um svo fáar kindur í Mávahlíðarhögum og
haglendi gott.
Þeim var gefið mun meira kjarnfóður
en ánum á Hesti. Meðalfóðureyðsla handa
þessum ám yfir veturinn var 115 kg taða
og 15 kg kjarnfóður og af því var 60%
eggjahvíturíkt fóður.
Ein ærin fórst óborin, 2 voru algeldar, 16
tvílembdar og 51 einlembd. Fæddust því
alls 83 lömb eða sem svarar 120 lömb eftir
hundrað ær. Þrjú unglömb dóu og tvö vant-
aði af fjalli. Til nytja komu 78 lömb, 25
tvílembingar og 53 einlembingar. Einlemb-
ingarnir lögðu sig með 17.68 kg og tvílemb-