Freyr - 01.05.1960, Blaðsíða 22
174
FREYR
ingarnir með 14.76 kg meðalfalli. Afurðir
eftir framgengna á voru 19.07 kg kjöt, 3,27
kg gæra og 1.24 kg netjumör. Lömbin undan
Mávahlíðaránum voru mörg í fitunartil-
raunum og lögðu sig því meira en þau
hefðu ella gert.
Slátrað var 13 ám, 12 mylkum og 1 geldri
af þessum stofni. Þær mylku lögðu sig að
jafnaði með 20.0 kg falli, 3,5 kg gæru og 1.5
netjumör, en sú gelda með 31.0 kg falli, 4.3
kg gæru og 3.7 kg netju.
II. Selt og keypt fé til ásetnings.
Haustið 1959 voru seld 38 lömb frá Hests-
búinu, 9 hrútar og 29 gimbrar, og 2 hrútar
veturgamlir. Hins vegar keypti búið 2 hrúta
fullorðna, 8 ær og 3 gimbrariömb haustið
1959, auk þeirra 9 áa af Mávahlíðarstofni,
sem keyptar voru í ársbyrjun og áður er get-
ið.
III. Taia f jár sett á vetur á Hesti
haustið 1959.
Settar voru á vetur 597 kindur, 484 ær,
428 af heimastofni og 56 frá Mávahlíð, 13
hrútar fullorðnir, 95 gimbrarlömb og 5 lamb
hrútar. Lífgimbrarnar vógu til jafnaðar
37.89 kg. Af þeim voru 50 valdar ásetnings-
gimbrar og vógu þær 40.72 kg að meðaltali,
en 45 óvaldar í afkvæmarannsókn þ. e. all-
ar gimbrar undan 4 hrútum og fyrirfram
tilteknum án, og vógu þær til jafnaðar
34.74 kg.
Frá sláturtíð til áramóta fórust 3 kindur,
1 lambhrútur og 2 ær. Voru því lifandi 1.
janúar 1960 594 kindur.
IV. Vanhöld.
Vanhöld á fénu á Hesti á árinu 1959
urðu sem hér segir:
Af 595 kindum fórust 12 eða 2.02%, voru
það 11 ær og 1 gimbur veturgömul.
Alls fæddust á Hesti 690 lömb vorið 1959
Af þeim fæddust dauð og drápust fyrir rún-
ingu 24, og 13 vantaði af fjalli og eitt ásetn-
ingslamb fórst fyrir áramót, eða alls 38
lömb, þ. e. 5.51% af fæddum lömbum.
Reykjavík í des. 1959.
JÓN H. ÞORBERGSSON:
Um afurðir sauðfjár
Fyrir rúmum 40 árum þekkti ég, í Reykja-
vík, roskinn mann, sem gerði sér að atvinnu
að kaupa sauði að haustinu og reykja af
þeim kjötið til sölu. Hann sagði mér, að kjöt
af sauðunum úr Landeyjum rýrnaði tii mik-
illa muna meira við reykingu, en af sauðum
úr Þingvallasveit. Þetta stafaði, skiljanlega,
af ólíku gróðurfari, þar sem sauðirnir
gengu á votlendi í Landeyjum en þurrlendi
í Þingvallasveit. Sá var og annar munur á
kjötinu af þessum sauðum, að kjötið af
þeim úr Þingvallasveit var bragðmeira og
bragðbetra Skepnan mótast eftir jurtateg-
undum þeim, sem hún nærist á. Ef fé étur
mikla hvönn, kemur hvannarbragð að kjöt-
inu. Gemlingar í eldi vaxa meira. af stór-
gerðu áveituheyi en af smágerðu vallheyi,
en þá verður vefurinn í skrokknum á þeim
þéttari.
Þegar ég var fjárhirðir í fjallabyggðum
Skotlands og við vorum að reka af stað dilk-
ana á markaðinn, var einn þeirra með bækl-
aðan fót, og gat ekki rekist með. Bóndinn
ráðgerði að skjóta lambið og grafa, því að
enginn á bænum kunni að gera til kind. Ég
bauðst þá til þess og varð það úr. Aldrei
kvaðst fólkið, þarna á bænum, hafa bragð-
að jafngott kjöt og taldi það mjög ólíkt
kjöti af þessum dilkum, sem það fengi í
borgunum. En sá háttur var hafður á, að
bændur í lágsveitunum keyptu dilkana, er
þeir komu af heiðunum, fituðu þá á tún-
um og þó einkum á gulrófum og seldu síðan
sláturhúsum og kjötkaupmönnum. En við
fitunina tapaði kjötið hinu góða hagabragði.
Hér fer á sömu leið ef farið verður að
fita dilka á fóðurkáli. Hagabragðið hverfur
og kjötið verður eyðilagt, sem eftirspurð
fyrsta flokks vara. Auk þess verður viðbót-
in sem dilkarnir fá við fitunina, aðallega
mörkennd fita, sem enginn étur, nema í
neyð, sem vonandi er að ekki komi. Þetta