Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 26

Freyr - 01.05.1960, Síða 26
ar.a þess. Hér er ótalinn sá vélakostur, sem til þess þarf að verka fóðrið eða þó öllu heldur vernda það í heystæðunni. Er hér átt við súgþurrkun, og tækja hennar að- eins getið hér til að minna á þau. Er trú- legt að sá liðurinn verði í reynd engu ó- merkara viðfangsefni en sjálf fóðuröflun- in. Enn má og minna á mjaitavélar og verður trauðla um mjólkurframleiðslu að ræða svo miklu nemi, komi þær ekki við söguna. Sé þetta metið mun óhætt að bæta við 35 þúsundum og þó varlega metið. ★ Þó að sá listi, sem hér að framan er getið, verði hér lagður til grundvallar, er enn fjarri lagi að fullmetið sé það fjármagn, sem til þess þarf að vélbúa eitt sveita- heimili, og þó að ógleymdri þeirri upphæð, sem bundin er í meðalbústofni. En það mál er svo víðfaðma að ókleyft er að gera því viðunandi skil hér. Sjálfsagt væri það bezta lausn þessara mála, að búa landbún- aði vorum þau skilyrði, að hann gæti ó- studdur birgt sig að vé’.um eftir viður- kenndri nauðsyn samtíðar vorrar. En ekki er ólíklega til getið, að það mundi stappa nærri ofrausn að búa honum einum af framleiðsluatvinnuvegum vorum þá að- stöðu. Samhjálp þjóðfélagsins hefur talið nokkru varða að greiða götu annarra at- vinnuvega á ýmsan veg í þessu efni, með lögfestum fjárframlögum til sjóðastofn- unar, sem hafa það hlutverk að auðve’da útgerðar- og iðnaðarmönnum að beygja vélaorkuna til hlýðni og hagsbóta. Má í því sambandi nefna Fiskiveiðasjóöinn, Fiski- málasjóðinn og Stofnlánadeild sjávarút- vegsins, sem enn mun til í bókum þeirrar stofnunar, er sýna að á sínum tíma hafði hann hlutverki að sinna. Þjóna þeir allir á eina eða aðra lund því markmiði að vélbúa sjávarútveginn. Þá má og nefna Iðnlána- sjóð íslands, sem hliðstæðu hlutverki mun gegna í þágu iðnaðar. Framantaidar stofnanir lána fé til kaupa á skipum og vé’.um, til fiskiveiða og iðn- aðar. Hiutverk þessara tækja verður að teljast hliðstætt í þágu þeirra atvinnu- greina og vélasamstæða sú er ég áður nefndi í þágu landbúnaðar. Öll þessi tækni auð- ve’dar og eykur öflun verðmæta úr skauti moldar og miða, eða eykur fyrir milligöngu iðju, verðmæti þess efnis, sem fyrir hendi er. En sá regin munur er hér á, að til framdráttar tveggja þessara tækniflokka hefur þjóðfélagið efnt til sérstakra úrræða, þó hinn þriðji sé í reynd enn án slíkrar hjálpar að mestu. Þegar lögin um Ræktunarsjóð íslands voru samin, var þetta haft í huga. Þar segir í niðurlagi 4. gr. eftir að ta’in eru upp mörg verkefni, sem sjóðurinn skuli leysa — jafnvel drjúgum fleiri en hann hefur haft bolmagn til að sinna: „svo og til bústofns- auka og kaupa á vélum, sem notaðar eru við landbúnað.“ Reynslan hefur sýnt, að önnur þau verk- efni, sem Ræktunarsjóði voru falin voru drjúgum fieiri en hann hefur getað sinnt. Verður þó stjórn hans og rekstri trauðla borin á brýn svik við sitt hlutverk. Hann mun hafa rækt það með ágætum, sem honum var í reynd á hendur falið, og orð- ið bændum hin mesta stoð við umbætur síð- ári ára. En hann hefur ekki valdið fleiri verkefnum, og getur það ekki að óbreytt- um aðstæðum. Til er og annar sjóður, sem mjög hefur rétt bændum hjálparhönd, þó aðeins hafi verið um ákveðinn þátt að ræða. í lögum um ræktunar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum nr. 7, 1945 segir í 9. gr.: „Verja skal úr framkvæmdasjóði rík- isins allt að 6 milljónum króna til greiðslu helmings af kostnaðarverði þeirra véla og verkfæra, kominna á á- kvörðunarstað, sem Vélanefnd ríkisins

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.