Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 28

Freyr - 01.05.1960, Qupperneq 28
180 FRE YR verðs. Heimilt er þó að taka annan eða síðari veðrétt gildan ef opinberir sjóðir ein- ir eiga forgangsveð., og lánin samanlögð eru innan 3/5 virðingarverðs.“ Loks segir í lögum um viðauka við nefnd lög nr. 31 1954 í 2. gr.: „Fé það, er um ræðir í 1. gr., ber veödeiMinni að lána eingöngu til jarða- kaupa eftirgreindum aðilum. 1. Bændum, sem eru að byrja búskap og verða að kaupa sér jarðnæði af þeim sökum. 2. Bændum, sem verða að kaupa sér jarðnæði til að geta haldið áfram bú- skap. 3. Bændum, sem verða að innleysa til sín eignarhluta meðerfingja sinna í á- býlisjörð sinni. 4. Bændum, sem eiga kost á að fá á- býlisjarðir sínar keyptar. Engum lán- takanda má veita hærra lán en 35 þús. krónur.“ Hér skal ekki farið lengra út í þennan samanburð og mun þó auðrakið, að frá hendi ríkisva’dsins mun drjúgum rýmra um frumbýlinga í öðrum greinum íslenzks athafnalífs en landbúnaðinum. Sanna framangreindar tilvitnanir, að ekki er um neitt vanmat að ræða þó því sé slegið föstu, að þær stofnfjárlánaupphæðir, sem hér hafa verið tilfærðar, nái skammt til að leysa þessi vandræði frumbýlingsáranna, þegar vélaþörfin er og höfð í baksýn. En vert er að geta þess, að Raforkumálasjóður leggur fram verulega upphæð til að rafvæða einstök sveitabýli, — hjálp sem er góðra gjalda og allra þakka verð, en haggar engu um það, sem sagt hefur verið um ljánsfjárþörf til annarra greina búreksturs- ins. ★ Af framanskráðu má ljóst vera: í fyrsta lagi: Nú virðist engin aðstoð fyrir hendi af hálfu hins opinbera, er auð- veldi bændum að gera sér vélakost samtíð- arinnar svo tiltækan, sem óskir standa til og allir munu sammála um, að full nauð- syn sé, eigi landbúnaðurinn ekki að slitna úr framvindu þjóðarinnar í öðrum grein- um. í öðru lagi: Stofnfjárþörf búanna heíur vaxi svo gífurlega að mjög er uggvænt, enda víst að hinn margnefndi flótti frá land búnaðinum á sérstakan og áhrifamikinn byr í stofnfjárskortinum. Er í því efni ástæða til að undirstrika viðhorf og bjarg- ráðavonir frumbýlinga til þessara mála í heild eins og gert hefur verið hér að framan. í þriðja lagi: Það myndi bændum mjög til hagsbóta, ef fyrir hendi væri sérstakur vélakaupasjóður, sem hefði það hlutverk með höndum að létta undir með þeim við það að birgja upp heimili sín að þeim vélum, sem nauðsynlegar verður að telja. Væri hlutverk hans það, að veita sæmilega hagstæð lán á nokkrum hluta þess fjár, sem á hverjum tíma þarf til að vélbúa með- alheimili, eins og þau gerast á hverjum tíma. Og í fjórða lagi: Það virðist engin of- rausn af hendi samhjálpar þjóðfélagsins, þó að efnt yrði til stofnlánadeildar, er hlið- stæð væri að gerð og starfsháttum þeim sjóðum, sem þegar hefur verið efnt til til framdráttar hinum tveim aðalatvinnuveg- um vorum. Ég vil með framanskráð í huga fela bændastéttinni, — og þá fyrst og fremst forustuliði hennar í félagsmálum, þessar hugleiðingar, í trausti þess, að þær verði teknar til rækilegar athugunar, þar sem áherzla yrði lögð á eftirtalin atriði: 1. Stofnfjármagn og lánsfjárþörf landbún- aðarins í heild. 2. Rannsókn fari fram á því, hversu miklar fjárhæðir þarf til þess að búa meðalbú þeim vélakosti, sem nauðsynlegur má teljast svo hvorttveggja sé: að gætt sé ítrasta hófs um kröfur og þó dregin fram þau hjálpartæki, sem til þess þurfa að heimilisdráttarvélar nýtist svo sem full rök standa til. 3. Leitað sé ráða um útvegun fjár til stofn- lána, er ætlað sé tvíþætt hlutverk: í fyrsta lagi til aðstoðar bændum við út- vegun þeirra fóðuröflunar og ræktun- arvéla, sem nauðsynlegar verða að telj- ast meðalbúi á hverjum tíma og í öðru lagi: til aðstoðar frumbýlingum. Loks skal á það bent, að hætt er við að

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.