Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 30

Freyr - 01.05.1960, Síða 30
182 FREYR Það sakar eggin ekkert að handfjalla þau þannig með gát og nærfærni. Aðaltilgangurinn með því að eiga við hreiðrin, er sá að varðveita dúninn fyrir vætu úr hreiðurbotninum og taka það af honum, sem maður telur skaðlaust fyrir eggin. Skal þá ávallt gæta þess, að taka heldur van en of, því alltaf geta komið hret og þá veitir ekki af skjólinu. Það er ágæt regla að breiða dúninn yfir eggin ef kalt er í veðri, en raunar á ekki að eiga við hreiðrin nema í sæmilegu veðri. Þegar búið er að rannsaka hvert hreiður tvisvar, þrisvar sinnum, og ekki er ástæða til að ætla að neitt geti verið athugavert, þá ætti að forðast að reka kolluna af eftir það. Þegar gengið er um varplandið, á allt- af að haga yfirferðinni og öllum tiltektum eins. Kollurnar venjast manninum alveg og hreyfa sig ekki nema þær sjái, að þeim er ætlað að fara af hreiðrunum, heldur kúra sig með fastast niður. Þegar þær fara að leiða út, fer maður svo um á nokkurra daga fresti til að hirða útleiðslurnar og huga að síðbærum, sem hafa það þá til að verpa í útleiðslur, ein og ein. Það er of kaldranaleg aðferð, þó hún sé sums staðar viðhöfð út úr neyð, að taka allan dúninn úr hreiðrunum, sem eftir eru þegar líður á varptímann, jafnvel þó þurr sina sé látin í staðinn. Hún jafnast á eng- an hátt á við dúninn, þetta dásamlega efni. Æðarkollan hefur gengið nærri sér, bæði við að svelta vikum sama og eins við a.ð rýja sig inn að skinni og reita af sér nhan skiólbezta búninginn. Það á að sýna henni nærgætni og tillits- semi og kannske verður það hugarþelið í pp>rcónulegri umgengni við þennan gæfa og gjöfula fugl, sem ræður úrslitum einmitt um hag mannsins, begar til lengdar lætur. Aldrei verður lögð of mikil áherzla á að burrka dúninn fliótt og vel. því að hann er svo ósegjanlega viðkvæmur og stórskemm- ist mjög fljótt, ef raki er í honum. Algeng- ast mun að þurrka dúninn á bárujárni og er þá a,H auðvelt að losna við veru’egan hluta af rusli, sem honum fylgir, þegar rtekkist í því. Graseitrun Graseitrun — eða graskrampi (magní- umskortur) — sem er allalgeng í mörgum löndum, og einkum hefur valdið miklu tjóni í Hollandi, hefur á síðari árum breiðst út á ýmsum stöðum. Orsakir sjúkdómsins þekkjast ekki til hlítar, en eru í sambandi við magníum- skort i fóðrinu, og sjúkdómurinn gerir fyrst og fremst vart við sig á tímabilinu fyrst eftir að kýrnar hafa verið látnar út á vorin, og sér í lagi þegar þær eru á beiti- landi með skjótvöxnu grasi og einkum í köldu, hvössu og vætusömu veðri. Graskrampi þekkist bæði hjá kúm og ungviði, en hefur tilhneigingu til þess fyrst og fremst að gera sín vart hjá nýlega bornum kúm. Sjúkdómurinn byrjar venjulegast með því, að lystin þverr skyndilega, svo og nytin, og því fylgir eirðarleysi, taugaó- styrkleiki og vöðvasamdrættir. Þetta ástand getur leitt til lömunar eins Ég hef verið svo margorður um hreiður- gerðina og umgengnina við æðarfuglinn af því að ég miða mál mitt einkum við þá, sem vilja og þurfa að byggja allt frá grunni, ef svo mætti segja, ef eitthvað af því mætti verða mönnum til lærdóms og eftirbreytni. Það er til mikils að vinna að rækta æð- arvarp. Þess eru fjöldamörg dæmi, skráð og óskráð, að stórglæsilegur árangur hef- ur náðst í því starfi. Það helgast af bví, að æðarfuglinn hæn- ist að þeim, sem læra að umgangast hann á réttan hátt. Þar er að finna lykilinn að leyndarmálinu við æðarvarpið.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.