Freyr - 01.05.1960, Síða 31
FRE YR
183
og við doða, sem skyndilegum krampaköst-
um, og sé sjúkdómurinn kominn á hátt
stig, er dauðsfallaprósentan mjög há.
Mogens Simesen, dýralæknir, sem í Dan-
mörku hefur rannsakað sjúkdóminn
grandgæfilega, mælir með eftirfarandi
reglum:
1. Reynt sé að gera breytinguna frá
fóðrun í fjósi til beitarinnar svo jafna,
sem mögulegt er.
2. Komast skal hjá því að setja skepn-
urnar á beit í köldu, hvössu og vætusömu
veðri, eða þar, sem ómögulegt er að kom-
ast hjá því, þá að veita þeim möguleika
til að komast í skjól.
3. Gefa ber skepnunum daglega inngjöf
af magníumsalti, og þá helzt magníum-
karbonati eða magníumsýringi.
Þessi inngjöf af magníumkarbónati 100
gr. á dag, eða það sem sumir vilja heldur,
magníumsýringi, 50 gr. á dag, hefur á slð-
ari árum útbreiðzt mikið í mörgum Vestur-
Evrópulöndum, (t. d. í Noregi, Englandi,
Hollandi). í Hollandi er þannig reiknað
með því, að notkunin á magníumsýringi
muni spara þjóðinni 2%—3 millj. gyllina
á ári.
Til þess að fá sem öruggasta vörn, verð-
ur þegar að hefja gjöfina á magníumsýr-
ingi eða karbónati ca. 10 dögum áður en
kýrnar eru látnar út, og ekki hætta henni
fyrr en þær hafa verið á beit ca. 4 vikur.
Mikilvægt er, að gefa skammtinn á
hverjum degi, og ekki minna en tilgreint
er. Þegar skepnumar hafa verið á beit í
ca. 4 vikur, má minnka skammtinn smátt
og smátt, því að komið hefur í ljós, að ef
hætt er snögglega, getur það gefið tilefni
til nýrra veikinda.
Skammtana er bezt að gefa með því að
strá þeim á heyfóörið. Blöndun í kraft-
fóðrið er ekki eins góð, því að hún leiðir
oft til þess, að sumar skepnurnar (kýr með
lágri nyt) fá ekkert af því.
Með áðurnefndum ráðstöfunum er mögu-
legt að færa mjög niður fjölda sjúkdóms-
tilfella, þ. e. a. s. að sjúkdómurinn muni
alls ekki gera vart við sig á mörgum býl-
um. En auðvitað er aldrei hægt að komast
að fullu hjá kvillanum.
Þar, sem áður hefur verið graseitrun, og
þar sem vitað er, að graseitrun getur kom-
ið fram, ætti að fara eftir ofangreindum
reglum, og þar sem hæfilegur skammtur
af magníumsalti í framanskráðum
skömmtum kostar aðeins smámuni á
skepnu á dag, er það ódýrt öryggi.
Á N.J.F.-ráðstefnu þeirri, sem haldin var
í Osló á síðasta sumri, benti prófessor
Breirem á Ási búfjárræktarmönnum á til-
raun, sem verið er að framkvæma varð-
andi kvilla þennan, á deild þeirri sem hann
stýrir við Búnaðarháskólann.
Á beitilandið eru bornir stórir skammtar
— og mismunandi skammtar — af kalí-
áburði, en vitað er nú, að eitthvert sam-
hengi er miili magns kalí og magníum í
jarðveginum og jurtunum, sem áhrif hef-
ur á nefndan kvilla hjá skepnunum. Tjáði
prófessor Breirem, að þar hefði tekizt að
orsaka graseitrun með þessu móti, en mörk
og magn hinna einstöku efna í jarðvegi og
fóðri væri engan vegin ákveðið vitað hver
vera skyldu til þess að skapa kvillann eða
girða fyrir hann.
f fleiri löndum eru þessi mál til meðferð-
ar og úrlausnar. Einnig hér á íslandi mun
þessa kvilla hafa orðið vart og til eru
bændur, sem þegar hafa gert sér þetta
ljóst, er þeir hafa orðið fyrir barðinu á
honum, og með því að nota magníumsölt
getað girt fyrir tjón, er hann getur valdið
og hefur valdið. Lyfjaverzlun ríkisins hefur
magníumsalt, er getur fyrirbyggt kvillann.