Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1960, Side 32

Freyr - 01.05.1960, Side 32
184 FREYR ÓLAFUR SIGURÐSSON: HLUNNINDI ....... Prestakall með æðardún og lax uppgripsheyskap, sel og kofnatekju. Þura i Garði. Þarna eru upptaldir aSalkostir þeirra jarða, sem nefndar voru hlunnindaj arðir í gamla daga og fylgdu mörgum beztu prestssetrum landsins. En nú hefur selnum fækkað og kofu- tekju (það er lundaungi) stunda fáir nú orðið og kofuát er að leggjast niður, en kofa þótti herramannsmatur fyrrum, sam- anber vísuna: Þrennt ég veit í þeirri sveit sem þreytta gleður rekka, kakan heit og kofan feit og kaldar áfir að drekka. (Ókunnur höf.) Aftur á móti hefur æðardúnn og lax því meira hækkað í mati og verði. Það var ánægjulegt að heyra frá Þór Guðjónssyni, veiðimálastjóra, um vaxandi laxveiði víða í landinu og vaxandi lax- veiðimenningu. Sérstaklega var það ánægjulegt fyrir mig, sem var leiðbeinandi um lax- og sil- ungsveiði í landinu um 19 ára skeið, frá 1928—1947. í upphafi starfs míns lagði ég þessa spurningu fyrir mig: Hvaða atriði eru það, sem komu bergvatnsám Borgarfjarðar, Elliðaánum og Haffjarðará, upp i það að vera fullar af laxi ár hvert. Svarið var nærtækt og einfalt. — Neta- og kistuveiði var hætt, en einungis veitt á stöng. í landinu var fjöldi af laxám með ágæt- um skilyrðum til að framfleyta laxi, sem þá voru svo að segja laxlausar. Maður gat freistast til að álykta sem svo, að ekki mundi nema nokkur ár, þar til síðasti lax- inn yrði veiddur í einni eða annarri ánni, því að margar ár eru til í landinu, sem heita „Laxár, en eru fvrir löngu upp veiddar og kemur þar aldrei lax nú. Ályktun mín varð því þessi: Ef allar ár í landinu, sem enn gengur lax um, væru meðhöndlaðar eins og áðurnefndar ár, mundi stofninn vaxa smátt og smátt þeg- ar árin færðust yfir. Það voru enskir laxveiðimenn, sem inn- leiddu í Borgarfjarðarhérað laxveiðimenn- ingu, eins og Sigurður Fjeldsteð í Ferju- koti orðaði það, samhliða því sem þeir eyðilögðu veiðivarg eftir mætti, t. d. sel og fiskiendur. Það sem þurfti að gera, var að koma veiðieigendum í skilning um, að mennileg meðferð ánna væri fyrsta skil- yrðið fyrir ræktun þeirra. En það var hægara sagt en gert að koma eigendum ánna, sem dreifðir voru víðsvegar um landið, inn á þessa skoðun. Ég lagði ótrauður land undir fót og hélt fundi með bændum við árnar og stofnaði fiskiræktar- og veiðifélög. Alltaf voru nokkrir góðir menn, sem skildu, að laxinn laut sama lögmáli og búpeningurinn, því fleira sem sett var á, þvi fyrr fjölgaði, og að laxveiði var ekki nein blind höpp úr sjónum heldur einungis það, sem þeir sjálfir höfðu alið upp í ánni sinni. Á þessu tímabili stofnaði ég nær 50 slík félög, sum stór með marga tugi og nokkur yfir 100 veiðieigendum, en sum aftur smá. Mörg af þessum félögum starfa enn, en sum eru liðin undir lok. En hin menning- arlegu áhrif hafa haldið áfram og ádrátt- ur og önnur fyrirhyggjulaus netaveiði hefur ekki verið tekin upp aftur. En þessar félagsstofnanir hefðu verið ó- framkvæmanlegar ef kaflinn í laxveiðilög- gjöfinni, um fiskirækt og veiðifélög, hefði ekki verið eins viturlega saminn og hann er, en það var verk Pálma rektors. Annað atriði í laxveiðilöggj öfinni, sem mun verða áhrifaríkast til framdráttar laxveiðinni í landinu, er bannið við lax- veiði í sjó. Þegar ég kom heim frá Noregi, eftir að hafa kynnt mér laxveiðimál Norðmanna, sátu að starfi 3 ágætir menn í milliþinga- nefnd við að endurskoða laxveiðilögin frá 1880. Það voru þeir Pálmi rektor Hannes- son, Ólafur Lárusson prófessor og Jörund- ur Brynjólfssfon alþingismaður. Þeir skiptu verkum þannig: Pálmi skyldi,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.