Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 33

Freyr - 01.05.1960, Síða 33
FRE YR 185 sem náttúrufræðingur, segja hvað laxinum hentaði bezt. Ólafur prðfessor skyldi segja til hvað hægt væri að komast án þess að stangazt við ýmiss önnur lög og Jörundur hverju líklegt mundi vera að koma gegn- um þingið. Ég kom tvisvar á fund til þessarar nefnd- ar, var eiginlega með nokkurskonar skila- boð til þeirra manna frá tveim kunnustu vísindamönnum Norðmanna í lax- og sil- ungsveiðimálum. Ég hafði sagt þeim frá, að verið væri að endurskoða laxveiðilög- gjöf íslands. — Þeir sögðu: Ef þú getur komið því til leiðar, að laxveiði í sjó verði bönnuð á íslandi, vinnur þú laxveiðinni þarfara verk en þó þú yrðir ráðunautur í tvo mannsaldra. Þessi orð flutti ég nefnd- inni, og laxveiði í sjó er bönnuð á Íslandi. En ég held það hafi verið þyngsta hlassið sem Jörundur þurfti að velta á þinginu viðkomandi laxveiðilöggjöginni nýju. Þá var þannig ástatt í Noregi, að 85% af laxveiðinni var tekin í sjó en einungis 15% í ánum. Ég spurði þessa góðu menn: Hví bannið þið ekki laxveiði í sjó? Þeir svöruðu, að ekki væri hægt að koma slíku gegnum Stórþingið; sjóveiði á laxi væri svo tengd lífsafkomu fjölda af fá- tæku fólki við ströndina. Og því miður fer það líklega svo með tímanum, að við Norð- menn sjáum í endann á laxveiðinni. Þessir framámenn Norðmanna í lax- veiðimálum höfðu mikla trú á gagnsemi þessara litlu klakstöðva og sleppingu seiða um leið og þau voru laus við kviðpokann. Það er hið sama og Þór Guðjónsson veiði- málastjóri nefnir „kviðpokaseiði“. En seiði með kviðpoka þola afarilla flutning. — Þessa trú sína á klakstöðvunum byggðu Norðmenn á þeirri kenningu (sem átti auðvitað að vera vísindi), að laxinn sjálf- ur frjóvgaði ekki nema 3—7% af sínum eigin hrognum, en vanur klakmaður 95 og allt upp í 100% af hrognunum. En nú mun sú kenning mjög vefengd meðal vísindamanna og talið að laxinn geti frjóvgað meginhlutann af hrognum sín- um — ef ekki öll. Englendingar halda enn fram hinu nátt- úrlega klaki og uppeldi. Og það er rétt. Laxinn sjálfur greíur hrognin 20—40 cm. niður í árbotninn og þar eru hrognin geymd án allrar hættu. Skríða svo upp úr mölinni á svipuðum tíma og seiðin frá klakstöðvunum eru flutt í árnar, En þá byrja margskonar hættur fyrir þau. — Fiskar, fiskiendur og kría eta þau, stór- flóð henda þeim upp á bakka í þúsundatali og margt fleira. Um þá kenningu að ala seiði i klakstöð yfir sumartímann, en sleppa þeim svo að haustinu, sem Þór veiðimálastjóri hefur eitthvað fengizt við, get ég ekkert sagt og verður þar reynslan ein úr að skera. En dálítið finnst mér það einkennilegt að ala seiðin í húsum inni yfir sumarið en sleppa þeim svo á „hagann“ í ánum, undir haust og vetur, og þá eðlilega óvön að bjarga sér úti í náttúrunni. Nákvæmar rannsóknir Ameríkumanna hafa nú sýnt, að klakstöðvar, byggðar á því að setja seiðin nýlega klakin í árnar, hafa svo litla þýðingu fram yfir náttúrlegt klak, að slík fyrirhöfn borgar sig alls ekki. — En þar sem um laxlausar ár er að ræða, er auðvitað öðru máli að gegna. En þær klakstöðvar, sem reknar eru með það í huga að ala seiðið upp þar til það hefur fengið þann þroska og lit, sem bend- ir á löngun þess til hafgöngu, þurfa að vera stórar og kosta mjög mikið fjarmagn og æfðan mannskap með sérkunnáttu, því að lítið misstigið spor í mataræði og hirð- ingu getur orsakað dauða tugþúsunda á einni nóttu. Ég las fyrir nokkru, í ársskýrslu Norð- manna, um lax- og silungsveiði þar í landi. — Þar stóð þetta: „Víst er það, að við verð- um að leggja niður okkar smáu klakstöðv- ar, og fara inn á hina Amerísku aðferð með fiskauppeldið. En eins og sakir standa vantar okkur bæði fjármagn og kunnáttu- fólk til slíks.“ Mér virðist að þessi grein hlunninda landsins sé komin á mjög góðan rekspöl og má vænta áframhaldandi vaxtar. Ríkis- valdið hefur skilið þörfina fyrir aðstoð og veitt til veiðimálanna. Ólafur á Hellulandi. 1____________________

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.