Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1960, Síða 35

Freyr - 01.05.1960, Síða 35
FREYR 187 Árangursrík aðstoð Hálf þriðja milljón bandarískra smábænda þurfa hjálp til sjálfshjálpar. Það mun vera útbreidd skoðun meðal al- mennings, að þeir milljarðar dollara, sem bandaríski landbúnaðurinn fær sem framlög frá ríkinu, renni til allra hinna 5.400.000 bænda Bandaríkjanna. í raun og veru verður minni hluti bændanna þeirra aðnjótandi, því styrk- urinn er aðeins veittur vegna ræktunar fimm nytjajurta, en þær eru: hveiti, maís, bómull, hrísgrjón og tóbak, og ræktun þessara jurta er að sögn bandaríska tímaritsins Time að mestu leyti í höndum efnuðustu bændanna, Utan við standa um 2,5 milljónir bænda, en kjör þeirra eru í raun réttri alvarlegt vanda- mál fyrir ameríska landbúnaðinn og þjóðfé- lagið. Þessir bændur búa við slæman jarðveg, á of litlum jörðum og í lélegum húsakynnum. Á tímabilinu 1930—1954 óx meðalstærð ræktaðs lands á bandarískum jörðum úr um 60 í 90 ha, og er það þó í mörgum héruðum ekki, segir í ameríska tímaritinu, nægilegt til þess að ein fjölskylda geti lifað sómasamlega af því með þeirri fjárfestingu, sem nú er í vélum og tækj- Hjá ribsrunnum er greinarmyndun þó nokkuð örari; af því leiðir, að grisjun greina þarf að vera heldur meiri á ári hverju. Mjög getur verið varhugavert að grisja of hastarlega gamla runna, sem komnir eru í mikla vanhirðu. Hafi klipping ekki verið framkvæmd um áraraðir, er bezt að byrja á því að taka bur ca. y3 af þeim greinum, sem talið er að nema þurfi á brott; en það eru dekkstu greinarnar, sem jafnframt eru oft- ast mjög mosagrónar. Á næstu tveim árum er síðan skorið það, sem vantar. Rétt er að rjóða málningu, tjöru eða kvikasilfurs- smyrsli („Kankerdoor“ t. d.) á stærri sár eða þau, sem eru um eða yfir 3 cm í þver- mál. Mánuðirnir marz og apríl eru taldir heppi- legastir til klippingar á berjarunnum. Óli Valur Hansson. um. Og þó er ræktað land hverrar jarðar að meðaltali aðeins 2l/2 ha í mörgum héruðum. 1 þessum héruðum hefur Bandaríkjastjórn gríðarmikla framtíðaráætlun á prjónunum til þess að reyna að bæta kjör þessara smá- bænda. Valdir hafa verið í tilraunaskyni 54 hreppar og þrjú stærri svæði, þar sem reyna á nýja hugmynd. Hugmyndin er einföld: að fá búnað- arleiðtoga á hverjum stað, kaupsýslumenn, starfsmenn sveitarfélaga, presta og aðra til þess að taka höndum saman og gera áætlanir til þess að efla landbúnaðinn í hverjum hreppi eftir þörfum hvers staðar, og þegar náðst hef- ur samkomulag um hvernig verkið skuli unn- ið, er tæknileg og fjárhagsleg aðstoð látin í té af viðkomandi fylki eða af ríkisstjórninni í Washington. Á þessum tilraunasvæðum geta menn feng- ið að velja um tvo kosti: Vilji menn halda á- fram að stunda búskap, er skýrt fyrir þeim hvernig þeir eigi að reka bú sín betur, þeir fá fjárhagsaðstoð til þess að kaupa meira land og fleiri verkfæri. Öðrum er hjálpað til að fá störf í bæjunum eða í iðnaðinum, og eins er reynt að fá fleiri iðnfyrirtæki til þess að flytja út í þessi hér- uð. Miklum árangri hefur þegar verið náð og það sem meira máli skiptir er, að það hefur kostað þjóðfélagið stórum minna að hjálpa þessum mörgu fátæku og illa settu bændum til bættra kjara en verðuppbæturnar til efnaðri bænda. Á rúmu ári hafa framlög til smábændanna numið aðeins 2,1 millj. dollara — og, skrifar Time, þessi upphæð er aðeins sem nemur tveggja daga geymslukostnaði við óseljanlega búvörulagera bandaríska ríkisins! Nú þegar má fullyrða, að áætlunin hafi heppnast mjög vel, og ástæðan til þess er að sögn kunnugra sú, að allar áætlanir séu samd- ar af heimamönnum, þær séu framkvæmdar af þeim og standi eða falli með þeim. Hér sé ekki um neitt að ræða, sem mælt sé fyrir um af yfirvöldunum í Washington. — Við höfum uppgötvað, skrifaði ritstjóri nokkur á einu af „tilrauna“ svæðunum nýlega, að þessir „þeir“, sem við töluðum svo oft um að ættu að gera eitthvað, erum við sjálfir. (Endursagt).

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.