Freyr - 01.05.1960, Síða 36
188
FRE YR
Friðunar njóta nú gæsir, endur, fýlar, súlur, skarf-
ar, lómar, sefendur og toppendur.
★
Silungsveiðimenn, kastið ekki girni á víðavang.
Það getur skaðað búsmala.
★
Verndið dýr gegn meiðslum og dauða með því að
hirða vel um girðingar og skilja eigi vírspotta eða
vírflækjur eftir á víðavangi.
★
Leifar frá stríðsárunum, gaddavírsgirðingar og
símaþræðir valda árlega dýrum meiðslum og dauða.
Fjarlægja þarf þessar hættur áður en búsmala er
sleppt út til beitar.
★
Ef brenna þarf sinu og þurrviðri verður í apríl, skal
nota þann tíma til sinubrennslu, því eftir 1. maí
skaðar brennslan varp, fugla og nýgræðing.
★
Að síendurteknu tilefni eru það einlæg tilmæli til
allra þeirra, sem komast í færi við hvalavöður, að
reka þær ekki á land, nema þeir örugglega viti, að í
landi séu traust lagvopn til deyðingar hvölunum og
tæki og aðstæður til þess að nýta hvalafla.
★
Vegna þess, hve kettir hafa undanfarin vor drepið
mikið af ungum villtra fugla, eru kattareigendur ein-
læglega beðnir um að loka ketti sína inni að nætur-
lagi á tímabilinu frá 1. maí til 1. júlí.
Samband Dýraverndunarfélaga íslands.
Frey
hefur borizt tilkynning og tilmæli um, að henni yrði
komið á framfæri. Hún er þess efnis, að næsta ár
(1961) er ákveðið, að dagana 5—9 júní verði hald-
ið í Haag í Hollandi 4. alþjóðaþing varðandi sæðingu
búfjár.
í framhaldi af þessu er eðlilegt viðhorf þeirra, sem
þingið sækja, að taka einnig þátt í VIII. þingi Bú-
fjárrækfarsambands Evrópu, en það verður haldið í
Hamborg dagana 12.—16. júní.
Á þingum þessum verða notuð þessi mál: Þýzka,
enska og franska. Nánari upplýsingar um þau er
hægt að fá með milligöngu Búnaðarfélags íslands.
Jorbrukarnas Föreningsblad
segir frá því um miðjan apríl, að hlutverk hestsins
í Svíþjóð fari síminnkandi. Jafnvel Gotlandshesturinn.
sem til þessa hefur verið í hávegum hafður og eftir-
sóttur, hafi á uppboðum í vor farið fyrir mjög lágt
verð og engin eftirspurn verið eftir honum.
Sama blað getur þess, að vélar gangi kaupum og
sölum og að tveggja ára dragar og aðrar vélar seljist
fyrir um það bil helming þess, sem nýjar vélar kosta,
en vélar og tæki, sem hestum er ætlað að draga, séu
með öllu óseljanleg, aðeins brotajárns-kaupmenn hafi
ágirnd á þeim og geri boð eftir járnþyngd vélanna.
Þess er ennfremur getið, að kýr séu í vor seldar
fyrir 11—15 hundruð krónur, þær, sem ekki hafa
staðfesta afurðahæfni en kýr, sem eftirlitsfélög hafa
á skýrslum sínum, eru seldar á 14—19 hundruð krón-
ur.
Þegar þess er minnzt hvert nú er gengi íslenzkrar
krónu gagnvart sænskri er auðsætt, að sænsk með-
alkýr er seld fyrir sem svarar 8—13 þúsund ís-
lenzkra króna.
Hús bændanna
í Þrándheimi hefur verið byggt um undanfarin ár
og hefur nú verið vígt og tekið í notkun. Það er
stórbygging, 7 hæðir ofanjarðar, reist af félagssam-
tökum bænda í Þrændalögum, og hefur kostað um
11 milljónir norskra króna. í byggingunni eru að sjálf-
sögðu miðstöðvar félagssamtakanna, skógareigenda-
félaganna, mjólkurfélaganna og fleiri félagssamtaka
og svo Þrándheimsútibú Búnaðarbankans.
í byggingunni er einnig hótel — ^eitt hið bezta og
fullkomnasta sem nú er starfrækt í Noregi''" — segja
þeir, sem það hafa séð og gist.
í umræddri byggingu bændanna eru einnig funda-
salir og veizlusalir svo að Hús bændanna í Þránd-
heimi hefur skilyrði til að vera miðstöð stórra ráð-
stefna og funda um komandi ár.
I” Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Elnar
| |* — Ólafsson, Pálmi Elnarsson, Steingr. Steinþórsson. ■ Ritstjóri: Gfsll Kristjánsson. -
/ Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200
BÚNAÐARBLAÐ Áskriftarverð kr. 90.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.