Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 7
__ __ REYKJAVÍK, JÚLÍ 1961. FÉLAGSTÍÐINDI STÉTTARSAMBANDS BÆNDA EFNAHAGSVANDAMÁL DANSKRA BÆNDA Bændurnir stöðvuðu sölu á framleiðslu sinni / byrjun maímánaðar stöðvuðu danskir bœndur sölu á afurðum sínum. í þrjá daga sendu þeir hvorki kjöt né mjólk á markað, en ráðstöfun sú var atriði, er beint var gegn stjórnarvöldum landsins og Rikisþingi. Svo sem alkunna er, er landbúnaður Dana. sá atvinnuvegur, sem langmestu skil- ar af gjaldeyri í þjóðarbúið, útflutningur búvara er mzkill og innflutningur hráefn- is þess, sem hinn umfangsmikli iðnaður landsins byggist á, grundvallast á sköpun þess gjaldeyris, sem landbúnaðurinn skilar. Um síðastliðin 10 ár hefur reksturskostn- aður við búskap bœnda stöðugt farið vax- andi, en hœkkun á verði búvara verið mjög óveruleg, erlendi markaðurinn hefur verið látinn ráða verðinu, en þar er verðinu á þessum nauðsynlegu neyzluvörum ensku þjóðarinnar haldið niðri, þannig að enskir bændur fá raunverulega miklu meira fyrir sínar vörur en neytandinn þarf að greiða, með því móti blómstrar enski landbúnaður- inn, ríkið veitir þar neytendastyrki en sér um að bœndur fái sitt. Danski bóndinn verður hins vegar að láta sér nœgja það sem enski markaðurinn ákveður. En tilvera hans gat eigi lengur orðið viðunandi, því að reksturskostnaður hefur farið ört hœkk- andi. Með hjálp tœkninnar hefur dönskum bœndum tekist að nokkru að halda hlut sínum þannig, að framleiðslan hefur auk- izt verulega á hverja reksturseiningu, en einnig því eru takmörk sett. Bændurnir hafa fengið vélar, starfsfólki hefur fækkað ár frá ári, en við það hefur vinnudagur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.