Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 26
224
FRE YR
Margar tilraunir hafa verið gerSar til
þess að koma dreifingu og sölu eggja í
heildsölu í fastari skorður, í því skyni að
tryggja framleiðendum sem jafnast og
öruggast framleiðsluverð, en reynslan
sannar, að slíkt er óhugsandi, þegar fram-
leiðendur selja eggin í harðri samkeppni
hver við annan, svo sem verið hefur síð-
ustu mánuðina, og reyndar oft áður.
En nú fer eggjasalan ekki fram sam-
kvæmt eðlilegum viðskiptaleiðum, heldur
að miklu leyti í íbúðarhúsum bæjanna og
jafnvel á götum úti.
Er þar samskonar söluaðferð og tíðkað-
ist fyrir mannsaldri síðan á kjöti og öðr-
um búvörum.
Með samþykkt frumvarpsins, sem nú
liggur fyrir Alþingi um breytingu á lög-
um um Framleiðsluráð, mun skapast nýtt
viðhorf og sala afurðanna verða framleið-
endum til sóma.
Og sölumálin eru ekki ný af nálinni.
Fyrsta samsala á eggjum var stofnuð af
Reykvíkingum á árunum 1935—1936.
í fundargerð Eggjasölusamlagsins frá
1936 segir svo::
„Við undirritaðir félagsmenn í
Eggjasölusamlaginu, mættir á fundi á
Hótel Borg 19. janúar 1936, skuldbind-
um okkur hérmeð til að vinna að eíl-
ingu samlagsins með því að leggja inn
í samlagið öll vor söluegg framvegis,
ef nægileg þátttaka fæst til þess að
Sláturfélag Suðurlands sjái sér fært að
hafa söluna á hendi áfram, og aðrir
félagsmenn skrifa undir þessa skuld-
bindingu".
Tillagan var frá formanni og samþykkt
En svo líða tveir mánuðir.
Þann 15. marz sama ár — 1936 — er á
félagsfundi samþykkt svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn samþykkir að strika alla
þá menn út, sem ekki hafa lagt inn egg
síðan um nýár“.
Stundum er sagt, að sagan endurtaki sig.
Hinn 1. janúar 1959 stofnaði Samband
Eggjaframleiðenda til samsölu, að undan-
gengnum einróma samþykktum tveggja
aðalfunda þar á undan.
Á því ári lögðu inn i samsöluna nokkuð
á 6. hundrað félagsmenn.
Verðlag hélzt stöðugt allt árið, og raun-
verulegur dreifingarkostnaður samsölunn-
ar reyndist aðeins 8% af heildsöluverði, og
myndaðist strax á fyrsta ári sjóður, sem
átti að vera til uppbyggingar í framtíðinni.
Og sagan endurtók sig:
Þessi 8% voru sumum framleiðendum
þyrnir í augum og ætluðu að fá þau í eig-
in vasa, en afleiðingin hefur orðið sú að
allir hafa tapað a. m. k. 20%.
Og þessvegna er ástandið eins og það er
í dag.
Framleiðendur bjóða verðið niður hver
í kapp við annan og verðskráning er ekki
lengur til, enda algerlega þýðingarlaus við
þessar aðstæður. —
Offramleiðsla er orð, sem oft heyrist
nefnt í sambandi við eggjaframleiðslir og
það hefur verið rætt um ýmsar leiðir til að
koma í veg fyrir hana, svo sem takmörkun
á útungun og skömmtun á fóðri; en slíkar
takmarkanir eru svo erfiðar í framkvæmd,
að ég álít þær alveg óframkvæmanlegar.
Hóflegt og stöðugt verðlag er bezta ráð-
ið til að hamla gegn stórum sveiflum í
þessari framleiðslu.
Það er vissulega von okkar eggjafram-
leiðenda og trú, sem teljum að þessi bú-
grein eigi að vera traust og heilbrigð at-
vinnugrein, en ekki einskonar happ-
drætti — að Alþingi það er nú situr, flýti
afgreiðslu þessa máls — um breytingu á
Framleiðsluráðslögunum — sem auðið er
og samþykki þessa sjálfsögðu réttarbót. —
Aö síðustu:
Það er vissulega ástæða til að fylgjast vel
með því, sem er að gerast í kornræktarmál-
unum.
Ný vélttækni er að koma þar til sögunn-
ar, sem breytir öllu viðhorfi, bannig. að
vandalaust er að rækta hér mestallt fóð-
urkorn.
Munum það, að vanda framleiðslu okkar
og koma henni sem fyrst á markaðsstað.
Og síðast en ekki sízt. Eggjaframleiðend-
ur! Hvar sem þið búið, standið saman!
Sundrungin er búin að valda of miklu
tjóni.